Ræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi slapp undan þvingunum – Ísland sagt hafa beitt sér

Einn ríkasti maður Hvíta-Rússlands, og náinn bandamaður forseta landsins, er líka kjörræðismaður Íslands þar í landi og á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Hann hefur átt að lenda á þvingunarlistum ESB en alltaf sloppið.

Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Aleksander Moshensky, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd eru sögð hafa beitt sér gegn því að Evr­ópu­sam­bandið (ESB) beitti Aleksander Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Íslands í Hvíta-Rúss­land­i,  við­skipta­þving­un­um. Þetta kemur fram í ítar­legri úttekt á mál­inu í Stund­inni í dag

Mos­hen­sky þessi er einn umsvifa­mesti við­skipta­jöfur Hvíta- Rúss­lands og hefur auk þess verið kjör­ræð­is­maður Íslands þar í landi frá árinu 2007. Hann er tal­inn mjög hand­gengur Aleksander Lukashen­ko, for­seta lands­ins, og hefur hagn­ast gríð­ar­lega í einu mið­stýrð­asta efna­hags­kerfi Evr­ópu, sem byggir mjög á nánu sam­bandi við ráða­menn. Veldi hans veltir um 220 millj­örðum króna á ári. Fyrir vikið er Mos­hen­sky oft kall­að­ur­„veski Lukashen­kos“. 

Á meðal þeirra sem Mos­hen­sky stundar við­skipti við eru íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Hann kaupir mikið magn sjáv­ar­af­urða héð­an, sér­stak­lega loðnu, síld og mak­ríl, og hags­munir íslenskra útgerða í við­skiptum við hann hlaupa á millj­örðum króna. Þau við­skipti eru meðal ann­ars við Vinnslu­stöð­ina í Vest­manna­eyjum en í Stund­inni segir að náin vin­átta hafi skap­ast milli Mos­hen­sky og for­stjóra Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, Sig­ur­geirs Brynjars Krist­geirs­son­ar.

Ítrekað sloppið

Í umfjöll­unar Stund­ar­innar kemur fram að nafn Mos­hen­sky hafi ítrekað verið á lista yfir þá sem Evr­ópu­sam­bandið hafi ætlað að setja á lista yfir fólk sem refsi­að­gerðir nái til, en að það hafi ætið verið fjar­lægt skömmu áður en list­arnir voru form­lega sam­þykkt­ir. Það hafi gerst árið 2012, þegar sam­bandið ætl­aði að koma í veg fyrir að auð­menn sem höfðu hagn­ast í skjóli Lukashenko fengu að stunda við­skipti innan þess. Sjö nöfn voru á upp­haf­lega list­anum en tvö sluppu af honum fyrir form­lega sam­þykkt. Annað þeirra er Alex­ander Mos­hen­sky. 

Auglýsing
Eftir for­seta­kosn­ing­arnar í Hvíta-Rúss­landi árið 2020, sem fjöldi þjóða, meðal ann­ars Ísland, neita að við­ur­kenna að hafi verið lög­mæt­ar, var aftur tek­inn saman listi innan Evr­ópu­sam­bands­ins. og aftur var Mos­hen­sky á honum í upp­hafi, en ekki þegar end­an­legur listi var sam­þykkt­ur.

Í maí 2021 kastað­ist enn í kekki í sam­skiptum Lukashenko við umheim­inn þegar far­þega­flug­vél Ryanair var skipað að lenda í land­inu af her­þotum vegna þess að blaða­maður sem hafði gagn­rýnt for­set­ann var um borð. Aftur átti að herða þving­anir gagn­vart ein­stak­lingum sem veittu Lukashenko fjár­hags­legan styrk, aftur átti Mos­hen­sky að vera á honum en aftur slapp hann við það á end­an­um.

Í Stund­inni er haft eftir heim­ild­ar­mönnum að þar hafi hags­muna­gæsla íslenskra stjórn­valda fyrir hönd Mos­hen­sky „vegið þung­t“. Þar er meðal ann­ars vitnað í umfjöllun dag­blaðs­ins Nas­havina sem vís­aði í óstað­festar heim­ildir „þess efnis að Mos­hen­sky hefði ræst út og notið aðstoðar íslenskra stjórn­valda til þess að koma sér undan því að lenda í hörðum refsi­að­gerðum ESB“.

Íslensk stjórn­völd sögð hafa beitt sér

Í Stund­inni er vitnað í sam­töl við ein­stak­linga innan íslensku utan­rík­is­þjón­ust­unnar sem lýstu því „hvernig íslenska sendi­ráðið í Brus­sel hefði fylgst náið með allri umræðu um mögu­legar við­skipta­þving­anir gegn valda­mönnum í Hvíta-Rúss­landi ef vera kynni að Aleksander Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­maður Íslands og mik­il­vægur við­skipta­vinur íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, ætti á hættu að lenda í sigti ESB. Sendi­ráðið hafi svo einnig haft milli­göngu um að þrýsta á að Mos­hen­sky yrði hlíf­t“. 

Forsíða Stundarinnar sem kom út í dag.

Sendi­herra Íslands í Brus­sel, Krist­ján Andri Stef­áns­son, neit­aði að svara fyr­ir­spurn Stund­ar­innar um með hvaða hætti hann eða aðrir emb­ætt­is­menn hefðu beitt sér fyrir hönd Mos­hen­sky og vís­aði á utan­rík­is­ráðu­neyt­ið.

Í skrif­legu svari frá ráðu­neyt­inu til Stund­ar­innar sagði að í lok árs 2020 hefði verið brugð­ist við orðrómi um að Mos­hen­sky kynni að verða á þving­un­ar­lista Evr­ópu­sam­bands­ins. „Ís­lensk stjórn­völd leit­uðu eftir frek­ari upp­lýs­ingum meðal sam­starfs­ríkja innan ESB og mið­aði eft­ir­grennslan stjórn­valda að því að upp­lýsa hvort að til stæði að setja ræð­is­mann­inn á lista, og ef svo væri, á hvaða for­send­um. Þá var leit­ast við að skilja hvaða áhrif það mundi hafa á útflutn­ing íslenskra fyr­ir­tækja til Bela­rús ef þving­un­ar­að­gerðir beindust að honum eða fyr­ir­tækjum hans. Var þetta gert í því skyni að hafa svig­rúm til að bregð­ast við ef svo væri enda hefði vera hans á slíkum lista haft afleið­ingar fyrir þjón­ustu hans í þágu íslenskra hags­muna.“ 

Ráðu­neytið svar­aði því ekki hvort sam­töl íslenskra stjórn­valda við Evr­ópu­sam­bandið hefðu skilað því að Mos­hen­sky komst hjá því að lenda á end­an­legum þving­un­ar­lista Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Þór­dís Kol­brún sökuð um hræsni

Í for­seta­kosn­ing­unum 2020 ákvað Svetl­ana Tsik­hanovskaya að bjóða sig fram til for­seta gegn Lukashenko í mót­mæla­skyni við hand­töku eig­in­manns síns, sem hafði áður verið for­seta­fram­bjóð­andi. Hún flúði síðar land og hefur farið um heim­inn til að afla stuðn­ings við bar­áttu sína fyrir frjáls­ara og lýð­ræð­is­legra Hvíta-Rúss­landi, meðal ann­ars á Íslandi. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, birti til að mynda mynd af sér og Tsik­hanovskayu, á Twitter í síð­asta mán­uði þar sem stóð: „Átti frá­bæran fund með vin­konu minni Tsik­hanovskayu á föstu­dags­kvöldið í München. Við stöndum með lýð­ræði og mann­rétt­indum til handa íbúum Hvíta-Rúss­lands­.“ 

Í Stund­inni er haft eftir Serge Kharytonau, sér­fræð­ingi hjá iSans og fyrr­ver­andi blaða­manni í Hvíta-Rúss­landi, að almennt þyki afstaða utan­rík­is­ráð­herr­ans bera vott hræsni í ljósi þess að einn helsti stuðn­ings­maður Lukashen­kos sé kjör­ræð­is­maður Íslands í land­inu og standi í miklum við­skiptum við íslensk fyr­ir­tæki. Þór­dís sagði í skrif­legu svari til Stund­ar­innar að í sam­tölum sínum við  Tik­hanovskayu hafi hún upp­lýst um að Íslandi sé ekki kunn­ugt um mann­rétt­inda­brot eða skoð­ana­kúgun innan fyr­ir­tækja Mos­hen­sky. „Þá er rétt að taka fram að það hefur verið mat ráðu­neyt­is­ins að það sé orðum aukið að kjör­ræð­is­maður Íslands sé mjög náinn banda­maður Lúk­asjenkós og því hefur ekki þótt vera til­efni til þess að end­ur­skoða stöðu hans hvað sem síðar kann að verða.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent