#metoo hefur áhrif – Til stendur að breyta siðareglum alþingismanna

Þingsályktunartillaga þess efnis að bæta við siðareglur fyrir alþingismenn hefur verið lögð fram.

Alþingi  - metoo
Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið lögð fram á Alþingi þar sem lagt er til að gerðar verði tvær breyt­ingar á siða­reglum fyrir alþing­is­menn. Hún var lögð fram þann 23. mars síð­ast­lið­inn en fyrsti flutn­ings­maður er Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is. Þverpóli­tísk sátt við­ist ríkja um málið þar sem flutn­ings­menn eru úr VG, Mið­flokkn­um, Píröt­um, Fram­sókn­ar­flokkn­um, Flokki fólks­ins, Við­reisn, Sjálf­stæð­is­flokknum og Sam­fylk­ing­unni.

Í fyrsta lagi er lagt til að nýjum staf­lið verði bætt við sem segir að alþing­is­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi er lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna komi ný grein sem hljóði svo: „Þing­menn skulu ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Auglýsing

Rík sam­staða í #metoo-um­ræðu

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að fljót­lega eftir að Alþingi kom saman eftir alþing­is­kosn­ing­arnar í lok októ­ber síð­ast­lið­inn hafi karl­kyns­þing­menn komið þeirri áskorun til for­sætis­nefndar Alþingis að haldin yrði ráð­stefna í formi „rak­ara­stofu“ sem gæfi körlum og konum á þingi tæki­færi til að eiga opin­skáar sam­ræður í ljósi umræðna um kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni innan stjórn­mál­anna.

Að beiðni Albertínu Frið­bjargar Elí­as­dóttur alþing­is­manns setti for­seti Alþingis á dag­skrá þing­fundar 19. des­em­ber 2017 sér­staka umræðu um „í skugga valds­ins: metoo“. Til and­svara var dóms­mála­ráð­herra. Þing­menn úr öllum þing­flokkum og af báðum kynjum tóku þátt í umræð­un­um. Umræðan tók til sam­fé­lags­ins alls og var ekki ein­skorðuð við stjórn­mál­in. Ræðu­menn for­dæmdu ein­róma ríkj­andi ástand og árétt­uðu mik­il­vægi þess að karl­menn hefðu frum­kvæði að bættu hug­ar­fari meðal karla og stuðl­uðu þannig að betra sam­fé­lagi. Var rík sam­staða meðal ræðu­manna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.

Alþingi ekki hefð­bund­inn vinnu­staður

Í til­lög­unni segir enn fremur að Alþingi sé ekki hefð­bund­inn vinnu­staður sem sætir stjórn til­tek­ins vinnu­veit­anda og eigi vinnu­vernd­ar­lög­gjöf því ekki við um Alþingi með sama hætti og um venju­lega vinnu­staði. Þau mark­mið sem búa að baki jafn­rétt­is- og vinnu­vernd­ar­lög­gjöf, um að gera fólki kleift að sinna starfi sínu án þess að eiga á hættu að þurfa að þola kyn­ferð­is­lega áreitni og stuðla þannig að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi, eigi þó jafn vel við um alþing­is­menn, sem og starfs­menn og gesti þings­ins, og aðra. Því sé nauð­syn­legt að skýr­lega liggi fyrir hvernig eigi að fyr­ir­byggja og bregð­ast við kyn­ferð­is­legri áreitni á Alþingi ekki síður en á venju­legum vinnu­stöð­um.

„Til­gangur siða­reglna fyrir alþing­is­menn er að efla gagn­sæi í störfum alþing­is­manna og ábyrgð­ar­skyldu þeirra, svo og til­trú og traust almenn­ings á Alþingi. Í þessu felst jafn­framt að stuðla að heil­brigðu starfs­um­hverfi þjóð­kjör­inna full­trúa og um leið að þing­menn beri virð­ingu fyrir starfi sínu, sam­herjum sínum og mótherjum og öðrum, þ.m.t. þeim sem erindi eiga inn á starfs­vett­vang þeirra og gagn­vart þeim sem þing­menn eiga sam­skipti við í störfum sínum utan þings. Það er því eðli­legt og rétt­mætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa kom­ið, að í siða­reglum fyrir alþing­is­menn komi fram sú meg­in­regla að þing­menn skuld­bindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kyn­bundna og kyn­ferð­is­lega áreitni, ein­elti og aðra ótil­hlýði­lega fram­komu. Jafn­framt að það sé skylda hvers og eins þing­manns að hafna slíku hátt­erni og að þing­menn skuli ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra van­virð­andi fram­komu,“ segir í til­lög­unni.

Mark­mið breyt­ing­anna er, sam­kvæmt til­lög­unni, að það komi fram með skýrum hætti að gild­andi siða­reglum alþing­is­manna er ætlað að stuðlað að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi innan þings þar sem hvers konar áreitni, kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni, og annarri van­virð­andi fram­komu er afdrátt­ar­laust hafn­að. Jafn­framt er þá vísað til hátt­ernis þing­manns gagn­vart öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum Alþingis og gestum í starfi hans á Alþingi eða á vegum þess sem þjóð­kjör­ins full­trúa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent