Þrjú mál er varða kynferðislega áreitni komið á borð Icelandair

Tæplega sex hundruð konur í flugi skrifuðu undir áskorun þar sem þær höfnuðu kynferðislegri áreitni og mismunun í fyrstu bylgju metoo í desember 2017. Þrjú mál hafa verið tilkynnt til mannauðssviðs Icelandair á síðustu fjórum árum.

Icelandair
Auglýsing

Þrjú mál er varða kyn­ferð­is­lega áreitni hafa verið til­kynnt til mannauðs­sviðs Icelandair á síð­ustu fjórum árum og við úrlausn þeirra var unnið eftir því verk­lagi sem nú er í gildi.

Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Icelandair leggur ríka áherslu á vellíðan starfs­fólks og að byggja upp menn­ingu sem ein­kenn­ist af jafn­rétti og virð­ingu. Hvers kyns ofbeldi, áreitni eða ein­elti er aldrei lið­ið. Komi upp slík mál eru þau tekin fyrir mið­lægt hjá mannauðs­sviði félags­ins. Mannauðs­svið vinnur eftir vel skil­greindu verk­lagi og getur auk þess kallað til utan­að­kom­andi sér­fræð­inga til ráð­gjafar og úrlausnar ef um flókin og/eða alvar­lega atvik er að ræða,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

„Verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­ing­ur.“

Tæp­lega sex hund­ruð konur í flugi skrif­uðu undir áskorun þar sem þær höfn­uðu kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun í fyrstu bylgju metoo í des­em­ber 2017. Í henni sögðu þær að kyn­­ferð­is­of­beldi, áreitni og kyn­bundin mis­­munun ætti sér stað í flug­­­stétt­inni, rétt eins og ann­­ars staðar í sam­­fé­lag­inu. Þó margir jafn­­rétt­is­­sigrar hefðu unn­ist með mik­illi þraut­­seigju og vinnu starfs­­systra þeirra væru miklar leyfar af kynja­mis­­rétti, stétta­­skipt­ingu og hlut­­gerv­ingu flug­­freyja enn til staðar sem óprút­­tnir aðilar not­­færðu sér til að lít­il­­lækka, mis­­nota og áreita konur innan stétt­­ar­inn­­ar.

„Óþarfi er að taka fram að allir karlar ger­­ast ekki sekir um áreitni eða mis­­munun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfs­­ferli sínum og það er alger­­lega óásætt­an­­legt. Við krefj­umst þess að karl­kyns sam­verka­­menn okkar taki ábyrgð; að fyr­ir­tækin og stétt­­ar­­fé­lagið taki af festu á mál­inu og komi sér upp eða skerpi á verk­­ferlum og við­bragðs­á­ætl­­un. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okk­­ur. Við verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­­ing­­ur.

Fyrst og fremst á mis­­rétt­inu að linna. Við krefj­umst þess að fá að vinna vinn­una okkar án áreitni, ofbeldis eða mis­­mun­un­­ar. Við stöndum saman og höfum hátt,“ sagði í áskor­un­inni.

Þær sendu einnig frá sér 28 nafn­lausar sögur þar sem þær lýstu reynslu sinni í starfi. Frá­sagn­irnar sýndu þann raun­veru­leika sem flug­freyjur þurfa að búa við í störfum sínu.

Starfs­mönnum sem verða vitni að slíku athæfi ber skylda til að til­kynna það

Í verk­lagi Icelandair til að takast á við til­kynnt ein­elti, áreitni og ofbeldi kemur fram að mik­il­vægt sé að starfs­maður sem telur sig hafa orðið fyrir ein­elti, áreitni eða ofbeldi á vinnu­staðnum til­kynni málið eins fljótt og auðið er. Starfs­mönnum sem verða vitni að slíku athæfi beri einnig skylda til að til­kynna það.

Allar kvart­anir um ein­elti og áreitni skulu kann­að­ar, sam­kvæmt verk­lag­inu. „Brugð­ist verður hratt við og af aðgætni og þag­mælsku þar sem slík mál eru við­kvæm. Rætt er við aðila sem eiga hlut að máli og aðra sem kunna að hafa vit­neskju um mál­ið.“

Eftir að kvörtun hefur verið borin fram er ásök­unum rann­sök­uð. Þegar nið­ur­staða liggur fyrir er hún kynnt öllum hlut­að­eig­end­um. Komi í ljós að til­kynn­ing eigi við rök að styðj­ast skuli mannauðs­svið tryggja að gripið verði til aðgerða til að stöðva hegð­un, tryggja að aðstæður á vinnu­stað verði bættar og veita þol­anda við­eig­andi aðstoð.

Aðgerðir geta meðal ann­ars falist í sátta­miðl­un, áminn­ingu, leið­sögn, fræðslu eða til­færslu í starfi. Þegar um alvar­leg atvik er að ræða leiða þau til upp­sagnar ger­anda, að því er fram kemur í verk­lagi Icelanda­ir. Síð­asta skrefið er eft­ir­fylgni en sam­kvæmt flug­fé­lag­inu er nauð­syn­legt að fylgja mál­inu eftir með því að „fylgj­ast með líðan og félags­legri stöðu ger­anda og þol­anda á vinnu­stað, veita ger­anda og/eða þol­anda við­eig­andi stuðn­ing og hjálp og meta og end­ur­skoða árangur inn­grips“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent