Jódís: Af hverju eiga listamenn síður að sæta ábyrgð?

Þingmaður Vinstri grænna spyr hvað sé öðruvísi við listamenn en fótboltamenn eða valdamenn í viðskiptalífinu varðandi mál tengd meintum kynferðisbrotum.

Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Auglýsing

Jódís Skúla­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna og nefnd­ar­maður í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, varp­aði fram tveimur spurn­ingum undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

„Hvað er öðru­vísi við lista­menn en fót­bolta­menn eða valda­menn í við­skipta­líf­inu? Af hverju eiga lista­menn síður að sæta ábyrgð?“

Til­efnið var að nú hefur nefndin hafið end­ur­skoðun á lögum um heið­urs­laun lista­manna en mál tón­list­ar­manns­ins og skálds­ins Megasar komst í hámæli í nóv­em­ber á síð­asta ári þegar Stundin greindi frá meintu kyn­ferð­is­broti gegn ungri konu árið 2004. Megas hefur lengi verið á heið­urs­launum lista­manna og tók alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þá ákvörðun í des­em­ber að hann skyldi áfram hljóta heið­urs­laun­in.

Auglýsing

Óljós til­gangur heið­urs­launa

Jódís sagði á þingi í dag að það sem slægi hana við vinnu nefnd­ar­innar væri hinn óljósi til­gangur með heið­urs­laun­un­um.

„Ann­ars vegar eru það þau félags­legu sjón­ar­mið að lista­menn eigi tak­mörkuð líf­eyr­is­rétt­indi og því sé verið að styðja við þá lista­menn sem hafa varið starfsævi sinni til lista­starfa. Hins vegar eru það sjón­ar­mið um heiður sem lista­manni er veittur fyrir mik­inn árang­ur, jafnt á Íslandi og jafn­vel á erlendri grundu. Þessi sjón­ar­mið fara ein­fald­lega ekki alltaf saman og ég hefði talið mik­il­vægt að um annað yrði barist á vett­vangi stétt­ar­fé­laga, inni í þeim hluta.

En hins vegar er það þetta gild­is­hlaðna orð, heið­ur, þegar við erum að veita heið­urs­laun. Mig langar að koma inn á þann fjölda pósta sem við fengum hér fyrir jólin er vörð­uðu veit­ingu heið­urs­launa. Sögu heið­urs­launa má rekja allt til 1890 eða þar um bil og við búum vissu­lega í öðru sam­fé­lagi í dag en við gerðum þá. Bylgjur metoo-hreyf­ing­ar­innar hafa gengið yfir und­an­farin ár og því ber að fagna. Nú hef ég fengið marga pósta og margar ábend­ingar um að ekki sé við­eig­andi að sú bylgja nái inn í lista yfir heið­urs­laun lista­manna.“ Spurði hún spurn­ing­anna sem áður voru nefndar í kjöl­far­ið: „Hvað er öðru­vísi við lista­menn en fót­bolta­menn eða valda­menn í við­skipta­líf­inu? Af hverju eiga lista­menn síður að sæta ábyrgð?“

Sagði hún að end­ur­skoðun lag­anna væri mik­il­væg. „Fyrstu skrefin hafa verið stigin og ég vona að við komumst að ásætt­an­legri nið­ur­stöð­u,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent