Ísland enn og aftur eftirbátur annarra ríkja í EES

Íslenskt stjórnvöld eiga enn eftir að innleiða reglur frá Evrópusambandinu og segir í frammistöðumati ESA að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að grípa til aðgerða.

esa.jpg
Auglýsing

Ísland stendur sig enn og aftur verst í því að inn­­­leiða EES til­­­skip­­anir sem EFTA ríkin hafa skuld­bundið sig til að inn­­­leiða í lög innan tíma­­marka. Þetta kemur fram í frammi­stöðu­mati frá ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA, sem birt­ist í haust.

Í mat­inu segir að Ísland þurfi að grípa til aðgerða til þess að laga mik­inn inn­leið­ing­ar­halla.

Í frétt Kjarn­ans sem birt­ist í febr­úar á þessu ári segir að eftir að frammi­­staða Íslands í því að inn­­­leiða reglur frá Evr­­ópu hafði batnað stöðugt frá nóv­­em­ber 2013 til nóv­­em­ber 2015 hafi frammi­­staðan versnað í tveimur frammi­­stöð­u­­mötum í röð. Hún stendur nú í stað. 

Auglýsing

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til ESA segir að næsta frammi­stöðu­mat muni birt­ast rétt eftir ára­mót. Jafn­framt sé áhersla ESA ekki á ein­hver sér­stöð mál heldur á mik­il­vægi þess að inn­leiða regl­urnar innan þeirra tíma­marka sem hafa veirð sett.

Nú eru aftur 18 til­­­skip­­anir sem Ísland hefur ekki inn­­­leitt innan tíma­­marka, sem gerir inn­­­leið­ing­­ar­halla upp á 2,2 pró­sent, sami halli og við síð­ustu könn­un. Hin ríkin í EFTA, Liechten­­stein og Nor­eg­­ur, standa sig mun bet­­ur. Inn­­­leið­ing­­ar­halli Nor­egs er 0,2 pró­sent og Liechten­­stein er með 1,2 pró­sent halla.

Upp­­­taka EES gerða er grund­­völlur fyrir aðgengi Íslands og hinna EES ríkj­anna að innri mark­aði Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Það að Ísland standi sig svona illa í inn­­­leið­ingum þýðir að íslenskir rík­­is­­borg­­ar­­ar, og rík­­is­­borg­­arar innan alls EES svæð­is­ins, njóta ekki að fullu kosta innri mark­að­­ar­ins.

Í þar síð­­asta frammi­­stöð­u­mati ESA, frá því um mitt síð­­asta ár, var inn­­­leið­ing­­ar­hall­inn 2 pró­sent. Þá sagði ESA: „Þegar EES-­­­­ríki inn­­­­­­­leiðir ekki til­­­­­­­skipun innri mark­að­­­­ar­ins á réttum tíma fá ein­stak­l­ingar og fyr­ir­tæki ekki notið þeirra rétt­inda sem hún felur í sér. Íslensk fyr­ir­tæki kunna til dæmis að úti­­­­lok­­­­ast frá aðgangi að innri mark­að­inum ef sam­ræmdar tækn­i­­­­legar reglur eru ekki inn­­­­­­­leidd­­­­ar. Því lengur sem inn­­­­­­­leið­ing dregst, því alvar­­­­legri geta afleið­ing­­­­arnar orð­ið.“

ESA hefur ítrekað sagt að Ísland þurfi að standa sig miklu betur til að standa við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart inn­­­­­leið­ingu á lögum og reglum EES samn­ing­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent