Þrjú mál er varða kynferðislega áreitni komið á borð Icelandair

Tæplega sex hundruð konur í flugi skrifuðu undir áskorun þar sem þær höfnuðu kynferðislegri áreitni og mismunun í fyrstu bylgju metoo í desember 2017. Þrjú mál hafa verið tilkynnt til mannauðssviðs Icelandair á síðustu fjórum árum.

Icelandair
Auglýsing

Þrjú mál er varða kyn­ferð­is­lega áreitni hafa verið til­kynnt til mannauðs­sviðs Icelandair á síð­ustu fjórum árum og við úrlausn þeirra var unnið eftir því verk­lagi sem nú er í gildi.

Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Icelandair leggur ríka áherslu á vellíðan starfs­fólks og að byggja upp menn­ingu sem ein­kenn­ist af jafn­rétti og virð­ingu. Hvers kyns ofbeldi, áreitni eða ein­elti er aldrei lið­ið. Komi upp slík mál eru þau tekin fyrir mið­lægt hjá mannauðs­sviði félags­ins. Mannauðs­svið vinnur eftir vel skil­greindu verk­lagi og getur auk þess kallað til utan­að­kom­andi sér­fræð­inga til ráð­gjafar og úrlausnar ef um flókin og/eða alvar­lega atvik er að ræða,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

„Verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­ing­ur.“

Tæp­lega sex hund­ruð konur í flugi skrif­uðu undir áskorun þar sem þær höfn­uðu kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun í fyrstu bylgju metoo í des­em­ber 2017. Í henni sögðu þær að kyn­­ferð­is­of­beldi, áreitni og kyn­bundin mis­­munun ætti sér stað í flug­­­stétt­inni, rétt eins og ann­­ars staðar í sam­­fé­lag­inu. Þó margir jafn­­rétt­is­­sigrar hefðu unn­ist með mik­illi þraut­­seigju og vinnu starfs­­systra þeirra væru miklar leyfar af kynja­mis­­rétti, stétta­­skipt­ingu og hlut­­gerv­ingu flug­­freyja enn til staðar sem óprút­­tnir aðilar not­­færðu sér til að lít­il­­lækka, mis­­nota og áreita konur innan stétt­­ar­inn­­ar.

„Óþarfi er að taka fram að allir karlar ger­­ast ekki sekir um áreitni eða mis­­munun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfs­­ferli sínum og það er alger­­lega óásætt­an­­legt. Við krefj­umst þess að karl­kyns sam­verka­­menn okkar taki ábyrgð; að fyr­ir­tækin og stétt­­ar­­fé­lagið taki af festu á mál­inu og komi sér upp eða skerpi á verk­­ferlum og við­bragðs­á­ætl­­un. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okk­­ur. Við verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­­ing­­ur.

Fyrst og fremst á mis­­rétt­inu að linna. Við krefj­umst þess að fá að vinna vinn­una okkar án áreitni, ofbeldis eða mis­­mun­un­­ar. Við stöndum saman og höfum hátt,“ sagði í áskor­un­inni.

Þær sendu einnig frá sér 28 nafn­lausar sögur þar sem þær lýstu reynslu sinni í starfi. Frá­sagn­irnar sýndu þann raun­veru­leika sem flug­freyjur þurfa að búa við í störfum sínu.

Starfs­mönnum sem verða vitni að slíku athæfi ber skylda til að til­kynna það

Í verk­lagi Icelandair til að takast á við til­kynnt ein­elti, áreitni og ofbeldi kemur fram að mik­il­vægt sé að starfs­maður sem telur sig hafa orðið fyrir ein­elti, áreitni eða ofbeldi á vinnu­staðnum til­kynni málið eins fljótt og auðið er. Starfs­mönnum sem verða vitni að slíku athæfi beri einnig skylda til að til­kynna það.

Allar kvart­anir um ein­elti og áreitni skulu kann­að­ar, sam­kvæmt verk­lag­inu. „Brugð­ist verður hratt við og af aðgætni og þag­mælsku þar sem slík mál eru við­kvæm. Rætt er við aðila sem eiga hlut að máli og aðra sem kunna að hafa vit­neskju um mál­ið.“

Eftir að kvörtun hefur verið borin fram er ásök­unum rann­sök­uð. Þegar nið­ur­staða liggur fyrir er hún kynnt öllum hlut­að­eig­end­um. Komi í ljós að til­kynn­ing eigi við rök að styðj­ast skuli mannauðs­svið tryggja að gripið verði til aðgerða til að stöðva hegð­un, tryggja að aðstæður á vinnu­stað verði bættar og veita þol­anda við­eig­andi aðstoð.

Aðgerðir geta meðal ann­ars falist í sátta­miðl­un, áminn­ingu, leið­sögn, fræðslu eða til­færslu í starfi. Þegar um alvar­leg atvik er að ræða leiða þau til upp­sagnar ger­anda, að því er fram kemur í verk­lagi Icelanda­ir. Síð­asta skrefið er eft­ir­fylgni en sam­kvæmt flug­fé­lag­inu er nauð­syn­legt að fylgja mál­inu eftir með því að „fylgj­ast með líðan og félags­legri stöðu ger­anda og þol­anda á vinnu­stað, veita ger­anda og/eða þol­anda við­eig­andi stuðn­ing og hjálp og meta og end­ur­skoða árangur inn­grips“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent