Þagnarmúrinn heldur áfram að molna - Flugfreyjur segja sögu sína

Flugfreyjur á Íslandi hafa safnað undirskriftum tæplega sex hundruð félagsmanna, þar sem þær hafna kynferðislegri áreitni og mismunun. Hér koma sögur þeirra.

Metoo-flug
Auglýsing

Flugfreyjur á Íslandi hafa nú safnað undirskriftum tæplega sex hundruð félagsmanna, þar sem þær hafna kynferðislegri áreitni og mismunun og skora á karlkyns samverkamenn að taka ábyrgð.  

Í áskorun sem þær sendu frá sér í dag segja þær að kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun eigi sér stað í flugstéttinni, rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Þó margir jafnréttissigrar hafi unnist með mikilli þrautseigju og vinnu starfssystra þeirra séu miklar leyfar af kynjamisrétti, stéttaskiptingu og hlutgervingu flugfreyja enn til staðar sem óprúttnir aðilar notfæra sér til að lítillækka, misnota og áreita konur innan stéttarinnar. 

Þær nota myllumerkið #lending til að vísa í reynslu sína og sögur. 

„Óþarfi er að taka fram að allir karlar gerast ekki sekir um áreitni eða mismunun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfsferli sínum og það er algerlega óásættanlegt. Við krefjumst þess að karlkyns samverkamenn okkar taki ábyrgð; að fyrirtækin og stéttarfélagið taki af festu á málinu og komi sér upp eða skerpi á verkferlum og viðbragðsáætlun. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur.

Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við stöndum saman og höfum hátt.

Þolendur fella karla ekki undir grun með nafnlausum frásögnum.

Gerendur fella aðra karla undir grun með hegðun sinni. 

Þar liggur ábyrgðin,“ segir í áskoruninni. 

Auglýsing

Þær senda einnig frá sér 28 nafnlausar sögur þar sem þær lýsa reynslu sinni í starfi. Sögurnar sýna þann raunveruleika sem flugfreyjur þurfa að búa við í störfum sínu.

Þúsundir kvenna hafa skrifað undir áskoranir

Metoo-byltingin heldur áfram en þúsundir kvenna á Íslandi hafa nú skrifað undir áskorun þess efnis að kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði stöðvuð í eitt skipti fyrir öll.

Hátt í 40 konur úr hinum ýmsu geirum íslensks sam­fé­lags komu fram á #Metoo við­burðum víða um land í gær þar sem lesnar voru frá­sagnir íslenskra kvenna í tengslum við þessa áhrifa­miklu bylt­ingu. Við­burð­irnir fóru fram í Borg­ar­leik­hús­inu, Sam­komu­hús­inu á Akur­eyri og á Seyð­is­firði.

Flugmaðurinn spyr hvort ég eigi börn, ég svaraði neitandi. Þá spyr hann hvort ég eigi kærasta og ég svaraði játandi. Þá segir flugmaðurinn „er kærasti þinn með ónýtt typpi?“ Ég var niðurbrotinn og sár eftir ummæli hans. Ég og maðurinn minn vorum búin að reyna eignast barn í nokkur ár en ekki tekist það. Núna eigum við þrjú dásamleg börn, en ég gleymi aldrei þessum flugmanni og dónaskapnum og niðurlægingunni sem hann beitti mér í vinnunni.

Hægt er að lesa allar 28 sögurnar hér.

Áskorunin í fullri lengd:

„Í skugga valdsins #METOO #höfumhátt
 #lending

Kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun á sér stað í flugstéttinni, rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Þó margir jafnréttissigrar hafa unnist með mikilli þrautseigju og vinnu starfssystra okkar eru miklar leyfar af kynjamisrétti, stéttaskiptingu og hlutgervingu flugfreyja enn til staðar sem óprútttnir aðilar notfæra sér til að lítillækka, misnota og áreita konur innan stéttarinnar. Meðfylgjandi verða nafnlausar frásagnir kvenna sem lýsa reynslu sinni. 

Óþarfi er að taka fram að allir karlar gerast ekki sekir um áreitni eða mismunun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfsferli sínum og það er algerlega óásættanlegt. Við krefjumst þess að karlkyns samverkamenn okkar taki ábyrgð; að fyrirtækin og stéttarfélagið taki af festu á málinu og komi sér upp eða skerpi á verkferlum og viðbragðsáætlun. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur.

Fyrst og fremst á misréttinu að linna.
 Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við stöndum saman og höfum hátt.

Þolendur fella karla ekki undir grun með nafnlausum frásögnum.

Gerendur fella aðra karla undir grun með hegðun sinni.

Þar liggur ábyrgðin.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent