Dótturfélag Samherja borgaði 345 milljónir króna í Færeyjum vegna vangoldinna skatta

Færeyska ríkissjónvarpið greindi frá því í kvöld að búið væri að kæra skattskil Tindholms, dótturfélags Samherja, til lögreglu þar í landi. Félagið skráði sjómenn ranglega í áhöfn færeysks flutningaskips til að fá endurgreiðslu á skattgreiðslum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Tindholmur, færeyskt dótturfélag Samherja, hefur greitt 345 milljónir króna vegna vangoldinna skatta í ríkissjóð Færeyja. Skattskil félagsins hafa sömuleiðis verið kærð til lögreglu í Færeyjum. Frá þessu er grein í fréttatíma færeyska ríkissjónvarpsins í kvöld. 

Í fréttatímanum staðfesti Jógvan Páll Lassen, lögmaður sem kom að málinu, að greiðslan, alls 17 milljónir danskra króna, hafi verið greidd.

Málið kom upp í mars síðastliðnum þegar fyrri hluti heimildarmyndar um umsvif Samherja í Færeyjum var sýnd er í færeyska sjónvarpinu. Hún var unnin í samstarfi við Kveik og Wikileaks. 

Þar kom fram að Íslendingur úr áhöfn togara í eigu Samherja, sem gerður var út í Namibíu, fékk laun sín greidd frá færeyska félaginu Tindholmur, sem Samherji stofnaði þar í landi árið 2011. Gögn sýndu að hann hafi auk þess verið ranglega skráður í áhöfn færeysks flutningaskips í eigu Samherja, en útgerðum býðst 100 prósent endurgreiðsla á skattgreiðslum áhafna slíkra skipa. 

Þannig er talið að málum hafi verið háttað með fleiri sjómenn sem unnu fyrir Samherja í Namibíu. Fyrir vikið greiddu sjómennirnir ekki skatta í Namibíu og Samherji þurfti því ekki að bæta þeim upp tekjutap vegna slíkra skattgreiðslna.

Auglýsing
Í heimildarmyndinni kom fram að þetta fyrirkomulag væri, að mati færeyska skattasérfræðingsins Eyðfinns Jacobsen, augljóst brot á færeyskum lögum jafnvel þótt það væri namibíska ríkið sem sitji uppi með tapið. 

Björn á Heygum, fyrrverandi þingmaður í Færeyjum sem var stjórnarformaður Tindholms þar til félaginu var slitið árið 2020 og sem hefur setið í stjórnum fjölda félaga í eigu Samherja síðustu þrjá áratugi, sagði í þættinum að hann hefði verið blekktur. Hann hefði ekki haft neina vitneskju um þetta fyrirkomulag við greiðslu launa. 

Samherji hafnaði fréttum um skattrannsókn

Í kjölfar þess að greint var frá málinu í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars ​RÚV, birti Samherji yfirlýsingu á vef sínum þar sem fyrirtækið sagðist hafa fengið staðfestingu á því að engin skattrannsókn væri hafin á hendur Samherja í Færeyjum.

Þar sagði að fréttir RÚV um slíkt væru rangar og að þær byggðu á rangtúlkun og útúrsnúningi á viðtali við yfirmann færeyska skattsins. Samherji fór fram á að fréttir RÚV yrði leiðréttar.

Nú hefur fengist staðfest að skattamál Tindholms hafi verið kærð til lögreglu og verða rannsökuð þar. Auk þess liggur fyrir, samkvæmt frétt færeyska sjónvarpsins, að Samherji hafi endurgreitt skatta sem fyrirtækið hafði komið sér undan því að greiða með áður nefndum hætti. Þ.e. með því að skrá sjómenn sem farmenn til að fá fulla endurgreiðslu á sköttum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent