„Mun hæstvirtur forsætisráðherra fara fram á að innviðaráðherra segi af sér?“

Þingmaður Pírata sagði ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar um framkvæmdastjóra BÍ vera rasísk, niðrandi, særandi og áreitni. Hún spurði forsætisráðherra hvort hún myndi fara fram á afsögn. Forsætisráðherra sagði innviðaráðherra hafa beðist afsökunar.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að því í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag hvort hún myndi fara fram á að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, segði af sér ráð­herra­emb­ætt­i. 

Til­efnið voru fréttir sem sagðar voru um helg­ina um ummæli Sig­urðar um Vig­­dísi Häsler, fram­­kvæmda­­stjóri Bænda­­sam­­taka Íslands, en þar var hann sagður hafa vísað til Vig­dísar sem „hinnar svörtu“ í sam­kvæmi á fimmtu­dags­kvöld. 

„Um­mælin sem um ræðir voru rasísk, þau voru niðr­andi og þau voru sær­and­i,“ sagði Hall­dóra og sagði þau telj­ast áreitni í skiln­ingi laga um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og þjóð­ern­is­upp­runa. Því féllu þau undir bann við mis­munun sam­kvæmt lög­um. Hún vildi í því ljósi spyrja Katrínu hvernig hún teldi að rík­is­stjórnin ætti að axla ábyrgð á ummælum inn­við­a­ráð­herra. „Mun hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra. og ráð­herra jafn­rétt­is­mála, fara fram á að inn­við­a­ráð­herra segi af sér?“

Sig­urður Ingi birti stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag þar sem hann baðst afsök­unar á ummæl­un­um. Katrín vitn­aði til þess í svari sínu og sagði afsök­un­ar­beiðn­ina end­ur­spegla þá afstöðu Sig­urðar Inga að ummælin hefðu verið röng og að þau hefðu ekki átt að falla, enda óásætt­an­leg með öllu. „Við gerum þá kröfu í íslensku sam­fé­lagi að öllum sé sýnd virð­ing í hví­vetna og að á ráð­herrum í rík­is­stjórn hvíli rík­ari krafa og að undir henni eigum við ráð­herrar að standa. Þegar mönnum verður á og þeir gera mis­tök skiptir hins vegar máli að þeir stigi fram og biðj­ist afsök­unar með skýrum hætti sem inn­við­a­ráð­herra hefur gert og það skiptir máli.“

„Það er hennar að draga lín­una í sand­inn“

Hall­dóra kom aftur í pontu og sagði Katrínu auð­vitað ekki bera ábyrgð á orðum eða gjörðum ann­arra ráð­herra innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „En sem leið­togi rík­is­stjórn­ar­innar ber hún ábyrgð á því að vera leið­andi í þeim sam­fé­lags­breyt­ingum sem hún sjálf boð­ar. Það er hennar að draga lín­una í sand­inn. Ef hún ætlar að verða kyndil­beri jafn­réttis út á við hlýtur hún að þurfa að bregð­ast við á ein­hvern hátt þegar ráð­herra í hennar eigin rík­is­stjórn verður upp­vís að fram­komu sem brýtur í bága við allt sem hún seg­ist standa fyr­ir. Að minnsta kosti þegar það hentar henn­i.“

Auglýsing
Halldóra spurði því Katrínu um hversu alvara henni væri með að upp­ræta mis­mun­um? „Þegar í harð­bakk­ann slær, hvar stendur hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra? Er nóg að biðj­ast bara afsök­unar á lög­broti? Eru það skila­boðin inn í fram­tíð­ina? Að ef að ráð­herra brýtur lög, eða sýnir hegðun sem er á skjön við skila­boð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er á skjön við þá hegðun sem rík­is­stjórnin fer fram á að borg­arar lands­ins sýni, er þá nóg að segja bara; afsak­ið, þetta voru mis­tök.“

Katrín sagð­ist standa nákvæm­lega þar sem hún hefði staðið hingað til og stæði þar áfram. „Það liggur algjör­lega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásætt­an­leg og ég rengi ekki orð fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna í þeim mefn­um. En við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsök­un­ar, eins og hæst­virtur inn­við­a­ráð­herra hefur gert með mjög skýrum hætt­i.“

Baðst afsök­unar á óvið­ur­kvæmi­legum orðum

Í stöð­u­­upp­­­færsl­unni sem Sig­­urður Ingi birti í dag sagði að hann væri alinn upp við það og það væri hans lífs­­skoðun að allir væru jafn­­­ir. „Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðr­­um. Það þykir mér mið­­ur. Í kvöld­verð­­ar­­boði  Fram­­sóknar fyrir full­­trúa á Bún­­að­­ar­­þingi síð­­ast­liðið fimmt­u­­dags­­kvöld, lét ég óvið­­ur­­kvæmi­­leg orð falla í garð fram­­kvæmda­­stjóra Bænda­­sam­tak­anna. Á þeim orðum biðst ég inn­i­­legrar afsök­un­­ar. Í líf­inu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lær­­dómur bitni á til­­f­inn­ingum ann­­arra.“

Áður hafði Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, aðstoð­­­ar­­­maður Sig­­­urðar Inga, vís­að því á bug í sam­tali við DV að ráð­herra hefði notað það orða­lag sem hann hefur nú beðist afsök­unar á. Hann hefði þess í stað sagt að hann vildi ekki halda halda á Sjálf­­­stæð­is­­­manni eftir að sú hug­­­mynd kom upp að hann og fleiri héldu á Vig­­­dísi í eins­­­konar „planka“ fyrir mynda­­­töku.

Vig­­dís birti stöð­u­­upp­­­færslu fyrr í dag þar sem hún sagði að „afar sær­andi ummæli“ hefðu verið látin falla og að hún hefði heyrt þau, sem og fleira starfs­­­fólk Bænda­­­sam­tak­anna. Hún sagði að hún hefði aldrei talið að hún þyrfti að setj­­­ast niður og skrifa yfir­­lýs­ingu af þessu tagi. „Að­stoð­ar­maður ráð­herr­ans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þess­ari mynda­töku sýna það án alls vafa. Það er sær­andi þegar reynt er að gera lítið úr upp­lifun minni og þegar bein­línis rangar skýr­ingar eru not­aðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­dómar eru gríð­ar­legt sam­fé­lags­mein og grass­era á öllum stigum sam­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­linga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent