Þrjú mál er varða kynferðislega áreitni komið á borð Icelandair

Tæplega sex hundruð konur í flugi skrifuðu undir áskorun þar sem þær höfnuðu kynferðislegri áreitni og mismunun í fyrstu bylgju metoo í desember 2017. Þrjú mál hafa verið tilkynnt til mannauðssviðs Icelandair á síðustu fjórum árum.

Icelandair
Auglýsing

Þrjú mál er varða kyn­ferð­is­lega áreitni hafa verið til­kynnt til mannauðs­sviðs Icelandair á síð­ustu fjórum árum og við úrlausn þeirra var unnið eftir því verk­lagi sem nú er í gildi.

Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Icelandair leggur ríka áherslu á vellíðan starfs­fólks og að byggja upp menn­ingu sem ein­kenn­ist af jafn­rétti og virð­ingu. Hvers kyns ofbeldi, áreitni eða ein­elti er aldrei lið­ið. Komi upp slík mál eru þau tekin fyrir mið­lægt hjá mannauðs­sviði félags­ins. Mannauðs­svið vinnur eftir vel skil­greindu verk­lagi og getur auk þess kallað til utan­að­kom­andi sér­fræð­inga til ráð­gjafar og úrlausnar ef um flókin og/eða alvar­lega atvik er að ræða,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

„Verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­ing­ur.“

Tæp­lega sex hund­ruð konur í flugi skrif­uðu undir áskorun þar sem þær höfn­uðu kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun í fyrstu bylgju metoo í des­em­ber 2017. Í henni sögðu þær að kyn­­ferð­is­of­beldi, áreitni og kyn­bundin mis­­munun ætti sér stað í flug­­­stétt­inni, rétt eins og ann­­ars staðar í sam­­fé­lag­inu. Þó margir jafn­­rétt­is­­sigrar hefðu unn­ist með mik­illi þraut­­seigju og vinnu starfs­­systra þeirra væru miklar leyfar af kynja­mis­­rétti, stétta­­skipt­ingu og hlut­­gerv­ingu flug­­freyja enn til staðar sem óprút­­tnir aðilar not­­færðu sér til að lít­il­­lækka, mis­­nota og áreita konur innan stétt­­ar­inn­­ar.

„Óþarfi er að taka fram að allir karlar ger­­ast ekki sekir um áreitni eða mis­­munun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfs­­ferli sínum og það er alger­­lega óásætt­an­­legt. Við krefj­umst þess að karl­kyns sam­verka­­menn okkar taki ábyrgð; að fyr­ir­tækin og stétt­­ar­­fé­lagið taki af festu á mál­inu og komi sér upp eða skerpi á verk­­ferlum og við­bragðs­á­ætl­­un. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okk­­ur. Við verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­­ing­­ur.

Fyrst og fremst á mis­­rétt­inu að linna. Við krefj­umst þess að fá að vinna vinn­una okkar án áreitni, ofbeldis eða mis­­mun­un­­ar. Við stöndum saman og höfum hátt,“ sagði í áskor­un­inni.

Þær sendu einnig frá sér 28 nafn­lausar sögur þar sem þær lýstu reynslu sinni í starfi. Frá­sagn­irnar sýndu þann raun­veru­leika sem flug­freyjur þurfa að búa við í störfum sínu.

Starfs­mönnum sem verða vitni að slíku athæfi ber skylda til að til­kynna það

Í verk­lagi Icelandair til að takast á við til­kynnt ein­elti, áreitni og ofbeldi kemur fram að mik­il­vægt sé að starfs­maður sem telur sig hafa orðið fyrir ein­elti, áreitni eða ofbeldi á vinnu­staðnum til­kynni málið eins fljótt og auðið er. Starfs­mönnum sem verða vitni að slíku athæfi beri einnig skylda til að til­kynna það.

Allar kvart­anir um ein­elti og áreitni skulu kann­að­ar, sam­kvæmt verk­lag­inu. „Brugð­ist verður hratt við og af aðgætni og þag­mælsku þar sem slík mál eru við­kvæm. Rætt er við aðila sem eiga hlut að máli og aðra sem kunna að hafa vit­neskju um mál­ið.“

Eftir að kvörtun hefur verið borin fram er ásök­unum rann­sök­uð. Þegar nið­ur­staða liggur fyrir er hún kynnt öllum hlut­að­eig­end­um. Komi í ljós að til­kynn­ing eigi við rök að styðj­ast skuli mannauðs­svið tryggja að gripið verði til aðgerða til að stöðva hegð­un, tryggja að aðstæður á vinnu­stað verði bættar og veita þol­anda við­eig­andi aðstoð.

Aðgerðir geta meðal ann­ars falist í sátta­miðl­un, áminn­ingu, leið­sögn, fræðslu eða til­færslu í starfi. Þegar um alvar­leg atvik er að ræða leiða þau til upp­sagnar ger­anda, að því er fram kemur í verk­lagi Icelanda­ir. Síð­asta skrefið er eft­ir­fylgni en sam­kvæmt flug­fé­lag­inu er nauð­syn­legt að fylgja mál­inu eftir með því að „fylgj­ast með líðan og félags­legri stöðu ger­anda og þol­anda á vinnu­stað, veita ger­anda og/eða þol­anda við­eig­andi stuðn­ing og hjálp og meta og end­ur­skoða árangur inn­grips“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent