Formaður Eflingar hafi reynt að hylma yfir vanlíðan starfsmanna

Stjórnarmaður í Eflingu segir í yfirlýsingu að Sólveig Anna Jónsdóttir hafi haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórn stéttarfélagsins og að tilraun hafi verið gerð til að beita hann persónulegri kúgun er hann gekk eftir því að fá þessar upplýsingar.

Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu.
Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu.
Auglýsing

Guð­mundur Bald­urs­son, stjórn­ar­maður í Efl­ingu, segir að Sól­veig Anna Jóns­dóttir frá­far­andi for­maður Efl­ingar hafi „haldið lykil­upp­lýs­ingum leyndum frá stjórn­inni til að hylma yfir van­líðan starfs­fólks á skrif­stofu Efl­ing­ar“ með því að neita að kynna fyrir stjórn­inni starfs­loka­samn­ing við fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóra Efl­ingar í upp­hafi þessa árs.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Guð­mundi, sem send var á fjöl­miðla eftir hádegi í dag, en veru­legar vær­ingar eru nú innan stétt­ar­fé­lags­ins. Bæði for­mað­ur­inn og fram­kvæmda­stjór­inn Viðar Þor­steins­son hafa boðað að þau séu á útleið.

Í yfir­lýs­ingu Guð­mund­ar, sem bauð sig fram ásamt Sól­veigu Önnu á B-lista til stjórnar Efl­ingar árið 2018, segir að stjórn Efl­ingar hafi verið neitað um kynn­ingu á ályktun trún­að­ar­manna Efl­ingar um stjórn­un­ar­vanda frá því í júní, en frá hinu sama sagði hann í við­tali við RÚV síð­asta föstu­dag.

„Þegar ég gekk á eftir álykt­un­inni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð til­raun til að beita mig per­sónu­legri kúgun á grund­velli þess að for­mað­ur­inn hefði aðstoðað mína nánust­u,“ segir Guð­mundur og bætir við að hann hafi lagt til að utan­að­kom­andi ráð­gjafi yrði feng­inn til að fara í gegnum starf­semi félags­ins og leita lausna.

Því segir hann að hafi verið alfarið hafnað og að þess í stað hafi verið boðið upp á „hvít­þvott mannauðs­stjóra“ á stjórn­ar­fundi um miðjan júlí. Guð­mundur segir að eng­inn í stjórn­inni hafi veitt sér stuðn­ing í mál­inu, en fram hefur komið í fjöl­miðlum í dag að meiri­hluti stjórnar styðji Sól­veigu Önnu.

Auglýsing

Guð­mundur segir að enga hjálp í mál­inu hafi heldur verið að fá „hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskor­aðan rétt á öllum lykil­upp­lýs­ingum um starf­semi Efl­ing­ar.“

Í yfir­lýs­ingu Guð­mundar segir að Sól­veig Anna hafi hvorki brugð­ist við áskorun starfs­manna Efl­ingar um betrumbæt­ur, né geng­ist við ábyrgð sinni sem for­mað­ur. Þvert á móti hafi hún skellt skuld­inni á hann sjálfan og starfs­fólk Efl­ing­ar.

„Botn­inum náði hún svo þegar hún krafð­ist þess að starfs­menn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfs­manna­fundi síð­ast­lið­inn föstu­dags­morg­un. Í kjöl­farið sló hún í síð­asta sinn á sátt­ar­hönd starfs­mann­anna,“ segir í yfir­lýs­ingu Guð­mund­ar.

Eins og Kjarn­inn sagði frá fyrr í dag var sam­þykkt ályktun á starfs­manna­fundi Efl­ingar síð­asta föstu­dag, þar sem því var lýst yfir af hálfu starfs­manna að þeir teldu að ástæða hefði verið fyrir upp­haf­legri ályktun trún­að­ar­manna hjá Efl­ingu frá því í sum­ar. Sú ályktun hefur reyndar ekki litið dags­ins ljós.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent