„Mikil er ábyrgð kvenna sem þurfa bara að vera duglegri að láta ekki nauðga sér“

Varaþingmaður Vinstri grænna segir að Íslendingar þurfi femíníska byltingu. „Við þurfum að grípa til róttækra umfangsmikilla aðgerða á öllum sviðum.“

Daníel E. Arnarsson
Daníel E. Arnarsson
Auglýsing

Dan­íel E. Arn­ars­son vara­þing­maður Vinstri grænna sagði undir liðnum störf þings­ins í dag að allt of oft væri aðeins talað um femín­isma þegar hópur kvenna neydd­ist til að koma fram með sögur af grófu kyn­bundnu ofbeldi eða áreiti til að vekja sam­fé­lagið upp og þar með fá þing­menn til að grípa bolt­ann og bregð­ast við.

„Konur þurfa nefni­lega bara að vera dug­legri að vera þæg­ar, eru jafn­vel látnar svara fyrir ummæli sem við karl­arnir höfum látið falla og okkur í feðra­veld­is­sam­fé­lag­inu finnst óþægi­legt að hlusta á og heyra. Við viljum taka undir af umburð­ar­lyndi en svo í kjöl­farið ger­ist harla fátt.

Hversu margar metoo-­bylgjur þurfum við til þess að átta okkur raun­veru­lega á alvar­leika máls­ins, átta okkur raun­veru­lega á öllu ofbeld­inu og hve djúpt það hefur komið sér fyrir í kimum sam­fé­lags­ins? Þá er ég ekki ein­ungis tala um beint lík­am­legt eða kyn­bundið ofbeldi heldur einnig kerf­is­lægt ofbeldi, að við áttum okkur á því að grunn­þjón­usta til kvenna er skert, því að konur þurfa bara að vera dug­legri að vera ekki móð­ur­sjúkar, já eða ekki feit­ar. Já, þær þurfa að vera dug­legri að vera bara nákvæm­lega eins og sam­fé­lagið vill,“ sagði vara­þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Er verið að gera nóg?

Dan­íel sagði þó að færa mætti rök fyrir því að margt hefði verið gert á síð­ustu miss­erum, að góð mál hefðu verið lögð fram á þingi, bæði af stjórn og stjórn­ar­and­stöðu, og ýmis­legt fleira væri í vinnslu.

„En er það nóg? Enn þann dag í dag er konum kennt um kyn­ferð­is­of­beldi vegna klæða­burð­ar, atferlis síns eða hegð­un­ar. Við erum enn á þeim stað, þrátt fyrir allt sem hefur verið gert, að við búum við kyn­bund­inn launa­mun, kyn­bundið ofbeldi, kerf­is­lægt ofbeldi gegn konum og að konum sé nauðgað í hverri viku. Mikil er ábyrgð kvenna sem þurfa bara að vera dug­legri að láta ekki nauðga sér. Þessu þarf að breyta.

Við þurfum femíníska bylt­ingu. Við þurfum að grípa til rót­tækra umfangs­mik­illa aðgerða á öllum svið­um. Við þurfum fleiri femíníska flokka á Alþingi, breytum öllum þeim lög­um, stofn­un­um, aðgerða­á­ætl­un­um, verk­ferlum og fræðslu­á­ætl­unum sem þarf að breyta til að við getum í alvöru talað um sam­fé­lag fyrir fólk af öllum kynj­um. Áfram, stelp­ur,“ sagði hann að lokum og upp­skar í fram­hald­inu fögnuð þing­manna í saln­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent