Ekki sammála því að við blasi augljós spilling

Forsætisráðherra er ekki sammála formanni Samfylkingarinnar um að salan á Íslandsbanka hafi verið „augljós spilling“ en þau eru sammála um það að almenningur verði að vita hverjir keyptu bankann.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar ræddu nýlega sölu á 22,5 pró­senta hlut rík­is­sjóðs í Íslands­banka í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Ráð­herr­ann sagði meðal ann­ars að það væri alger­lega ljóst af hennar hálfu að þegar rík­is­eign á borð við Íslands­banka er seld þá ætti að liggja fyrir hverjir keyptu. „Það eru upp­lýs­ingar sem íslenskur almenn­ingur á heimt­ingu á.“

Logi hóf fyr­ir­spurn sína á því að lesa upp það sem ritað er í hvít­bók um íslenskt fjár­mála­kerfi en þar segir meðal ann­ars: „Heil­brigt eign­ar­hald er mik­il­væg for­senda þess að banka­kerfið hald­ist traust um langa fram­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­semi banka og fjár­hags­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­tíma­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi.“

Auglýsing

Vitum ekki af hverju fjár­fest­arnir voru valdir

Þing­mað­ur­inn sagði að til að fá slíka fjár­festa gæti vissu­lega verið rétt­læt­an­legt að gefa afslátt frá mark­aðs­verði eins og gert var í nýaf­stað­inni sölu á hlut í Íslands­banka.

„Það er hins vegar óhætt að full­yrða að það gæti nokk­urrar tor­tryggni eftir þessa síð­ustu sölu Íslands­banka. Svo virð­ist sem nokkrir mjög litlir aðilar hafi verið hand­valdir og boðið að kaupa með afslætti og auk þess heyr­ast sögur af því að erlendum aðilum sem keyptu í fyrsta sölu­ferli og seldu strax aftur hafi verið hleypt aftur inn núna, sem sagt svo­kall­aðir spá­kaup­menn.

Við vitum ekk­ert hverjir þetta eru, af hverju þeir voru valdir frekar en aðr­ir, hvort þeir hafi ábyrgð­ar­kennd eða fjár­hags­lega burði eða hvort þeir hafi lang­tíma­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi eins og talað er um í hvít­bók­inni. Traust er mik­il­vægt sér­hverju fjár­mála­kerfi og það sem helst skapar van­traust er leynd og pukur í kringum mikla hags­muni. Það er óásætt­an­legt að stærsti eig­andi Íslands­banka, íslenska þjóð­in, fái ekki að vita allar stað­reyndir máls­ins, ekki síst hverjir fengu að kaupa, á hvaða for­sendum og af hverju þeir voru sér­vald­ir,“ sagði hann.

Logi sagði enn fremur að það blasti við „aug­ljós spill­ing“ og ein­ungis spurn­ing hversu víð­tæk hún væri. Því spurði hann Katrínu hvað hún ætl­aði að gera í mál­inu. „Ætlar hún að láta þetta við­gangast?“ spurði hann.

Rétt­ast að Alþingi geri við­eig­andi laga­breyt­ingar ef upp­lýs­ingar fást ekki

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir að taka þetta mál upp. „Um margt get ég verið sam­mála honum þó að ég sé ekki sam­mála því að við blasi að hér sé um aug­ljósa spill­ingu að ræða. Vand­inn er sá að það ríkir ekki fullt gagn­sæi um ferlið og það gengur ekki og þar erum við hátt­virtur þing­maður sam­mála. Nú var bæði fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd kynnt til­laga Banka­sýsl­unnar sem fer með eign­ar­hluta rík­is­ins í bönk­un­um. Það var gert á sínum tíma til að tryggja ákveðna arms­lengd, eins og það heit­ir, frá hinu póli­tíska valdi. Það ferli var kynnt fyrir nefnd­unum og í sjálfu sér liggur algjör­lega fyrir að meiri­hluti beggja nefnda mælti með því að haf­ist yrði handa við að ráð­ast í fram­hald á sölu.“

Hún sagði að í upp­lýs­ingum sem Banka­sýslan hefur birt kæmi fram fjöldi og dreif­ing fjár­festa, að 190 inn­lendir og 19 erlendir aðilar hefðu tekið þátt og inn­lendir líf­eyr­is­sjóðir hefðu verið langstærst­ir. Væri það sömu­leiðis mat Banka­sýsl­unnar að sölu­með­ferðin hefði verið í fullu sam­ræmi við til­lögur stofn­un­ar­innar frá 20. jan­úar og kynn­ingar á þeim.

„Mér finnst rétt að ítreka hér að það var Banka­sýslan sem mat hverjir væru skil­greindir lang­tíma­fjár­festar af því að hátt­virtur þing­maður spyr um það. Hins vegar er það alger­lega ljóst af minni hálfu að þegar rík­is­eign á borð við Íslands­banka er seld þá á að liggja fyrir hverjir keyptu. Það eru upp­lýs­ingar sem íslenskur almenn­ingur á heimt­ingu á. Ef ein­hver tækni­leg atriði valda því að Banka­sýsla rík­is­ins telur sig ekki geta birt þær upp­lýs­ingar tel ég rétt­ast að Alþingi geri við­eig­andi breyt­ingar á lagaum­hverfi þannig að unnt sé að birta þær því að annað gengur ekki.

Þessum sjón­ar­miðum hef ég komið skýrt á fram­færi við stjórn og fram­kvæmda­stjóra Banka­sýslu rík­is­ins, á ráð­herra­nefnd­ar­fundi um efna­hags­mál, sem hald­inn var á föstu­dag, því það liggur alger­lega fyrir að þegar um er að ræða aðferða­fræði á borð við þessa þá mun alltaf vakna tor­tryggni ef ekki liggur fyrir hverjir keypt­u,“ sagði Katrín.

Mun ráð­herr­ann rann­saka mál­ið?

Logi kom aftur í pontu og sagði að það hefðu verið hans orð að spill­ing blasti við.

„En ég spyr hvort hún telji að þær upp­lýs­ingar sem komið hafa fram gefi til­efni til að rann­saka hvort spill­ing hafi átt sér stað. Eins langar mig að heyra hvort hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra telur að sporin hræði nú og það þurfi að skoða fram­hald­ið. Hvaða skref verða stigin næst? Eru til dæmis núver­andi aðilar sem sáu um söl­una fyrir okkar hönd hæfir til þess að selja aftur ef það á að halda áfram að selja bank­ann? Eða hyggst hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra beita sér fyrir því að aðrar leiðir verði not­aðar og annað fólk fengið að borð­in­u?“ spurði hann og bætti við: „Mun hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra rann­saka hvort spill­ing hafi átt sér stað?“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Fyrst að sjá hverjir keyptu

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að þær upp­lýs­ingar sem hafa verið birt­ar, almenn­ingi og Alþingi – og ráð­herrum þar með talið, sýndu að afslátt­ur­inn marg­um­ræddi sem hefði verið til umræðu væri umtals­vert lægri afsláttur en við mætti búast í ferli sem byggir á þess­ari aðferða­fræði.

„Meðal ann­ars hefur verið bent á það að afsláttur hafi að með­al­tali verið um 6,4 pró­sent hjá sam­bæri­legum evr­ópskum félögum en hann hafi orðið hærri eftir inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu. Þetta er eitt af því sem mér finnst mik­il­vægt að komi fram,“ sagði hún.

Katrín telur að þau verði að tryggja algjört gagn­sæi um þessa sölu og hver keypti. Þá sé hægt að leggja mat á það hvort rétt sé að afla frek­ari upp­lýs­inga um mál­ið.

Benti hún á að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði óskað eftir lista með þeim fjár­festum sem keyptu í útboð­inu með bréfi til Banka­sýsl­unnar þann 30. mars.

„Ég tel fulla ástæðu til þess að þessar upp­lýs­ingar verði afhent­ar. Það hefur verið óskað eftir áliti Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands um hvort ein­hverjar laga­legar hindr­anir séu í þeim vegi og sé það svo þá tel ég eðli­legt að Alþingi taki það til sér­stakrar skoð­un­ar,“ sagði ráð­herr­ann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent