Ræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi slapp undan þvingunum – Ísland sagt hafa beitt sér

Einn ríkasti maður Hvíta-Rússlands, og náinn bandamaður forseta landsins, er líka kjörræðismaður Íslands þar í landi og á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Hann hefur átt að lenda á þvingunarlistum ESB en alltaf sloppið.

Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd eru sögð hafa beitt sér gegn því að Evr­ópu­sam­bandið (ESB) beitti Aleksander Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Íslands í Hvíta-Rúss­land­i,  við­skipta­þving­un­um. Þetta kemur fram í ítar­legri úttekt á mál­inu í Stund­inni í dag

Mos­hen­sky þessi er einn umsvifa­mesti við­skipta­jöfur Hvíta- Rúss­lands og hefur auk þess verið kjör­ræð­is­maður Íslands þar í landi frá árinu 2007. Hann er tal­inn mjög hand­gengur Aleksander Lukashen­ko, for­seta lands­ins, og hefur hagn­ast gríð­ar­lega í einu mið­stýrð­asta efna­hags­kerfi Evr­ópu, sem byggir mjög á nánu sam­bandi við ráða­menn. Veldi hans veltir um 220 millj­örðum króna á ári. Fyrir vikið er Mos­hen­sky oft kall­að­ur­„veski Lukashen­kos“. 

Á meðal þeirra sem Mos­hen­sky stundar við­skipti við eru íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Hann kaupir mikið magn sjáv­ar­af­urða héð­an, sér­stak­lega loðnu, síld og mak­ríl, og hags­munir íslenskra útgerða í við­skiptum við hann hlaupa á millj­örðum króna. Þau við­skipti eru meðal ann­ars við Vinnslu­stöð­ina í Vest­manna­eyjum en í Stund­inni segir að náin vin­átta hafi skap­ast milli Mos­hen­sky og for­stjóra Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, Sig­ur­geirs Brynjars Krist­geirs­son­ar.

Ítrekað sloppið

Í umfjöll­unar Stund­ar­innar kemur fram að nafn Mos­hen­sky hafi ítrekað verið á lista yfir þá sem Evr­ópu­sam­bandið hafi ætlað að setja á lista yfir fólk sem refsi­að­gerðir nái til, en að það hafi ætið verið fjar­lægt skömmu áður en list­arnir voru form­lega sam­þykkt­ir. Það hafi gerst árið 2012, þegar sam­bandið ætl­aði að koma í veg fyrir að auð­menn sem höfðu hagn­ast í skjóli Lukashenko fengu að stunda við­skipti innan þess. Sjö nöfn voru á upp­haf­lega list­anum en tvö sluppu af honum fyrir form­lega sam­þykkt. Annað þeirra er Alex­ander Mos­hen­sky. 

Auglýsing
Eftir for­seta­kosn­ing­arnar í Hvíta-Rúss­landi árið 2020, sem fjöldi þjóða, meðal ann­ars Ísland, neita að við­ur­kenna að hafi verið lög­mæt­ar, var aftur tek­inn saman listi innan Evr­ópu­sam­bands­ins. og aftur var Mos­hen­sky á honum í upp­hafi, en ekki þegar end­an­legur listi var sam­þykkt­ur.

Í maí 2021 kastað­ist enn í kekki í sam­skiptum Lukashenko við umheim­inn þegar far­þega­flug­vél Ryanair var skipað að lenda í land­inu af her­þotum vegna þess að blaða­maður sem hafði gagn­rýnt for­set­ann var um borð. Aftur átti að herða þving­anir gagn­vart ein­stak­lingum sem veittu Lukashenko fjár­hags­legan styrk, aftur átti Mos­hen­sky að vera á honum en aftur slapp hann við það á end­an­um.

Í Stund­inni er haft eftir heim­ild­ar­mönnum að þar hafi hags­muna­gæsla íslenskra stjórn­valda fyrir hönd Mos­hen­sky „vegið þung­t“. Þar er meðal ann­ars vitnað í umfjöllun dag­blaðs­ins Nas­havina sem vís­aði í óstað­festar heim­ildir „þess efnis að Mos­hen­sky hefði ræst út og notið aðstoðar íslenskra stjórn­valda til þess að koma sér undan því að lenda í hörðum refsi­að­gerðum ESB“.

Íslensk stjórn­völd sögð hafa beitt sér

Í Stund­inni er vitnað í sam­töl við ein­stak­linga innan íslensku utan­rík­is­þjón­ust­unnar sem lýstu því „hvernig íslenska sendi­ráðið í Brus­sel hefði fylgst náið með allri umræðu um mögu­legar við­skipta­þving­anir gegn valda­mönnum í Hvíta-Rúss­landi ef vera kynni að Aleksander Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­maður Íslands og mik­il­vægur við­skipta­vinur íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, ætti á hættu að lenda í sigti ESB. Sendi­ráðið hafi svo einnig haft milli­göngu um að þrýsta á að Mos­hen­sky yrði hlíf­t“. 

Forsíða Stundarinnar sem kom út í dag.

Sendi­herra Íslands í Brus­sel, Krist­ján Andri Stef­áns­son, neit­aði að svara fyr­ir­spurn Stund­ar­innar um með hvaða hætti hann eða aðrir emb­ætt­is­menn hefðu beitt sér fyrir hönd Mos­hen­sky og vís­aði á utan­rík­is­ráðu­neyt­ið.

Í skrif­legu svari frá ráðu­neyt­inu til Stund­ar­innar sagði að í lok árs 2020 hefði verið brugð­ist við orðrómi um að Mos­hen­sky kynni að verða á þving­un­ar­lista Evr­ópu­sam­bands­ins. „Ís­lensk stjórn­völd leit­uðu eftir frek­ari upp­lýs­ingum meðal sam­starfs­ríkja innan ESB og mið­aði eft­ir­grennslan stjórn­valda að því að upp­lýsa hvort að til stæði að setja ræð­is­mann­inn á lista, og ef svo væri, á hvaða for­send­um. Þá var leit­ast við að skilja hvaða áhrif það mundi hafa á útflutn­ing íslenskra fyr­ir­tækja til Bela­rús ef þving­un­ar­að­gerðir beindust að honum eða fyr­ir­tækjum hans. Var þetta gert í því skyni að hafa svig­rúm til að bregð­ast við ef svo væri enda hefði vera hans á slíkum lista haft afleið­ingar fyrir þjón­ustu hans í þágu íslenskra hags­muna.“ 

Ráðu­neytið svar­aði því ekki hvort sam­töl íslenskra stjórn­valda við Evr­ópu­sam­bandið hefðu skilað því að Mos­hen­sky komst hjá því að lenda á end­an­legum þving­un­ar­lista Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Þór­dís Kol­brún sökuð um hræsni

Í for­seta­kosn­ing­unum 2020 ákvað Svetl­ana Tsik­hanovskaya að bjóða sig fram til for­seta gegn Lukashenko í mót­mæla­skyni við hand­töku eig­in­manns síns, sem hafði áður verið for­seta­fram­bjóð­andi. Hún flúði síðar land og hefur farið um heim­inn til að afla stuðn­ings við bar­áttu sína fyrir frjáls­ara og lýð­ræð­is­legra Hvíta-Rúss­landi, meðal ann­ars á Íslandi. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, birti til að mynda mynd af sér og Tsik­hanovskayu, á Twitter í síð­asta mán­uði þar sem stóð: „Átti frá­bæran fund með vin­konu minni Tsik­hanovskayu á föstu­dags­kvöldið í München. Við stöndum með lýð­ræði og mann­rétt­indum til handa íbúum Hvíta-Rúss­lands­.“ 

Í Stund­inni er haft eftir Serge Kharytonau, sér­fræð­ingi hjá iSans og fyrr­ver­andi blaða­manni í Hvíta-Rúss­landi, að almennt þyki afstaða utan­rík­is­ráð­herr­ans bera vott hræsni í ljósi þess að einn helsti stuðn­ings­maður Lukashen­kos sé kjör­ræð­is­maður Íslands í land­inu og standi í miklum við­skiptum við íslensk fyr­ir­tæki. Þór­dís sagði í skrif­legu svari til Stund­ar­innar að í sam­tölum sínum við  Tik­hanovskayu hafi hún upp­lýst um að Íslandi sé ekki kunn­ugt um mann­rétt­inda­brot eða skoð­ana­kúgun innan fyr­ir­tækja Mos­hen­sky. „Þá er rétt að taka fram að það hefur verið mat ráðu­neyt­is­ins að það sé orðum aukið að kjör­ræð­is­maður Íslands sé mjög náinn banda­maður Lúk­asjenkós og því hefur ekki þótt vera til­efni til þess að end­ur­skoða stöðu hans hvað sem síðar kann að verða.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent