ESB gæti bannað innflutning rússneskrar olíu

Evrópusambandið vinnur nú að tillögu um innflutningsbann á allri rússneskri olíu í kjölfar frétta af voðaverkum Rússa í Úkraínu. Þó er óvíst hvort öll aðildarríkin samþykki hana, en óeining hefur verið innan sambandsins um refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Auglýsing

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins gætu hert refsi­að­gerðir sínar gegn Rúss­landi enn frekar og bannað allan inn­flutn­ing á rúss­neskri olíu. Hingað til hafa ríkin verið ósam­mála um hversu langt sam­bandið ætti að ganga í við­skipta­þving­unum sínum vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu, en lík­urnar á meiri hörku gegn rúss­neskum stjórn­völdum hafa auk­ist eftir að fréttir hafa borist af hugs­an­legum stríðs­glæpum rúss­neska hers­ins. Þetta kemur fram í frétt frá Polit­ico.

Óein­ing um aðgerðir

Eystra­salts­ríkin og Pól­land hafa kallað eftir enn harð­ari aðgerðum gegn Rúss­landi á síð­ustu vik­um, þar sem núver­andi aðgerðir hafa ekki enn skilað til­ætl­uðum árangri. Líkt og Polit­ico greindi frá síð­asta föstu­dag vill rík­is­stjórn Pól­lands að háir tollar verði settir á rúss­neskan orku­inn­flutn­ing, en Eist­land hefur einnig lagt til að greiðslur fyrir þennan inn­flutn­ing verði frestaðar þangað til að Rúss­land dregur her­lið sitt úr Úkra­ínu.

Önnur aðild­ar­ríki, með Þýska­land í far­ar­broddi, hafa aftur á móti sett sig á móti hingað til. Fyrir tveimur vikum síðan sagði Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, að áherslan ætti fyrst og fremst að vera á að styrkja eft­ir­fylgni núver­andi við­skipta­þving­ana.

Auglýsing

Hins vegar nefnir Polit­ico að greina megi hug­ar­fars­breyt­ingu innan sam­bands­ins þessa vik­una, í kjöl­far frétta af fjöldamorðum og pynt­ingum rúss­neska hers­ins á óbreyttum borg­urum í hernumdum bæjum í Úkra­ínu. Sam­kvæmt utan­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, Josep Bor­ell, er hér um stríðs­glæpi að ræða.

Sam­bandið vinnur nú að útfærslu nýrra refsi­að­gerða gegn land­inu, sem verður kynnt fyrir emb­ætt­is­mönnum aðild­ar­ríkj­anna á morg­un. Á meðal þeirra sem eru til umræðu er inn­flutn­ings­bann á allri rúss­neskri olíu.

Þjóð­verjar opn­ari fyrir olíu­banni

For­sæt­is­ráð­herra Pól­lands, Mateusz Morawi­ecki, sagði í gær að þýsk stjórn­völd væru helsta hindrun þess að sam­bandið herti refsi­að­gerð­irnar sínar gegn Rúss­um. Sam­kvæmt Polit­ico hafa Þjóð­verjar þó verið opn­ari fyrir slíkum aðgerðum á síð­ustu dög­um, þótt ólík­legt sé að algjöru inn­flutn­ings­banni verði komið á.

Mið­ill­inn hefur eftir einum emb­ætt­is­manni að gasinn­flutn­ingur frá Rúss­landi, sem er þýskum heim­ilum mjög mik­il­vægur fyrir hús­hit­un, yrði lík­lega ekki bann­að­ur. Lík­legra væri að bann yrði sett á inn­flutn­ing á olíu. Þetta er í sam­ræmi við ummæli fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, Christ­ian Lindner, en hann hefur sagt að bann á gasinn­flutn­ingi væri ekki mögu­legt þessa stund­ina, nauð­syn­legt væri að aðskilja það frá öðrum orku­út­flutn­ingi Rúss­lands.

Rúblan jafn­sterk en hag­kerfið kólnar

Rúss­neska rúblan, sem hrundi í virði á fyrstu dögum inn­rás­ar­innar og varð verð­minni en íslenska krónan um tíma, hefur nú náð fyrri styrk. Að hluta til er þessi virð­is­aukn­ing gjald­mið­ils­ins til­komin vegna skarpra stýri­vaxta­hækk­ana í land­inu, en einnig hefur gjald­eyrir haldið áfram að streyma inn í landið þar sem orku­út­flutn­ings til Vest­ur­landa hefur ekki stöðvast.

Þrátt fyrir jafn­sterka rúblu hefur inn­rásin í Úkra­ínu og refsi­að­gerðir Vest­ur­landa vegna hennar haft afger­andi áhrif á efna­hag Rúss­lands. Líkt og New York Times bendir á eru Vest­ur­lönd nú að und­ir­búa sig fyrir að verða óháð rúss­neskri orku til fram­búðar með auknum fjár­fest­ingum í öðrum orku­gjöf­um.

Einnig má búast við að hækkun stýri­vaxta muni hafa kælandi áhrif á rúss­neska hag­kerf­ið. Vext­irnir voru rúm fjögur pró­sent í fyrra en hafa núna hækkað upp í 20 pró­sent til að koma í veg fyrir fjár­magns­flótta frá land­inu. Einnig hefur seðla­banki Rúss­lands nú mun minna svig­rúm til að bregð­ast við geng­is­sveifl­um, þar sem tæpur helm­ingur af gjald­eyr­is­forða þess hefur verið fryst­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent