„Jafnrétti er raunhæft“

Framkvæmdastjóri UN Women segir Norðurlöndin vera mikilvæga fyrirmynd hvað varðar árangur í jafnréttismálum og að þau séu í lykilstöðu til að sýna heimsbyggðinni að raunhæft sé að ná jafnrétti kvenna og karla að fullu fyrir árið 2030.

Phumzil Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við afhendingu viljayfirlýsingarinnar.
Phumzil Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við afhendingu viljayfirlýsingarinnar.
Auglýsing

Ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndunum undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að leggja áherslu á árangur í jafnréttismálum við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrarnir afhentu Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women, yfirlýsinguna í aðdraganda 63. fundar kvennanefndarinnar sem hefst í höfðustöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins í dag.

Í fréttinni segir að Norðurlöndin hafi náð góðum árangri á sviði jafnréttismála í alþjóðlegum samanburði og vilji beita áhrifum sínum til að árangur náist á alþjóðavettvangi. Þau leggi áherslu á náið samstarf við UN Women vegna endurmats á framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna frá árinu 1995, sem fram fer á næsta ári. Hvað endurmat hennar varðar telji Norðurlöndin meðal annars mikilvægt að beina sjónum að aukinni þátttöku karla í öllu jafnréttisstarfi og að róðurinn gegn kynbundnu ofbeldi verði hertur sem krefst bæði kerfislægra breytinga og gagnrýninnar umræðu um kynjahlutverk karla og kvenna.

Auglýsing

Með undirritun viljayfirlýsingarinnar vilja ráðherrar Norðurlandanna hvetja önnur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til aukins samstarfs á alþjóðavettvangi í jafnréttismálum og innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Meðal þeirra verkefna sem nýtt verða sem leiðarvísir er sérstakt átaksverkefni forsætisráðherra Norðurlandanna, The Nordic Gender Effect at Work, og öndvegissetur Norrænu ráðherranefndarinnar um norrænar lausnir, sem m.a. hefur beinst að aðgengi að dagvistun, foreldraorlofi, jafnlaunamálum og efnahagslegri valdeflingu kvenna.

Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women, sagði Norðurlöndin vera mikilvæga fyrirmynd hvað varðar árangur í jafnréttismálum og að þau væru í lykilstöðu til að sýna heimsbyggðinni að raunhæft sé að ná jafnrétti kvenna og karla að fullu fyrir árið 2030.

„Mig langar að Norðurlöndin sýni heiminum að jafnrétti og valdefling kvenna er markmið sem mögulegt er að ná,“ sagði Phumzile Mlambo-Ngcuka á fundi sínum með ráðherrunum í dag.

Á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest hefur Ísland verið í efsta sæti síðastliðin tíu ár og fylgja hin Norðurlöndin þar fast á eftir. Úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins nær til allflestra landa og leggur mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Framfarir í jafnréttismálum eru hins vegar mjög hægar á heimsvísu og benda niðurstöður rannsókna til að það getið tekið marga áratugi að ná fullu jafnrétti karla og kvenna um heim allan og að afar fá ríki muni fyrir árið 2030 ná markmiði um að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld, segir í frétt ráðuneytisins.

Í fréttinni kemur enn fremur fram að ráðherrar Norðurlandanna leggi mikla áherslu á að #MeToo-hreyfingin verði til þess að sýna fram á að enn sé mikið svigrúm til að gera betur í jafnréttismálum, bæði á Norðurlöndunum og um heim allan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent