Íslensk skattayfirvöld sóttu 250 milljónir af fénu sem Samherji greiddi til Færeyja

Síðasta vor greiddi Samherji færeyskum skattayfirvöldum á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna, vegna þess sem félagið kallaði „mistök“ við skráningu sjómanna. Skatturinn á Íslandi hefur nú óskað eftir og fengið jafnvirði 250 milljóna af fénu til sín.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

Stærstur hluti þess fjár sem sjáv­ar­út­vegs­fé­lagið Sam­herji greiddi til fær­eyskra skatta­yf­ir­valda, í kjöl­far þess að fram kom að félagið hefði skráð sjó­menn sem voru við veiðar í Namibíu sem far­menn á flutn­inga­skipum í Fær­eyj­um, hefur verið sendur til íslenskra skatta­yf­ir­valda.

Fær­eyska Kringvarpið sagði frá þessu fyrir helgi. Tind­holm­ur, fær­eyskt dótt­ur­fé­lag Sam­herja, greiddi tæpar 17 millj­ónir danskra króna til TAKS, fær­eyska skatts­ins, síð­asta vor.

Þá hafði komið fram í fær­eysku heim­ilda­þátt­unum Teir ómettiligu, sem unnir voru í sam­starfi við Kveik Rík­is­út­varps­ins og Wiki­leaks, að Íslend­ingur úr áhöfn tog­­ara í eigu Sam­herja, sem gerður var út í Namib­­íu, fékk laun sín greidd frá fær­eyska félag­inu og hefði auk þess verið rang­­lega skráður í áhöfn fær­eysks flutn­inga­­skips í eigu Sam­herja, en útgerðum býðst 100 pró­­sent end­­ur­greiðsla á skatt­greiðslum áhafna slíkra skipa.

Þannig er talið að málum hafi verið háttað með fleiri sjó­­menn sem unnu fyrir Sam­herja í Namib­­íu. Fyrir vikið greiddu sjó­­menn­irnir ekki skatta í Namibíu og Sam­herji þurfti því ekki að bæta þeim upp tekju­tap vegna slíkra skatt­greiðslna.

Sam­herji sagði „mi­s­tök“ hafa verið gerð

Í yfir­­lýs­ingu og afsök­un­­ar­beiðni sem birt­ist á vef Sam­herja 22. júní í fyrra sagði að í ljós hefði komið að „mi­s­tök“ hefðu verið gerð í rekstri Sam­herja, sem tengst hefðu alþjóð­­legri skipa­­skrá sem haldin væri í Fær­eyj­­um.

„Ekki liggur enn fyrir af neinni nákvæmni hver þau mis­­tök eru en Sam­herji hefur greitt trygg­ing­­ar­fjár­­hæð sem verður til staðar þegar nið­­ur­­staða er feng­in. Við viljum leið­rétta þau mis­­tök sem þarna voru gerð og biðj­­ast vel­virð­ingar á þeim. Von­andi fæst nán­­ari nið­­ur­­staða í þessi mál fljótt og greið­­lega,“ sagði í yfir­­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Síðar var sagt frá því að Sam­herji hefði gert kröfu upp á tæpar 17 millj­ónir danskra króna í þrotabú fær­eyska dótt­ur­fé­lags­ins Tind­holms, er það var tekið til gjald­þrota­skipta í ágúst í fyrra.

Aðil­arnir sem um ræðir skatt­skyldir á Íslandi

Í frétt Kringvarps­ins frá því á fimmtu­dag er vísað til skrif­legs svars frá TAKS þar sem fram kemur að af þeim 16,9 millj­ónum danskra króna sem greiddar hafi verið til skatta­yf­ir­valda eyj­anna í maí árið 2021 hafi 13,1 milljón danskra króna verið fluttar til Íslands þar sem ein­stak­ling­arnir sem málið snerti séu skatt­skyldir á Íslandi. „Þetta er gert í sam­ræmi við samn­inga á milli Norð­ur­land­anna um aðstoð í skatta­mál­u­m,“ segir í svari fær­eyska skatts­ins til Kringvarps­ins.

Á núvirði er 13,1 milljón danskra króna jafn­virði 250 millj­óna íslenskra króna. Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurn til íslenskra skatta­yf­ir­valda og óskað eftir því að fá afhentar allar fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og sam­skipti Skatts­ins við fær­eysk skatta­yf­ir­völd vegna þessa máls.

Lög­reglu­rann­sókn í bið­stöðu

Fær­eysk skatta­yf­ir­völd til­kynntu málið til lög­reglu síð­asta vor, en sagt er frá því í frétt Kringvarps­ins að rann­sóknin sé ekki komin af stað. Sam­kvæmt frétt­inni átti málið að fara í hendur deildar innan dönsku lög­regl­unnar sem skoðar alþjóða- og fjár­mála­glæpi, en sú deild ku hafa verið lögð niður og ný deild stofnuð til að sinna málum af þessum toga.

Laga­breyt­ingu þarf til í fær­eyska þing­inu til þess að fær­eyska lög­reglan geti sent mál til hinnar nýju deild­ar. Sam­kvæmt frétt Kringvarps­ins er búist við að slík laga­breyt­ing verði afgreidd á yfir­stand­andi þingi – og þá verði hægt að rann­saka mál­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent