Bjarni segir „slæmt“ að skýrslu um Leiðréttinguna hafi verið skilað seint

Bjarni Benediktsson segir að honum sýnist sem að skil á skýrslu um þjóðhagsleg áhrif Leiðréttingarinnar hafi tekið of langan tíma.

Bjarni
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að honum sýn­ist sem að skil á skýrslu um þjóð­hags­leg áhrif Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, nið­ur­færslu á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum hluta þeirra Íslend­inga sem voru með slík á árunum 2008 og 2009, hafi tekið of langan tíma. „Ég harma það að það skuli hafa tekið þetta lang­an tíma að svara þess­­ari til­­­teknu fyr­ir­­spurn. Mér finnst í sjálfu sér slæmt að það skyldi hafa verið þannig.“ 

Engin ástæða hafi þó verið fyrir rík­is­stjórn­ina að halda frá fólki upp­lýs­ingum um áhrif aðgerð­ar­inn­ar, sem hún væri stolt af. Þetta kemur fram á mbl.­is.

Skilað 19 mán­uðum eftir að beiðni var lögð fram

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að vinnslu við skýrsl­una hafi lokið um miðjan októ­ber 2016, áður en síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar fóru fram. Í jan­úar 2017 var fyrstu efn­is­grein skýrsl­unnar bætt við hana og hún í kjöl­farið birt á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins þann 18. jan­ú­ar, þremur mán­uðum eftir að vinnslu hennar lauk. 

Vinna við skýrsl­una hófst fljót­lega eftir að beiðni um gerð hennar barst fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í októ­ber 2015, fyrir rúmum 15 mán­uðum síð­an. Fyrstu drög að henni voru send til yfir­lestrar um miðjan jan­úar 2016, fyrir ári síð­an. Í byrjun júní 2016 var síðan óskað eftir við­bót­ar­gögnum frá rík­is­skatt­stjóra og ný drög að skýrsl­unni til­búin í sama mán­uði. Vinnslu hennar lauk svo um miðjan októ­ber 2016.

Auglýsing

Leið­rétt­inga­skýrslan sem birt var 18. jan­úar er önnur skýrslan sem ráðu­neytið hefur unnið um Leið­rétt­ing­una, nið­ur­færslu á verð­tryggðum fast­eigna­lánum um 72,2 millj­arða króna. Þann 29. júní 2015 birti Bjarni, þá fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, skýrslu sína um lækkun höf­uð­stóls verð­­­tryggðra hús­næð­is­veð­lána. Hún hafði upp­haf­lega átt að birt­ast í des­em­ber 2014 og verið í „loka­frá­gangi“ frá því í maí 2015. Skýrslan varp­aði skýr­ara ljósi á því hvernig Leið­rétt­ingin skipt­ist á milli þeirra sem hana fengu, en svar­aði ekki öllum þeim spurn­ingum sem fram höfðu verið lagð­ar. 

Það sem vant­aði sér­stak­lega var sam­hengi við alla aðra fram­telj­end­ur. Þ.e. hvernig Leið­rétt­ingin dreifð­ist þegar allir Íslend­ingar eru skoð­aðir sam­an, ekki bara þeir sem voru þiggj­endur henn­ar. Þá vant­aði líka að sjá hvernig hún skipt­ist á milli allra eftir hreinum eign­um. Beiðni um nýja skýrslu sem skýrði þetta var lögð fram á Alþingi í júní 2015, fyrir 19 mán­uð­um. Hún var sam­þykkt í októ­ber sama ár, fyrir tæpum 15 mán­uðum síð­an. Skýrslan var svo birt 18. jan­úar 2017.

Stoltur af Leið­rétt­ing­unni

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa gagn­rýnt Bjarna fyrir að hafa ekki birt skýrsl­una fyrir kosn­ing­ar. Bjarni hafnar þeirri gagn­rýni í sam­tali við mbl.is og segir enga ástæðu vera fyrir rík­is­stjórn­ina að upp­lýs­ingum um áhrif Leið­rétt­ing­ar­innar frá almenn­ingi. Þvert á móti sé rík­is­stjórnin stolt af fram­kvæmd­inni. „Að reyna að halda því fram, að rík­­is­­stjórn­­in hafi ekki viljað ræða leið­rétt­ing­una, sem var eitt stærsta lof­orð síð­ustu rík­­is­­stjórn­­ar og um leið eitt af því sem hún var stolt af, það er ein­hver und­­ar­­leg sög­u­­skýr­ing,“ segir Bjarni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None