Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ óttast að Borgarlínan færi glæpi út í úthverfin

Oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ vísar til Reykjavíkur sem höfuðborgar „sem ræður ekki við glæpi og vill kerfi sem dreifir þeim betur um höfuðborgarsvæðið“ – og á þar við hina fyrirhuguðu Borgarlínu.

Kannski munu glæpamenn nýta sér Borgarlínuna. Eða bara halda áfram að nota einkabílinn.
Kannski munu glæpamenn nýta sér Borgarlínuna. Eða bara halda áfram að nota einkabílinn.
Auglýsing

Sveinn Óskar Sig­urðs­son, bæj­ar­full­trúi og odd­viti Mið­flokks­ins í Mos­fellsbæ og full­trúi bæj­ar­ins í svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, segir að „hættan með til­komu Borg­ar­línu“ sé „að glæpir eiga auð­veld­ara með að dreifast út í úthverf­in, meng­un­in, hávað­inn og annar óár­an.“

Þessi ummæli lét Sveinn Óskar falla í færslu í opnum umræðu­hóp um Borg­ar­línu á Face­book fyrr í dag, í sam­hengi við frétt af vef Vísis um ítrekuð slags­mál og hópslags­mál í mið­borg Reykja­vík­ur.

Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Í sömu færslu sagði bæj­ar­full­trú­inn að ein­hæft rek­star­fyr­ir­komu­lag í mið­borg­inni, „þétt­ing byggð­ar“ og „flótti úr flóru versl­un­ar“ hefði „gert fjöl­breytni mann­lífs og öryggi á svæð­inu að eng­u“.

„Sú stefna sem rekin er í Reykja­vík­ur­borg er að gera höf­uð­borg Íslands að allt öðru en Íslend­ingar vilja, þ.e. frið­sama og frjósama borg í sátt við fólk, við­skipta­að­ila, menn­ingu og umhverfi. Það að flytja inn óeirða­menn­ingu að utan, sóða­skap og þétt­leika er hrein­lega ekki að falla vel að Reykja­vík. Inn­viðir eru hættir að ráða við þetta fyr­ir­komu­lag,“ skrif­aði bæj­ar­full­trú­inn.

Vís­aði í rann­sókn frá Cleveland í Banda­ríkj­unum

Í færslu sinni vísar bæj­ar­full­trú­inn einnig til Reykja­víkur sem höf­uð­borgar „sem ræður ekki við glæpi og vill kerfi sem dreifir þeim betur um höf­uð­borg­ar­svæð­ið“.

Varð­andi meinta teng­ingu glæpa og Borg­ar­línu, sem kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjón­ir, vísar Sveinn Óskar í færslu sinni til greinar sem birt var í banda­ríska fræða­tíma­rit­inu Journal of Economics and Polit­ics árið 2015, en um er að ræða útgáfu fag­fé­lags hag- og stjórn­mála­fræð­inga í Ohi­o-­ríki.

Auglýsing

Rann­sóknin sem vísað er til er verð­launa­rit­gerð eftir hag­fræði­nema við Háskól­ann í Akron, sem gerði rann­sókn á áhrifum lagn­ingar nýrrar strætó­leiðar út í úthverfi í borg­inni Cleveland árið 2008 á mælda glæpa­tíðni.

Nið­ur­stöð­urnar gáfu til kynna að glæpa­tíðni á svæðum í kringum nýju strætó­leið­ina hefði auk­ist um 1,4 pró­sent í kjöl­far þess að vagn­arnir byrj­uðu að ganga.

Í úrdrætti grein­ar­innar segir að almenn­ings­sam­göngur geti „gefið glæpa­mönnum auð­veld­ari aðgang að mögu­legum skot­mörkum og minnkað lík­urnar á því að þeir náist“.

Þess er þó einnig getið að almenn­ings­sam­göngur geti „gefið tekju­lægri ein­stak­lingum betra aðgengi að áreið­an­legum sam­göng­um, sem minnkar lík­urnar á því að þeir ein­stak­ling­arnir taki þátt í glæp­a­starf­sem­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent