Nær helmingur karlmanna sagðist hafa áreitt

Tæpur helmingur karlkyns svarenda netkönnunar Harvard Business Review viðurkenndu að þeir höfðu tekið þátt í athæfi sem nú yrði skilgreint sem kynferðisleg áreitni.

Áhrif #MeToo og #TimesUp herferðanna á vinnustaði eru enn óljós.
Áhrif #MeToo og #TimesUp herferðanna á vinnustaði eru enn óljós.
Auglýsing

Nær helmingur karlmanna sem svöruðu netkönnun tímaritsins Harvard Business Review sögðust hafa gert eitthvað í fortíðinni sem yrði skilgreint sem kynferðisleg áreitni í dag. Könnunin mældi einnig áhrif  #MeToo og #TimesUp á vinnustaði, en þau eru talin óljós samkvæmt frétt á vef tímaritsins sem birtist í gær. 

Samkvæmt fréttinni lét tímaritið gera könnun til þess að skoða eftirfylgni #MeToo og #TimesUp byltinganna sem vöktu athygli á kynbundinni áreitni í garð kvenna síðasta vetur. Könnunin var framkvæmd á netinu og alls svöruðu 1.100 manns henni, en flestar spurningarnar sneru að því hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað á vinnustöðum svarendanna vegna byltinganna.

Auglýsing

Heilt yfir sýndi könnunin jákvæð viðhorf í garð umræðunnar um kynferðislega áreitni, en um 63% viðmælenda lýstu #MeToo sem „heilbrigðri,“ auk þess sem 45% þeirra segja það hafa orðið öruggara að deila eigin reynslusögum af ofbeldi. Þá höfðu 28% svarenda deilt eigin sögu um kynferðislegaa áreitni, en 41% viðmælenda þekktu einhvern sem hafði gert það. 

Frétt Harvard Business Review segir svör karlkyns viðmælenda könnunarinnar hafa staðfest umfang vandamálsins sem byltingarnar færðu í sviðsljósið. Nær helmingur þeirra sögðust hafa einhvern tímann í fortíðinni tekið þátt í athæfi sem nú væri skilgreint sem kynferðisleg áreitni eða misferli. 

Þegar kom að því að mæla raunverulega eftirfylgni #MeToo og #TimesUp á vinnustöðum voru niðurstöður könnunarinnar hins vegar óskýrar. Um 56% viðmælenda sögðust hafa fundið fyrir einhverjum framförum, en aðeins um þriðjungur vildi meina að framfarirnar hafi verið meiri en litlar. Aðeins 19% kvenmanna og 23% karlmanna sögðu vinnustaðinn sinn hafi hrundið af stað starfsmannaþjálfun sem miðaði að samskiptum kynjanna auk þess sem 23% kvennna og 17% karlmanna sögðust hafa séð haldbærar breytingar á vinnustaðnum sem auka trú þeirra á viðbragðsgetu kerfisins ef slík atvik koma upp. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent