#metoo hefur áhrif – Til stendur að breyta siðareglum alþingismanna

Þingsályktunartillaga þess efnis að bæta við siðareglur fyrir alþingismenn hefur verið lögð fram.

Alþingi  - metoo
Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið lögð fram á Alþingi þar sem lagt er til að gerðar verði tvær breyt­ingar á siða­reglum fyrir alþing­is­menn. Hún var lögð fram þann 23. mars síð­ast­lið­inn en fyrsti flutn­ings­maður er Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is. Þverpóli­tísk sátt við­ist ríkja um málið þar sem flutn­ings­menn eru úr VG, Mið­flokkn­um, Píröt­um, Fram­sókn­ar­flokkn­um, Flokki fólks­ins, Við­reisn, Sjálf­stæð­is­flokknum og Sam­fylk­ing­unni.

Í fyrsta lagi er lagt til að nýjum staf­lið verði bætt við sem segir að alþing­is­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi er lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna komi ný grein sem hljóði svo: „Þing­menn skulu ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Auglýsing

Rík sam­staða í #metoo-um­ræðu

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að fljót­lega eftir að Alþingi kom saman eftir alþing­is­kosn­ing­arnar í lok októ­ber síð­ast­lið­inn hafi karl­kyns­þing­menn komið þeirri áskorun til for­sætis­nefndar Alþingis að haldin yrði ráð­stefna í formi „rak­ara­stofu“ sem gæfi körlum og konum á þingi tæki­færi til að eiga opin­skáar sam­ræður í ljósi umræðna um kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni innan stjórn­mál­anna.

Að beiðni Albertínu Frið­bjargar Elí­as­dóttur alþing­is­manns setti for­seti Alþingis á dag­skrá þing­fundar 19. des­em­ber 2017 sér­staka umræðu um „í skugga valds­ins: metoo“. Til and­svara var dóms­mála­ráð­herra. Þing­menn úr öllum þing­flokkum og af báðum kynjum tóku þátt í umræð­un­um. Umræðan tók til sam­fé­lags­ins alls og var ekki ein­skorðuð við stjórn­mál­in. Ræðu­menn for­dæmdu ein­róma ríkj­andi ástand og árétt­uðu mik­il­vægi þess að karl­menn hefðu frum­kvæði að bættu hug­ar­fari meðal karla og stuðl­uðu þannig að betra sam­fé­lagi. Var rík sam­staða meðal ræðu­manna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.

Alþingi ekki hefð­bund­inn vinnu­staður

Í til­lög­unni segir enn fremur að Alþingi sé ekki hefð­bund­inn vinnu­staður sem sætir stjórn til­tek­ins vinnu­veit­anda og eigi vinnu­vernd­ar­lög­gjöf því ekki við um Alþingi með sama hætti og um venju­lega vinnu­staði. Þau mark­mið sem búa að baki jafn­rétt­is- og vinnu­vernd­ar­lög­gjöf, um að gera fólki kleift að sinna starfi sínu án þess að eiga á hættu að þurfa að þola kyn­ferð­is­lega áreitni og stuðla þannig að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi, eigi þó jafn vel við um alþing­is­menn, sem og starfs­menn og gesti þings­ins, og aðra. Því sé nauð­syn­legt að skýr­lega liggi fyrir hvernig eigi að fyr­ir­byggja og bregð­ast við kyn­ferð­is­legri áreitni á Alþingi ekki síður en á venju­legum vinnu­stöð­um.

„Til­gangur siða­reglna fyrir alþing­is­menn er að efla gagn­sæi í störfum alþing­is­manna og ábyrgð­ar­skyldu þeirra, svo og til­trú og traust almenn­ings á Alþingi. Í þessu felst jafn­framt að stuðla að heil­brigðu starfs­um­hverfi þjóð­kjör­inna full­trúa og um leið að þing­menn beri virð­ingu fyrir starfi sínu, sam­herjum sínum og mótherjum og öðrum, þ.m.t. þeim sem erindi eiga inn á starfs­vett­vang þeirra og gagn­vart þeim sem þing­menn eiga sam­skipti við í störfum sínum utan þings. Það er því eðli­legt og rétt­mætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa kom­ið, að í siða­reglum fyrir alþing­is­menn komi fram sú meg­in­regla að þing­menn skuld­bindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kyn­bundna og kyn­ferð­is­lega áreitni, ein­elti og aðra ótil­hlýði­lega fram­komu. Jafn­framt að það sé skylda hvers og eins þing­manns að hafna slíku hátt­erni og að þing­menn skuli ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra van­virð­andi fram­komu,“ segir í til­lög­unni.

Mark­mið breyt­ing­anna er, sam­kvæmt til­lög­unni, að það komi fram með skýrum hætti að gild­andi siða­reglum alþing­is­manna er ætlað að stuðlað að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi innan þings þar sem hvers konar áreitni, kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni, og annarri van­virð­andi fram­komu er afdrátt­ar­laust hafn­að. Jafn­framt er þá vísað til hátt­ernis þing­manns gagn­vart öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum Alþingis og gestum í starfi hans á Alþingi eða á vegum þess sem þjóð­kjör­ins full­trúa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent