Vilja að ráðherrann geri hreint fyrir sínum dyrum

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna óskuðu eftir því á þingi í dag við forseta Alþingis að fá að ræða rasísk ummæli Sigurðar Inga en forseti stóð keikur og hélt fyrirfram gefinni dagskrá.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Fjöl­margir þing­menn úr öllum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum nema Mið­flokki ósk­uðu eftir því á þing­fundi í dag að Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra kæmi fyrir þing­ið, gerði grein fyrir máli sínu er varðar rasísk ummæli um Vig­dísi Häsler fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna og í kjöl­farið gæf­ist þing­mönnum kostur á að eiga orða­stað við ráð­herr­ann.

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata reið á vaðið undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta rúm­lega klukkan tvö í dag og sagði að inn­við­a­ráð­herra hefði orðið upp­vís að hegðun sem væri ólíð­andi fyrir ráð­herra í rík­is­stjórn og for­mann stjórn­ar­flokks. „Hann hefur farið undan í flæm­ingi frá fjöl­miðlum og neitar að svara því með hvaða hætti hann hyggst axla ábyrgð og bæta fyrir brot sitt öðru­vísi en með aumri afsök­un­ar­beiðni á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Hún sagði að það gengi ekki að Alþingi héldi áfram eins og ekk­ert hefði í skorist, enda starf­aði rík­is­stjórnin í umboði meiri­hluta þings­ins. Fór hún því fram á að ráð­herr­ann kæmi fyrir þingið og gerði hreint fyrir sínum dyrum gagn­vart þing­inu og almenn­ingi áður en lengra væri hald­ið.

Auglýsing

Birgir Ármanns­son for­seti Alþingis benti í fram­hald­inu á að hann hefði átt fundi með þing­flokks­for­mönnum um fyr­ir­komu­lag umræð­unnar í dag – og dag­skrá dags­ins í dag og dags­ins á morg­un. „Þessi ósk kom ekki fram þannig að for­seti hefur í hyggju að halda áfram dag­skránni eins og hún var áætluð og þing­flokks­for­menn voru upp­lýstir um og tóku þátt í að móta,“ sagði Birg­ir. Margir þing­menn reyndu að sann­færa for­seta að setja málið á dag­skrá í fram­hald­inu en honum var ekki hagg­að.

Birgir Ármannsson Mynd: Bára Huld Beck

Óþægi­leg umræða „en hún verður að eiga sér stað“

­Þing­menn nýttu einnig tæki­færið undir liðnum störf þings­ins fyrr í dag til að gagn­rýna ráð­herrann, orð­ræðu hans og afsök­un­ar­beiðni.

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar sagði að von­andi væru allir sam­mála um að þegar ráð­herra í rík­is­stjórn við­hefði rasísk ummæli þá kall­aði það á djúpa og yfir­veg­aða umræðu, bæði um þau orð sem féllu, afsök­un­ar­beiðn­ina sjálfa og aðdrag­anda hennar því aðeins þannig gæti Alþingi og rík­is­stjórn sent skýr skila­boð til þús­unda Íslend­inga og ann­arra sem eiga að búa við þau sjálf­sögðu mann­rétt­indi að húð­litur þeirra skipti ekki máli.

Sigmar Guðmundsson Mynd: Skjáskot

Rifj­aði hann upp orð Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í þing­inu í gær þar sem hún sagði að við yrðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsök­unar á orðum sínum og gjörð­um.

„Ég er hjart­an­lega sam­mála því. Það var því gott og jákvætt að for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins baðst afsök­unar í gær þótt vissu­lega hafi liðið fjórir dagar og póli­tískur aðstoð­ar­maður hans hafi full­yrt í milli­tíð­inni að umrædd ummæli hefðu aldrei fall­ið. Því miður var afsök­un­ar­beiðni for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra ekki nema nokk­urra klukku­stunda gömul þegar aðstoð­ar­mað­ur­inn svar­aði fjöl­miðlum aftur með þeim orðum að hún hefði í fyrra svari sínu bara lýst því sem hún heyrði og sá þetta kvöld sem var það að ráð­herra hefði ekki vísað til lits heldur ein­göngu til þess að þol­and­inn væri Sjálf­stæð­is­mað­ur.

Málið væri því, og þetta er orð­rétt til­vitn­un: Algjört bull. Við þetta verðum við að staldra. Við erum í þeirri dap­ur­legu stöðu að ráð­herra baðst afsök­unar á meið­andi ummælum sem póli­tískur aðstoð­ar­maður hans og ráð­gjafi, sem seg­ist hafa séð og heyrt atburða­rás­ina, full­yrðir ítrekað að hafi aldrei fall­ið. Ef fara á fram hrein­skiptin umræða um hvað gerð­ist og hvernig bregð­ast skuli við verðum við að fá skýr­ingar á þessu mis­ræmi. Hvað var sagt og á hverju var nákvæm­lega beðist afsök­un­ar? Eiga þolendur svona ummæla og þús­undir Íslend­inga sem eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti vegna upp­runa síns ekki kröfu til þess að skila­boðin úr Stjórn­ar­ráð­inu, frá ráð­herra og öðrum sem tala í hans umboði, séu skýr og að eng­inn vafi leiki á að fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna sé trú­að, að orð þol­anda, ger­anda og vitna stang­ist ekki á? Þetta er óþægi­leg umræða en hún verður að eiga sér stað,“ sagði hann.

Siða­reglur ráð­herra og þing­manna brotnar

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði undir sama lið að íslenskt sam­fé­lag þyrfti að átta sig á því „að ras­ismi er ekki eitt­hvað sem stundað er í útlöndum heldur dag­legt og frekar hvers­dags­legt hlut­skipti fólks hér á landi sem ein­hverjum gæti fund­ist líta út fyrir að geta ekki rakið ættir sínar aftur til mið­alda í Íslend­inga­bók“.

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Ras­ismi getur birst á til­tölu­lega mein­lausan en afar þreyt­andi hátt, til dæmis með því að ein­stak­lingur er ávarp­aður á ensku í verslun eða á vinnu­stað. Það getur birst sem áreiti beint og óbeint: „Má ég snerta á þér hárið? Hvaðan ertu? Úr Breið­holt­inu? Nei, ég meina, hvaðan ert­u?“ og þannig mætti áfram telja. Svo eru þessi ömur­legu rasísku komment sem lesa má í kommenta­kerf­unum á miðl­unum og beinar per­sónu­legar árásir og við­bjóðs­legar dylgjur um nafn­greinda ein­stak­linga.“

Þór­unn sagði að sjald­an, sem betur fer, afhjúp­uðu æðstu ráða­menn þjóð­ar­innar sig með þeim hætti sem inn­við­a­ráð­herra gerði á bún­að­ar­þingi gagn­vart fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna.

„Þar voru siða­reglur ráð­herra og þing­manna brotn­ar, allar vel­sæm­is­reglur og lík­lega lög. Ráð­herrann, eins og við öll sem hér störf­um, er fyr­ir­mynd og það eru meiri kröfur gerðar til okkar en almennra borg­ara í þessu landi vegna þess að við erum kjörnir full­trú­ar.

Það var líka ömur­legt, for­seti, að hlýða á for­sæt­is­ráð­herra í gær úr þessum stól, ráð­herra jafn­rétt­is­mála og mann­rétt­inda, ekki bregð­ast við með afger­andi hætti og for­dæma fram­komu ráð­herra síns í rík­is­stjórn­inni. Þannig hefði hún getað lagt sitt lóð á vog­ar­skál­arnar gegn ras­isma á Íslandi. Ræt­urnar eru djúp­ar. Mein­semdin er mikil og við verðum að horfast í augu við hana,“ sagði hún.

„Er ekki bara best að segja af sér?“

Dag­björt Hákon­ar­dóttir vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar ræddi málið einnig á þingi í dag. „Hvers­dags­legur ras­ismi og kven­fyr­ir­litn­ing lifir enn sem komið er góðu lífi innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði hún og bætti því við að ef marka mætti orð for­sæt­is­ráð­herra þyrftu við að sætta okkur við að ummæli inn­við­a­ráð­herra hefðu hvorki verið rædd á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­innar í morgun né innan Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs sér­stak­lega.

Dagbjört Hákonardóttir Mynd: Aðsend

„Ég neita fyrir mitt leyti að sætta mig við að hvers­dags­legur ras­ismi og kven­fyr­ir­litn­ing sé gott sem sam­þykkt í rík­is­stjórn íslensku íhalds­flokk­anna. Eigum við virki­lega að trúa því að það séu mann­leg mis­tök að for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi ekki ávarpað fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­taka Íslands, Vig­dísi Ósk Häsler Sveins­dótt­ur, með nafni eins og henni er sæm­andi heldur hafi hann kos­ið, ég end­ur­tek hann valdi, að smætta hana niður á grund­velli kyns og kyn­þátt­ar? Sam­flokks­fólki hæstv. inn­við­a­ráð­herra hefur verið falið það vafa­sama hlut­verk að biðj­ast afsök­unar á fram­ferði hans og þau ýja bein­línis að því að svona ger­ist bara,“ sagði hún.

Dag­björt sagði enn­fremur að „svona orð­færi“ væri kannski dag­legt brauð í Fram­sókn­ar­flokknum en svo væri sann­ar­lega ekki í öllum stjórn­mála­flokk­um.

„Ég ætla að nota tæki­færið og minna á að það er ekki nóg að biðj­ast afsök­un­ar. Hugur verður að fylgja máli. Hæst­virtur inn­við­a­ráð­herra heldur kannski að hann hafi beðist afsök­unar og það sem verra er, ráð­herrar í íhalds­rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur virð­ast halda það líka. Inni­halds­laust hjal ráð­herra um eigið ágæti, trú á jafn­rétti, við­kvæmar til­finn­ingar ann­arra og að mann­leg mis­tök sem þessi séu jafn nátt­úru­legur hluti af líf­inu og upp­risa sólar að morgni er ekki afsök­un­ar­beiðni og nú neitar inn­við­a­ráð­herra að tjá sig við fjöl­miðla.

Maður sem væri hryggur yfir fram­komu sinni myndi nota slíkt tæki­færi til að koma afstöðu sinni á hreint. Inn­við­a­ráð­herra virð­ist bara vera leiður yfir því að hafa verið stað­inn að verki. Er ekki bara best að segja af sér?“ spurði hún að lok­um.

Ráð­herr­ann blindur á eigin for­rétt­indi

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata var síð­asti ræðu­maður undir liðnum störf þings­ins en hann sagði að und­an­farin ár hefði orðið hávær vit­und­ar­vakn­ing um kyn­þátta­for­dóma þar sem hvítt fólk í for­rétt­inda­stöðu hefði verið hvatt til að hlusta, með­taka, læra og gera bet­ur.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

„Það virð­ist vera að minn­is­blaðið hafi ekki borist öllum í Stjórn­ar­ráð­inu ef marka má ummæli inn­við­a­ráð­herra, rasísk ummæli á nýaf­stöðnu bún­að­ar­þingi. For­sæt­is­ráð­herra hefur í fram­hald­inu ekki aðeins lýst því yfir að hún taki afsök­un­ar­beiðni ráð­herr­ans gilda heldur hefur hún lagt til að þjóðin geri það öll, fylgi hennar for­dæmi og faðmi ráð­herr­ann eftir þennan asna­skap.“

Hann sagði að tvennt væri veru­lega athuga­vert við það. „Í fyrsta lagi er for­sæt­is­ráð­herra hvít valda­kona, hún er í gríð­ar­legri for­rétt­inda­stöðu og hvernig á hún að segja fólki sem þarf að þola for­dóma og ras­isma á hverjum ein­asta degi að það sé bara allt í lagi að dusta þetta af sér, fyr­ir­gefa ráð­herr­anum og halda áfram? Ættu afleið­ing­arnar ekki að vera dýpri þegar ráð­herra flaskar á grund­vall­ar­at­riði eins og að vera ekki ras­isti?

Í öðru lagi þjóna ráð­herrar alltaf sem full­trúar Íslands erlend­is. Jafn­vel þótt þjóðin öll fyr­ir­gæfi inn­við­a­ráð­herra þá getum við ekki litið fram hjá pín­legri fáfræð­inni sem þau afhjúpa á heims­vísu. Þau sýna svart á hvítu hversu blindur ráð­herr­ann er á eigin for­rétt­indi og veru­leika fólks sem þarf að þola for­dóma og jað­ar­setn­ingu. Það ætti að vera öllum ljóst að mað­ur­inn er ekki starfi sínu vax­inn því að svona fáfræði verður ekki bara leið­rétt með afsök­un­ar­beiðni, sama hversu ein­læg hún kann að sýn­ast. Stjórn­ar­liðar þurfa að sjá sóma sinn í að við­ur­kenna upp­lifun þeirra sem verða fyrir for­dómum í íslensku sam­fé­lagi og sýna með skýrum hætti að rasískur hugs­un­ar­háttur sé ekki lið­inn í rík­is­stjórn Íslands.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent