Spyr utanríkisráðherra um tengsl „ólígarkans okkar“ og Lukashenko

Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hann krefur utanríkisráðherra um svör hvenær ráðuneytið kannaði tengsl kjör­ræð­is­manns Íslands í Hvíta-Rúss­land­i og forseta landsins.

Jóhann Páll Jóhansson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr utanríkisáðherra á hverju mat hennar byggi að það sé „orðum aukið“ að Alexander Mosjenskí, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, sé mjög náinn bandamaður forsetans Alexanders Lúkasjenkós?.
Jóhann Páll Jóhansson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr utanríkisáðherra á hverju mat hennar byggi að það sé „orðum aukið“ að Alexander Mosjenskí, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, sé mjög náinn bandamaður forsetans Alexanders Lúkasjenkós?.
Auglýsing

„Hvenær kann­aði ráðu­neytið tengsl Alex­and­ers Mosjen­skís og Alex­and­ers Lúk­asjenkós, hvernig fór sú athugun fram og hvaða gagna var aflað?“ Að þessu spyr Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í skrif­legri fyr­ir­spurn til Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur utan­rík­isáð­herra.

Í ítar­legri umfjöllun Stund­ar­innar sem birt­ist í síð­ustu viku undir yfir­skrift­inni „Ólíg­ar­k­inn okk­ar“ eru íslensk stjórn­­völd sögð hafa beitt sér gegn því að Evr­­ópu­­sam­­bandið (ESB) beitti Aleksander Mos­hen­­sky, kjör­ræð­is­­manni Íslands í Hvíta-Rús­s­land­i, við­­skipta­þving­un­­um.

Auglýsing

Mos­hen­­sky er einn umsvifa­­mesti við­­skipta­jöfur Hvíta- Rús­s­lands og hefur auk þess verið kjör­ræð­is­­maður Íslands þar í landi frá árinu 2007. Hann er tal­inn mjög hand­­gengur Aleksander Lukashen­ko, for­­seta lands­ins, og hefur hagn­­ast gríð­­ar­­lega í einu mið­­stýrð­asta efna­hags­­kerfi Evr­­ópu, sem byggir mjög á nánu sam­­bandi við ráða­­menn. Veldi hans veltir um 220 millj­­örðum króna á ári. Fyrir vikið er Mos­hen­­sky oft kall­að­­ur­„veski Lukashen­­kos“.

Á meðal þeirra sem Mos­hen­­sky stundar við­­skipti við eru íslensk sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki. Hann kaupir mikið magn sjá­v­­­ar­af­­urða héð­an, sér­­stak­­lega loðnu, síld og mak­ríl, og hags­munir íslenskra útgerða í við­­skiptum við hann hlaupa á millj­­örðum króna. Þau við­­skipti eru meðal ann­­ars við Vinnslu­­stöð­ina í Vest­­manna­eyjum en í Stund­inni segir að náin vin­átta hafi skap­­ast milli Mos­hen­­sky og for­­stjóra Vinnslu­­stöðv­­­ar­inn­­ar, Sig­­ur­­geirs Brynjars Krist­­geir­s­­son­­ar.

Nafn Mos­hen­sky fjar­lægt af refsi­að­gerða­listum að minnsta kosti þrisvar sinnum

Sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar var nafn Mos­hen­sky ítrekað á lista yfir þá sem Evr­­ópu­­sam­­bandið hafi ætlað að setja á lista yfir fólk sem refsi­að­­gerðir nái til, en að það hafi ætið verið fjar­lægt skömmu áður en list­­arnir voru for­m­­lega sam­­þykkt­­ir. Það hafi gerst árið 2012, þegar sam­­bandið ætl­­aði að koma í veg fyrir að auð­­menn sem höfðu hagn­­ast í skjóli Lukashenko fengu að stunda við­­skipti innan þess. Sjö nöfn voru á upp­­haf­­lega list­­anum en tvö sluppu af honum fyrir for­m­­lega sam­­þykkt. Annað þeirra er Alex­ander Mos­hen­­sky.

Eftir for­­seta­­kosn­­ing­­arnar í Hvíta-Rús­s­landi árið 2020, sem fjöldi þjóða, meðal ann­­ars Ísland, neita að við­­ur­­kenna að hafi verið lög­­­mæt­­ar, var aftur tek­inn saman listi innan Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. og aftur var Mos­hen­­sky á honum í upp­­hafi, en ekki þegar end­an­­legur listi var sam­­þykkt­­ur.

Í maí 2021 kastað­ist enn í kekki í sam­­skiptum Lukashenko við umheim­inn þegar far­þega­flug­­vél Ryanair var skipað að lenda í land­inu af her­þotum vegna þess að blaða­­maður sem hafði gagn­rýnt for­­set­ann var um borð. Aftur átti að herða þving­­anir gagn­vart ein­stak­l­ingum sem veittu Lukashenko fjár­­hags­­legan styrk, aftur átti Mos­hen­­sky að vera á honum en aftur slapp hann við það á end­an­­um. Í Stund­inni er haft eftir heim­ild­­ar­­mönnum að þar hafi hags­muna­­gæsla íslenskra stjórn­­­valda fyrir hönd Mos­hen­­sky „vegið þung­t“.

Á hverju byggir mat ráð­herra?

Í skrif­legu svari utan­rík­is­ráð­herra í umfjöllun Stun­far­innar segir að „það hefur verið mat ráðu­neyt­is­ins að það sé orðum aukið að kjör­ræð­is­maður Íslands sé mjög náinn banda­maður Lúk­asjenkós“.

Jóhann Páll spyr sér­stak­lega út í þessi orð ráð­herra í fyr­ir­spurn sinni og á hverju það mat bygg­ist.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent