#metoo hefur áhrif – Til stendur að breyta siðareglum alþingismanna

Þingsályktunartillaga þess efnis að bæta við siðareglur fyrir alþingismenn hefur verið lögð fram.

Alþingi  - metoo
Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið lögð fram á Alþingi þar sem lagt er til að gerðar verði tvær breyt­ingar á siða­reglum fyrir alþing­is­menn. Hún var lögð fram þann 23. mars síð­ast­lið­inn en fyrsti flutn­ings­maður er Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is. Þverpóli­tísk sátt við­ist ríkja um málið þar sem flutn­ings­menn eru úr VG, Mið­flokkn­um, Píröt­um, Fram­sókn­ar­flokkn­um, Flokki fólks­ins, Við­reisn, Sjálf­stæð­is­flokknum og Sam­fylk­ing­unni.

Í fyrsta lagi er lagt til að nýjum staf­lið verði bætt við sem segir að alþing­is­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi er lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna komi ný grein sem hljóði svo: „Þing­menn skulu ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Auglýsing

Rík sam­staða í #metoo-um­ræðu

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að fljót­lega eftir að Alþingi kom saman eftir alþing­is­kosn­ing­arnar í lok októ­ber síð­ast­lið­inn hafi karl­kyns­þing­menn komið þeirri áskorun til for­sætis­nefndar Alþingis að haldin yrði ráð­stefna í formi „rak­ara­stofu“ sem gæfi körlum og konum á þingi tæki­færi til að eiga opin­skáar sam­ræður í ljósi umræðna um kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni innan stjórn­mál­anna.

Að beiðni Albertínu Frið­bjargar Elí­as­dóttur alþing­is­manns setti for­seti Alþingis á dag­skrá þing­fundar 19. des­em­ber 2017 sér­staka umræðu um „í skugga valds­ins: metoo“. Til and­svara var dóms­mála­ráð­herra. Þing­menn úr öllum þing­flokkum og af báðum kynjum tóku þátt í umræð­un­um. Umræðan tók til sam­fé­lags­ins alls og var ekki ein­skorðuð við stjórn­mál­in. Ræðu­menn for­dæmdu ein­róma ríkj­andi ástand og árétt­uðu mik­il­vægi þess að karl­menn hefðu frum­kvæði að bættu hug­ar­fari meðal karla og stuðl­uðu þannig að betra sam­fé­lagi. Var rík sam­staða meðal ræðu­manna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.

Alþingi ekki hefð­bund­inn vinnu­staður

Í til­lög­unni segir enn fremur að Alþingi sé ekki hefð­bund­inn vinnu­staður sem sætir stjórn til­tek­ins vinnu­veit­anda og eigi vinnu­vernd­ar­lög­gjöf því ekki við um Alþingi með sama hætti og um venju­lega vinnu­staði. Þau mark­mið sem búa að baki jafn­rétt­is- og vinnu­vernd­ar­lög­gjöf, um að gera fólki kleift að sinna starfi sínu án þess að eiga á hættu að þurfa að þola kyn­ferð­is­lega áreitni og stuðla þannig að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi, eigi þó jafn vel við um alþing­is­menn, sem og starfs­menn og gesti þings­ins, og aðra. Því sé nauð­syn­legt að skýr­lega liggi fyrir hvernig eigi að fyr­ir­byggja og bregð­ast við kyn­ferð­is­legri áreitni á Alþingi ekki síður en á venju­legum vinnu­stöð­um.

„Til­gangur siða­reglna fyrir alþing­is­menn er að efla gagn­sæi í störfum alþing­is­manna og ábyrgð­ar­skyldu þeirra, svo og til­trú og traust almenn­ings á Alþingi. Í þessu felst jafn­framt að stuðla að heil­brigðu starfs­um­hverfi þjóð­kjör­inna full­trúa og um leið að þing­menn beri virð­ingu fyrir starfi sínu, sam­herjum sínum og mótherjum og öðrum, þ.m.t. þeim sem erindi eiga inn á starfs­vett­vang þeirra og gagn­vart þeim sem þing­menn eiga sam­skipti við í störfum sínum utan þings. Það er því eðli­legt og rétt­mætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa kom­ið, að í siða­reglum fyrir alþing­is­menn komi fram sú meg­in­regla að þing­menn skuld­bindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kyn­bundna og kyn­ferð­is­lega áreitni, ein­elti og aðra ótil­hlýði­lega fram­komu. Jafn­framt að það sé skylda hvers og eins þing­manns að hafna slíku hátt­erni og að þing­menn skuli ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra van­virð­andi fram­komu,“ segir í til­lög­unni.

Mark­mið breyt­ing­anna er, sam­kvæmt til­lög­unni, að það komi fram með skýrum hætti að gild­andi siða­reglum alþing­is­manna er ætlað að stuðlað að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi innan þings þar sem hvers konar áreitni, kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni, og annarri van­virð­andi fram­komu er afdrátt­ar­laust hafn­að. Jafn­framt er þá vísað til hátt­ernis þing­manns gagn­vart öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum Alþingis og gestum í starfi hans á Alþingi eða á vegum þess sem þjóð­kjör­ins full­trúa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent