Setja spurningamerki við að fjarlægja fjall „í heilu lagi úr íslenskri náttúru“

Náttúrufræðistofnun telur að skoða þurfi frá ýmsum hliðum þá staðreynd að fyrirhugað sé að „fjarlægja heilt fjall úr náttúru Íslands og flytja úr landi“. Framkvæmdaaðilinn Eden Mining segir Litla-Sandfell „ósköp lítið“ og minni á „stóran hól“.

Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum. Í því hefur verið starfrækt náma frá árinu 1965 en vinnslan hefur verið lítil undanfarin ár.
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum. Í því hefur verið starfrækt náma frá árinu 1965 en vinnslan hefur verið lítil undanfarin ár.
Auglýsing

„Fyrir utan þau veru­legu óaft­ur­kræfu áhrif sem fram­kvæmdin mun hafa á jarð­minjar með hátt vernd­ar­gildi og lands­lag, vakna upp grund­vall­ar­spurn­ingar um tákn­ræna og sið­ferð­is­lega þýð­ingu þess að áber­andi fjall sé fjar­lægt í heilu lagi úr íslenskri nátt­úru.“

Þetta kemur fram í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands um mats­á­ætlun Eden Mining vegna fyr­ir­hug­aðrar efn­is­töku úr Litla-Sand­felli í Þrengsl­um. Áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins gera ráð fyrir að vinna allt fjall­ið, um 15 millj­ónir rúmmetra, á þrjá­tíu árum. Megin þorri efn­is­ins yrði fluttur út og nýttur til sem­ents­fram­leiðslu í stað flug­ösku sem fer að verða af skornum skammti með áform­uðum lok­unum kola­vera í Þýska­landi og víð­ar.

Auglýsing

Álit Skipu­lags­tofn­unnar á mats­á­ætl­un­inni, sem er eitt skref í umhverf­is­mati fram­kvæmda, liggur fyr­ir. Stofn­unin bendir á mörg atriði sem hún telur nauð­syn­legt að gerð verði ítar­leg grein fyrir í umhverf­is­mats­skýrslu, m.a. áhrif námu­vinnsl­unnar á lands­lag og ásýnd og á ferða­þjón­ustu og úti­vist.

­Fyr­ir­huguð efn­istaka er á mörkum fjar­svæðis og grann­svæðis vatns­vernd­ar. Grunn­vatns­straumur svæð­is­ins liggur til suð­urs þar sem eru vatns­ból íbúa Þor­láks­hafnar og vatns­taka í tengslum við ýmis­konar fyr­ir­tæki, s.s. átöpp­un­ar­verk­smiðja Iceland Glaci­al. Skipu­lags­stofnun segir brýnt að gerð verði grein fyrir því hvaða þættir séu lík­leg­astir til að hafa nei­kvæð áhrif á grunn­vatn og hvaða ráð­staf­anir verði við­hafðar til að koma í veg fyrir mengun þess. Einnig þurfi að gera grein fyrir losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þ.m.t. vegna flutn­inga til meg­in­lands Evr­ópu og meta áhrif fram­kvæmdar á lofts­lag.

Eden Mining ehf. í eigu Krist­ins Ólafs­sonar og Eiríks Ingv­ars Ingv­ars­son­ar. Fyr­ir­tækið starf­rækir einnig námu í Lamba­felli og á Hrauns­andi. Litla-Sand­fell er á jörð­inni Breiða­ból­stað sem er í eigu Kirkju sjö­unda dags aðventista. Söfn­uð­ur­inn á einnig landið þar sem Rauf­ar­hóls­helli er að finna. Eden Mining hefur skrifað undir samn­ing um að selja jarð­efnin úr námunni til Horn­steins ehf. sem tæki við því til vinnslu í verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Sú verk­smiðja mun þurfa að fara í gegnum sjálf­stætt umhverf­is- og skipu­lags­ferli.

Litla-Sandfell er merkt með rauðum punkti fyrir miðju kortsins. Mynd: Úr matsáætlun Eden Mining

Í nálægð við Litla-Sand­fell eru þrjú svæði á nátt­úru­minja­skrá: Eld­borgir við Lamba­fell, Eld­borg undir Meitlum og Rauf­ar­hóls­hell­ir. „Þetta eru allt vin­sæl úti­vist­ar­svæði með mikil tæki­færi til fram­tíðar fyrir ferða­þjón­ust­u,“ segir í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar sem bendir enn­fremur á að Leita­hraun sem umlykur fjallið sé nútíma­hraun sem njóti sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Í umsögn stofn­un­ar­innar er svo fjallað um þá miklu ásókn sem orðin er í efni úr móbergs­mynd­unum hér á landi. Megi þar m.a. nefna nálægar efn­is­námur við Litla-Sand­fell eins og Lamba­fell og Ing­ólfs­fjall „en gíf­ur­lega miklu magni af efni hefur verið mokað úr þeim fjöllum á síð­ustu árum“.

Ekki sé æski­legt að til við­bótar við núver­andi efn­is­tökur hér á landi verði „farið í að moka burt heilu móbergs­fjöll­unum til útflutn­ings. Slík efn­istaka mun valda var­an­legum og óaft­ur­kræfum breyt­ingum á jarð­mynd­unum sem hafa hátt vernd­ar­gildi, ásamt breyt­ingum á lands­lagi. Litla-Sand­fell stendur stakt í nálægð við Þrengsla­veg. Þrátt fyrir að vera fremur lítið er það áber­andi kenni­leiti í lands­lag­inu og mjög aðgengi­legt t.d. göngu­fólki“.

Litla-Sandfell eins og það lítur út í dag (efri mynd) og ásýnd svæðisins þegar það yrði horfið. Mynd: Úr matsáætlun Eden Mining

Í svörum Eden Mining við umsögn­inni, sem birt eru á vef Skipu­lags­stofn­unar, segir að Litla-Sand­fell blasi vissu­lega við veg­far­endum á um fimm kíló­metra kafla á Þrengsla­vegi en það megi deila um hversu áber­andi það sé í íslenskri nátt­úru og „lík­lega geti aðeins „ör­lít­ill hluti lands­manna“ bent á það á korti. Litla-Sand­fell standi undir nafni, „það er ósköp lítið og minnir frekar á stóran hól“.

Nátt­úru­fræði­stofnun telur það áhyggju­efni hvernig efn­istaka á Íslandi sé að þró­ast út í útflutn­ing á hrá­efni í stórum stíl, s.s. hrá­efni fyrir sem­ents­fram­leiðslu. Horfa þurfi heild­stætt á efn­is­töku og efn­is­flutn­inga og sam­legð­ar­á­hrif mis­mun­andi fyr­ir­tækja.

Segja áhrif á nátt­úr­una verða mjög lítil

Í svörum Eden Mining við þessu er minnt á að í ára­tugi hafi verið flutt inn sem­ent, málmar og önnur efni frá öðrum löndum sem hafi stundað námu­gröft og jarð­efna­vinnslu. „Nú er komið að okkur að leggja eitt­hvað að mörkum og mun þetta fram­lag Íslend­inga hjálpa til við að minnka kolefn­islosun í heim­in­um. Við getum ekki ætl­ast til að aðrar þjóðir séu hvað eftir annað að taka á sig höggið og umhverfis­kostn­að­inn sem að neysla okkar veldur og snúa svo við þeim baki þegar kemur að því að leggja eitt­hvað til á mót­i.“

Náman mun að sögn fram­kvæmda­að­ila raska mjög litlum gróðri og hafa lítil áhrif á fugla og annað dýra­líf. „[Á]hrif á nátt­úr­una eru mjög lít­il, aðal­á­hrifin eru hug­lægt verð­mæti okkar mann­fólks sem fel­ast í ásýnd fells­ins.“

Auglýsing

Arnar Þor­valds­son, annar tveggja ein­stak­linga sem skil­aði athuga­semd við áform­in, segir að með þeim yrði nátt­úran skert að óþörfu. For­svars­menn Eden Mining taka ekki undir það og svara: „Fólkið sem mun búa í steyptu hús­unum sem búin eru til úr sem­enti eða fólkið sem keyrir yfir steypta brú er lík­lega ósam­mála því að þessi fram­kvæmd sé að óþörfu.“ Ef Íslend­ingar vilji „bara þiggja en ekki leggja neitt af mörkum og ætlist til að allar námur og efn­is­flutn­ingar fari fram í öðrum löndum á meðan við njótum afrakst­urs­ins þá kall­ast það græn­þvottur og útflutn­ingur á meng­un“.

Krafa Land­verndar kjána­leg

Í umsögn Land­verndar segir m.a. að ein­göngu yrði um fjár­hags­legan ávinn­ing fram­kvæmda­að­ila að ræða en engan sam­fé­lags­legan ávinn­ing „nema síður sé“. Í ljósi þess verði mat á umhverf­is­á­hrifum að vera mjög ítar­legt til að auð­velda leyf­is­veit­anda að taka upp­lýsta ákvörð­un. Því verði Skipu­lags­stofnun að gera mun rík­ari kröfur heldur en settar eru fram í drögum Eden Mining að mats­á­ætl­un.

„Skipu­lags­stofnun er hlut­laus opin­ber stofnun sem fram­fylgir lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda og eiga allir að fá sömu með­ferð,“ segir í svörum for­svars­manna Eden Mining. „Að krefj­ast þess að Skipu­lags­stofnun setji ein­hverjar við­bót­ar­kröfur á íslenskt fyr­ir­tæki af því að það á fjár­hags­legra hags­muna að gæta (allir sem fram­kvæma umhverf­is­mat eiga fjár­hags­legra hags­muna að gæta) er bæði kjána­leg krafa en að sama skapi alvar­leg þar sem allir eru jafnir fyrir lögum og hinu opin­ber­a.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent