Utanríkisráðuneytið hefur ekki framkvæmt sjálfstæða rannsókn vegna Moshensky

Utanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa ítrekað óskað eftir gögnum og upplýsingum sem ESB kynni að búa yfir og rökstyddu hvers vegna kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi ætti mögulega að vera á refsilista. Engin gögn hafi hins vegar borist.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur ekki fram­kvæmt sjálf­stæða rann­sókn vegna umfjöll­unar fjöl­miðla um náin tengsl Aleksander Mos­hen­­­sky, kjör­ræð­is­manns Íslands í Hvíta-Rúss­landi, við Alex­ander Lukashen­ko, for­seta Hvíta-Rúss­lands. Ráðu­neytið hefur þó ítrekað en án árang­urs óskað sér­stak­lega eftir gögnum og upp­lýs­ingum sem Evr­ópu­sam­bandið kynni að búa yfir og rök­styddu hvers vegna kjör­ræð­is­mað­ur­inn kynni að falla undir skil­yrði þess fyrir beit­ingu við­skipta­þving­ana.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls Jóhanns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar, um tengsl kjör­ræð­is­manns Íslands í Hvíta-Rúss­landi og for­seta Hvíta-Rúss­lands.

Í ítar­­legri umfjöllun Stund­­ar­innar sem birt­ist í síð­asta mán­uði undir yfir­­­skrift­inni „Ólíg­­ar­k­inn okk­­ar“ eru íslensk stjórn­­­völd sögð hafa beitt sér gegn því að Evr­­­ópu­­­sam­­­bandið beitti Aleksander Mos­hen­­­sky, kjör­ræð­is­­­manni Íslands í Hvíta-Rús­s­land­i, við­­­skipta­þving­un­­­um.

Auglýsing

Í skrif­­legu svari utan­­­rík­­is­ráð­herra í umfjöllun Stun­far­innar segir að „það hefur verið mat ráðu­­neyt­is­ins að það sé orðum aukið að kjör­ræð­is­­maður Íslands sé mjög náinn banda­­maður Lúk­asjenkós“. Í fyr­ir­spurn sinni til utan­rík­is­ráð­herra spyr Jóhann Páll á hverju það mat ráð­herra bygg­ist?

Ítrek­aðar til­raunir ráðu­neyt­is­ins til að afla gagna frá ESB

Í svari ráð­herra segir að að þrátt fyrir reglu­legar við­bætur á lista vegna þving­un­ar­að­gerða á ára­bil­inu 2012 til 2022 er Mos­hen­sky ekki í hópi þeirra 183 ein­stak­linga frá Hvíta-Rúss­landi sem sæta við­skipta­þving­unum sam­kvæmt ákvörð­unum og reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins, þrátt fyrir að upp­lýs­ingar hafi borist um að nafn hans hafi komið til skoð­unar á þeim vett­vangi.

Í svar­inu er einnig bent á að önnur ríki sem standa utan sam­bands­ins hafa ekki heldur séð ástæðu til að setja kjör­ræð­is­mann­inn á lista vegna þving­un­ar­að­gerða. „Þá hefur einnig komið fram að ráðu­neytið hafi ítrekað en án árang­urs óskað sér­stak­lega eftir gögnum og upp­lýs­ingum sem Evr­ópu­sam­bandið kynni að búa yfir og rök­styddu hvers vegna kjör­ræð­is­mað­ur­inn kynni að falla undir skil­yrði þess fyrir beit­ingu við­skipta­þving­ana,“ segir í svar­inu, auk þess sem ráð­herra bendir á að Mos­hen­sky hafi sjálfur neitað ásök­unum um náin tengsl við for­set­ann og svarað áburði um slíkt.

Jóhann Páll spurði ráð­herra uk þess að því hvenær ráðu­neytið kann­aði tengsl Mos­hen­sky og Lukashen­ko, hvernig sú athugun fór fram og hvaða gagna var afl­að. Í svari ráð­herra kom fram að utan­rík­is­ráðu­neytið hefur ekki fram­kvæmt sjálf­stæða rann­sókn vegna máls­ins.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt fylgist ráðu­neytið með slíkri umfjöllun og metur hverju sinni hvort ástæða sé til að gera breyt­ingar á trún­að­ar­sam­bandi við þá kjör­ræð­is­menn sem starfa í umboði þess,“ segir í svari ráð­herra, sem bendir á að ráðu­neytið hafi gert ítrek­aðar til­raunir til þess að afla upp­lýs­inga um gögn sem hugs­an­lega lægju til grund­vallar skoð­unar á kjör­ræð­is­mann­in­um. „Var þetta gert um leið og ráðu­neytið varð þess áskynja að slík athugun væri í gangi á vegum Evr­ópu­sam­bands­ins. Í grein­ar­gerð kjör­ræð­is­manns­ins sjálfs, sem hann sendi til Evr­ópu­sam­bands­ins undir árs­lok 2020, leit­ast hann við að sýna fram á að ásak­anir um náin tengsl við Lúk­asjenkó eigi ekki við rök að styðjast,“ segir í svar­inu.

Ísland kæri sig ekki um kjör­ræð­is­mann sem á heima á refsilista

Þór­dís Kol­brún kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis á föstu­dag þar sem sam­skipti íslenskra stjórn­valda við Evr­ópu­sam­bandið í aðdrag­anda birt­ingu lista yfir ein­stak­linga sem beittir voru efna­hags­þving­unum vegna fram­ferðis stjórn­valda í Hvíta-Rúss­landi var meðal ann­ars til umræðu. Ráð­herra full­yrti að íslensk stjórn­völd hefðu ekki beitt sér í þágu Mos­hen­sky.

Hún sagði Ísland ekki kæra sig um að vera með kjör­ræð­is­mann sem ætti heima á refsilista. „Það segir sig sjálft, það sér það hver mað­ur. Það var eðli­legt að vilja vita hvort að hann væri það þótt svo að í þeim sam­skiptum hafi líka verið lýst áhyggjum af því að ef það væri svo þá hefði það áhrif á við­skipta­lega hags­muni Íslands. Það lá alveg fyrir vegna þess að bæði Ísland eins og önnur ríki líka, eða fyr­ir­tæki innan þeirra, hafa átt í við­skiptum við Mos­hen­sky,“ sagði Þór­dís Kol­brún á fund­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent