Frammistaða Íslands gagnvart EES fer versnandi á ný

Ísland stendur sig enn og aftur verst EES ríkjanna við að innleiða tilskipanir frá Evrópusambandinu. Innleiðingarhallinn hefur aukist milli mælinga.

Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, í hópi leiðtoga EFTA-ríkjanna.
Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, í hópi leiðtoga EFTA-ríkjanna.
Auglýsing

Ísland stendur sig enn og aftur verst í því að inn­leiða EES til­skip­anir sem EFTA ríkin hafa skuld­bundið sig til að inn­leiða í lög innan tíma­marka. Þetta kemur fram í nýju frammi­stöðu­mati frá ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA. 

Þetta er iðu­lega kallað inn­leið­ing­ar­halli á íslensku. Eftir að frammi­staða Íslands í því að inn­leiða reglur frá Evr­ópu hafði batnað fram stöðugt frá nóv­em­ber 2013 til nóv­em­ber 2015 hefur frammi­staðan nú versnað í tveimur frammi­stöðu­mötum í röð. Nú eru 18 til­skip­anir sem Ísland hefur ekki inn­leitt innan tíma­marka, sem gerir inn­leið­ing­ar­halla upp á 2,2%. Hin ríkin í EFTA, Liechten­stein og Nor­eg­ur, standa sig mun bet­ur. Inn­leið­ing­ar­halli Nor­egs er 0,4% og Liechten­stein er með 0,9% halla. Meðal inn­­­leið­ing­­ar­halli í Evr­­ópu­­sam­­bands­­ríkjum er 0,7 pró­­sent.

Upp­taka EES gerða er grund­völlur fyrir aðgengi Íslands og hinna EES ríkj­anna að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins. Það að Ísland standi sig svona illa í inn­leið­ingum þýðir að íslenskir rík­is­borg­ar­ar, og rík­is­borg­arar innan alls EES svæð­is­ins, njóta ekki að fullu kosta innri mark­að­ar­ins. 

Auglýsing

Af þeim átján til­skip­unum sem Ísland á eftir að inn­leiða tengj­ast átta þeirra vöru­flutn­ing­um. Þrjár hafa með umhverf­is­mál að gera, tvær fjár­mála­þjón­ustu og tvær sam­göngu­mál­um. Ein teng­ist orku­mál­um, ein vinnu­afli og ein heil­brigð­is- og örygg­is­mál­u­m. 

Í síð­asta frammi­stöðu­mati ESA, frá því um mitt síð­asta ár, var inn­leið­ing­ar­hall­inn 2%. Þá sagði ESA: „Þegar EES-­­­ríki inn­­­­­leiðir ekki til­­­­­skipun innri mark­að­­­ar­ins á réttum tíma fá ein­stak­l­ingar og fyr­ir­tæki ekki notið þeirra rétt­inda sem hún felur í sér. Íslensk fyr­ir­tæki kunna til dæmis að úti­­­lok­­­ast frá aðgangi að innri mark­að­inum ef sam­ræmdar tækn­i­­­legar reglur eru ekki inn­­­­­leidd­­­ar. Því lengur sem inn­­­­­leið­ing dregst, því alvar­­­legri geta afleið­ing­­­arnar orð­ið.“ 

ESA hefur ítrekað sagt að Ísland þurfi að standa sig miklu betur til að standa við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart inn­­­leið­ingu á lögum og reglum EES samn­ing­ins. 

Síð­asta rík­is­stjórn var með Evr­ópu­stefnu, þar sem meðal ann­ars var lýst yfir að ráð­ast ætti í mikið átak til að bæta inn­leið­ing­ar­hall­ann. Á fyrri hluta árs­ins 2015 átti hall­inn að vera kom­inn undir 1%. Það varð hins vegar aldrei, og lægst fór hall­inn í 1,8% áður en hann tók að aukast á ný. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sóttvarnir þurfa að verða að venjum og „tvinnaðar inn í alla okkar tilveru“
„Í vor vorum við búin að ná góðum árangri, fögnuðum ærlega en gleymdum okkur svo. Við verðum að horfast í augu við það. Við slökuðum of mikið á. Það má ekki gerast aftur,“ segir Runólfur Pálsson forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu LSH.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None