Minnihlutinn gagnrýnir fyrirhugað söluferli á Íslandsbanka

Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins gagnrýndu áform um fyrirhugaða sölu ríkisins á Íslandsbanka í umsögn til Bjarna Benediktssonar. Einn þeirra mælti með því að annar ráðherra sæi um söluna, í ljósi fyrri tengsla Bjarna við bankann.

Fulltrúar stjórnarandstöðuþingmanna í efnahags- og viðskiptanefnd.
Fulltrúar stjórnarandstöðuþingmanna í efnahags- og viðskiptanefnd.
Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra ætti ekki að fá leyfi til að selja Íslands­banka, þar sem hann nýtur lít­ils trausts almenn­ings til verks­ins og hefur sýnt að hann stendur ekki undir ábyrgð­inni sem því fylg­ir. Einnig þyrfti annað og fleira að koma til heldur en salan á bank­anum svo að sam­keppni á inn­lendum banka­mark­aði stór­auk­ist. Þetta kemur fram í umsögnum frá minni­hluta­full­trúum efna­hags- og við­skipta­nefndar til ráð­herr­ans.

Umsagn­irnar hafa ekki enn verið birtar á vef Alþing­is, en þær má nálg­ast með því að smella hér. Fjórar þeirra eru frá full­trúum stjórn­ar­and­stöðu í nefnd­inni, en þeir eru Guð­brandur Ein­ars­son, þing­maður Við­reisn­ar, Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, þing­maður Flokks fólks­ins, Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata.

Vill að salan fari í arð­bærar fjár­fest­ingar

Guð­brand­ur, Þór­hildur Sunna og Jóhann Páll sögð­ust ekki vera and­víg því að ríkið seldi eign­ar­hlut sinn í Íslands­banka í umsögnum sín­um.

Auglýsing

Þó segir Guð­brandur það vera mik­il­vægt að nýir kaup­endur bank­ans hafi ekki ríkra hags­muna að gæta sem beinir sam­keppn­is­að­il­ar, eig­endur sam­keppn­is­að­ila eða séu við­skipta­vinir hans. Einnig bætir hann við að and­virði söl­unnar ætti að renna óskipt í fjár­fest­ingar eða nið­ur­greiðslu skulda, en ekki í almenna rekstur rík­is­sjóðs.

Van­traust skilj­an­legt í ljósi fyrri tengsla

Sam­kvæmt Jóhanni Páli ætti for­sæt­is­ráð­herra að skipa annan ráð­herra heldur en Bjarna til að sjá um söl­una, í ljósi þess að 63 pró­sent lands­manna van­treysti honum í verk­ið, sam­kvæmt skoð­ana­könnun MMR. Jóhann Páll sagð­ist hafa skiln­ing á þessu van­trausti þar sem Bjarni hafi tekið þátt í við­skiptum sem veiktu bank­ann á árunum fyrir hrun ásamt skyld­mennum sínum og við­skipta­fé­lög­um.

„Þá kom Bjarni að við­skiptafléttu árið 2008 þar sem Hæsti­réttur Íslands telur að hags­munir lán­taka hafi verið teknir fram yfir hags­muni bank­ans sjálfs. Til að fullt traust ríki um söl­una á Íslands­banka er rétt­ast að for­sæt­is­ráð­herra feli öðrum ráð­herra að fara með mál­ið. “ bætti hann við. Einnig kall­aði hann eftir frek­ari grein­ing­um, stefnu­mörkun og póli­tískri umræðu um hvernig sölu bank­ans yrði háttað áður en að hún haldi áfram.

Þór­hildur Sunna telur einnig að Bjarna ætti ekki að vera falið að sjá um söl­una á Íslands­banka. Sam­kvæmt henni hefur ráð­herr­ann sýnt að hann standi ekki undir þeirri ábyrgð sem því fylg­ir.

Því til stuðn­ings vísar Þór­hildur Sunna í sölu ráð­herr­ans á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka í fyrra, sem hún segir að hafa verið klúðrað með „stjarn­fræði­legum hætti“ þar sem bank­inn hafi verið seldur með 27 millj­arða króna afslætti. Þó bætir hún við að það sé almennt góð hug­mynd að losa um eign­ar­hald rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, þannig að ríkið eigi ekki tvo banka.

Ætti ekki að selja gul­leggin

Ólíkt hinum þremur stjórn­ar­and­stöðu­full­trúum nefnd­ar­innar var Ást­hildur Lóa ekki fylgj­andi sölu rík­is­ins á hlut sinn í Íslands­banka. Í umsögn sinni sagði hún að sala arð­bærra eigna veikti tekju­stofna rík­is­sjóðs til lengri tíma og að óvíst væri að vaxta­gjöld rík­is­sjóðs myndu lækka þótt allur ábati söl­unnar færi í að greiða niður skuldir rík­is­sjóðs.

„Þá er skulda­staða rík­is­sjóðs ekki svo alvar­leg að selja þurfi gul­leggin til að fjár­magna fjár­fest­ing­ar. Þvert á mót­i,“ sagði hún einnig.

Ást­hildur Lóa segir að rík­is­stjórnin sé stefnu­laus sem eig­andi bank­anna og að slíkt stefnu­leysi leiddi til engrar sam­keppni og sjálftöku í hagn­aði. Grund­vall­ar­at­riði væri að áform um að tryggja aukna sam­keppni fylgdu söl­unni, en sam­kvæmt henni væri mjög ósenni­legt að skyndi­lega stórjyk­ist sam­keppni á íslenskum banka­mark­aði með sölu bank­ann einni og sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent