Hvar eru tækifærin?

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að svarið við tækifærum 21. aldarinnar sé fólgið í því að opna landamæri og liðka fyrir greiðari leið að stærri mörkuðum – meiri Evrópusamvinnu en ekki minni.

Auglýsing

Þeir sem trúðu orðum utan­rík­is­ráð­herra að með útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu fylgdu áður óþekkt tæki­færi fyrir Íslend­inga, eins og hann lýsti yfir, hafa nú fengið stað­fest­ingu á því að þau áttu ekki stoð í raun­veru­leik­an­um.

Nú hefur verið kynntur nýr frí­versl­un­ar­samn­ingur þar sem í besta falli er reynt að halda í horf­inu við stöð­una eins og hún var fyrir Brexit en á mörgum sviðum hafa því miður verið reistar girð­ingar á milli okkar og þess­arar mik­il­vægu við­skipta­þjóðar okk­ar.

Ekk­ert varð úr fyr­ir­heitum um lægri tolla fyrir sjáv­ar­af­urð­ir, eða toll­frelsi sem gefið var til kynna að væri í seil­ing­ar­fjar­lægð. Enda hafa hags­muna­sam­tök sjáv­ar­út­vegs­ins lýst gríð­ar­legum von­brigðum með samn­ing­inn og kvartað undan sam­ráðs­leysi af hálfu stjórn­valda. Hafi verið tæki­færi í stöð­unni, voru þau ekki grip­in.

Auglýsing

Staðan í sam­skiptum Íslands og Bret­lands eftir Brexit er einfa­lega sú að það er flókn­ara fyrir Íslend­inga að búa og starfa í Bret­landi. Sækja þarf um leyfi, stúd­entar greiða hærri skóla­gjöld og aðgengi að rann­sókna- og vís­inda­starfi er tak­mark­aðra en áður. Fyr­ir­tæki lenda í auknu skrifræði.

Brexit var ein­fald­lega mjög vont mál fyrir þau sem styðja við­skipta­frelsi og alþjóða­sam­vinnu, og það er blekk­ing­ar­leikur að gefa annað í skyn. Fram að Brexit gátu íslensk fyr­ir­tæki og hæft fólk notað Bret­land sem stökk­pall yfir í hinn stærri heim, en eftir Brex­it, eru tæki­færin færri og þrösk­uld­arnir hærri.

Rétt eins og í Bret­landi er vara­samt að trúa þeim spá­mönnum sem hafa um ára­bil öskrað sig hása í blindri and­stöðu við Evr­ópu­sam­band­ið. Það er að reyn­ast Bretum ótrú­lega dýrt að hafa sagt skilið við sinn stærsta markað í von um að vinna nýjar lendur í fjar­lægum lönd­um.

Svarið við tæki­færum 21. ald­ar­innar er fólgið í því að opna landa­mæri, liðka fyrir greið­ari leið að stærri mörk­uð­um, meiri Evr­ópu­sam­vinnu en ekki minni.

Þeir tapa sem halda öðru fram.

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar í utan­rík­is­mála­nefnd Alþing­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar