„Þið eruð meiri hetjur en þið gerið ykkur grein fyrir“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og ráðherra, segir að hún hafi sett Jóni Baldvin stólinn fyrir dyrnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og ráð­herra, segir í færslu inn á MeToo hópi á Face­book, þar sem sögur hafa birst af kyn­ferð­is­legri áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, að hún hafi sett honum stól­inn fyrir dyrnar fyrir kosn­ing­arnar 2007, eftir að hafa heyrt af bréf­unum sem hann sendi Guð­rúnu Harð­ar­dótt­ur, þá á barns­aldri. 

Hún seg­ist hafa átt fund með Jóni Bald­vin, sem Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri, var á einnig, þar sem hún sagði Jóni Bald­vin að hann gæti ekki tekið sæti á list­an­um. 

Jón Bald­vin brást illa við, en Ingi­björg Sól­rún sagði nauð­syn­legt að halda þessu til haga, í ljósi þess algjöra skorts á sóma­kennd sem Jón Bald­vin hefði sýnt að und­an­förnu.

Auglýsing

Ingi­björg Sól­rún lýkur færslu sinni á því að segja, að Aldís Schram og Guð­rún, séu meiri hetjur en þær geri sér grein fyr­ir, og hrósar þeim konum sem hafa haft hug­rekki til að taka slag­inn við Jón Bald­vin.

Vef­síða með sögum af kyn­ferð­is­legri áreitni Jóns Bald­vins var opnuð fyrr í dag, eins og greint var frá á vef Kjarn­ans.

Færslan í heild sinni fer hér að neð­an: 

„Í við­tölum og greinum um þær ásak­anir sem á hann eru bornar af fjölda kvenna hefur JBH við­ur­kennt að ein þeirra eigi við rök að styðj­ast. Hann hefur s.s við­ur­kennt að hafa skrifað klám­fengin bréf til Guð­rúnar Harð­ar­dóttur þ.e.a.s hann hefur við­ur­kennt að hafa skrifað eitt slíkt bréf fullur og leiður á flug­stöð. Öll hin bréfin er hann búinn að hvít­þvo. Í þetta eins skipti hafi hann gerst sekur um ,,dóm­greind­ar­brest” sem hann seg­ist marg­sinnis hafa beðist afsök­unar á án þess að vera virtur við­lits. En það þarf ekki að hlusta lengi á hann til að átta sig á að auð­vitað finnst honum sem þarna hafi verið gerður úlf­aldi úr mýflugu. Ekkisens bölv­aður ,,öfga­fem­in­is­minn” sem engu eir­ir. Í raun skamm­ast hann sín ekki vit­und fyrir hvernig hann braut gegn Guð­rúnu eða öðrum konum og ég held að eft­ir­far­andi sé órækur vitn­is­burður um það.

Ég varð for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar árið 2005 og einn af þeim sem studdi mig í for­manns­fram­boði var JBH. Á þessum tíma mat ég hann mik­ils sem skarpan sam­fé­lags­rýni og öfl­ugan bar­daga­mann í póli­tík þó að mér væri líka vel ljóst að hann var galla­gripur sem betra var að hafa ekki alltof nálægt sér. Af og til gerð­ist það líka að konur hvísl­uðu því að mér að fara var­lega - hann væri ekki allur þar sem hann er séð­ur. Aldrei vissi ég hvað það var sem þær voru að ýja að - eða kannski vildi ég bara ekki vita það. Þegar fór að líða nær kosn­ingum 2007 gerð­ist JBH sífellt fyr­ir­ferð­ar­meiri í hinni póli­tísku umræðu og sá orðrómur fór af stað að ef Sam­fylk­ingin yrði í rík­is­stjórn eftir kosn­ingar þá væri hann hugs­an­legt ráð­herra­efni. Um líkt leyti heyrði ég í fyrsta sinn ávæn­ing af því að hann hefði skrifað Guð­rúnu Harð­ar­dóttur mjög tví­ræð bréf þegar hann var sendi­herra.

Í mínum póli­tísku önnum lét ég kyrrt liggja þar til í jan­úar 2007 þegar verið var að stilla upp á lista fyrir þing­kosn­ing­arnar það vor en þá komst ég að því að upp­still­ing­ar­nefndin hafði boðið JBH heið­urs­sætið á öðrum list­an­um. Ég átt­aði mig á því að ég yrði að kom­ast til botns í þessu máli – sjálfrar mín vegna og Sam­fylk­ing­ar­innar vegna. Ég myndi aldrei fyr­ir­gefa sjálfri mér að kom­ast síðar að því að JBH hefði valdið Guð­rúnu dóttur Möllu vin­konu minnar miska og ég hefði kosið að snúa blinda aug­anu að því. Guð­rún var í Berlín þegar þetta var og ég hafði sam­band við Hörð pabba hennar og bað hann að hitta mig. Hann sagði mér alla sól­ar­sög­una, lét mig hafa afrit af öllum bréfum JBH til Guð­rúnar og sagði mér jafn­framt að málið hefði verið kært til lög­reglu. Þessi vit­neskja lagði mér ákveðnar skyldur á herðar en um leið var þetta vand­með­farið því ég hafði enga heim­ild til að gera þetta opin­bert – þetta var saga Guð­rúnar og hennar að ákveða hvort og þá hvenær hún kysi að stíga fram og segja hana. Ég ákvað engu að síður að boða JBH á minn fund, greina honum frá vit­neskju minni og óska eftir því við hann dragi sig til baka af fram­boðs­list­an­um.

Ég vissi að ég yrði að hafa vitni að þessu sam­tali og fékk Dag B. Egg­erts­son til að vera við­stadd­an. Er skemmst frá því að segja að JBH brást ókvæða við, sagði að það væru engin sak­ar­efni og að sak­sókn­ari myndi að öllum lík­indum vísa mál­inu frá. Ég sagði honum þá að það breytti í sjálfu sér engu, söm væri gjörð­in. Ég hefði lesið bréf­in, þekkti inni­hald þeirra og fram­koma hans væri þess eðlis að ég vildi ekki hafa hann á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ég hefði hins vegar ekk­ert leyfi til að gera þessa vit­neskju mína opin­bera og hann yrði því sjálfur að hafa sam­band við upp­still­inga­nefnd­ina og taka sig af list­an­um. JBH fór í fússi en mun þann sama dag hafa tekið sig af list­an­um. Þetta var á föstu­degi. Á sunnu­degi var ég heima hjá mér að horfa á Silfur Egils og hver var þá mættur þar til að básúna póli­tískan ágrein­ing sinn við for­mann Sam­fylk­ing­ar­innar sem varð til þess að honum hafi verið bolað úr heið­urs­sæti á lista fyrir kosn­ing­arn­ar? Auð­vitað JBH sem ákvað að fara í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir ef ske kynni að fjöl­miðlar fengju pata af mál­inu. Hann vissi líka sem var að ég gat ekki með nokkru móti varið mig því þá hefði ég þurft að gera mál Guð­rún­ar, og hana þar með, að fjöl­miðla­mat sem ég átti ekk­ert með að gera. Ég átti því ekki annan kost en að þegja þunnu hljóði meðan JBH geis­aði.

Ástæðan fyrir því að ég segi þessa sögu núna er sú að hún varpar ljósi á þann algera skort á sóma­kennd sem ein­kennir alla fram­göngu JBH. Honum finnst sjálf­sagt að grípa til allra til­tækra með­ala til að verja sjálfan sig. Allt frá því mál Guð­rúnar kom inn á borð sak­sókn­ara hefur JBH rakið það til ,,fjöl­skyldu­harm­leiks­ins” og síðan hefur hann klappað þann stein í sífellu jafn­vel þó að þar með sé hann að skrum­skæla líf dóttur sinnar og dótt­ur­dóttur og gera það að fjöl­miðla­efni. Annað vopn sem hann grípur gjarnan til er að atlagan að honum sé runnin undan rifjum þess fyrr­ver­andi for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar sem hér skrif­ar. Til að leggja honum það vopn ekki upp í hendur ákvað ég að koma ekki nálægt umfjöllun fjöl­miðla þó að eftir því hafi verið leit­að. Nú hefur JBH hins vegar sjálfur kosið að draga Sam­fylk­ing­una inn í málið þannig að það er eins gott að allir viti hvernig hans mál blöstu við mér í árs­byrjun 2007. Þetta var óskemmti­legt sam­tal sem ég átti við JBH en það sýndi mér óþyrmi­lega hvaða mann hann hafði að geyma. Þessi maður hefur birst mér oft síð­an, nú síð­ast í Silfri Egils í gær og grein­ar­skrifum í dag.

Ég tek ofan fyrir þeim konum sem hafa ákveðið að taka slag­inn við JBH og láta ekki undan síga þó að hann beiti öllum til­tækum vopnum sem finn­ast í vopna­búri hinnar eitr­uðu karl­mennsku. Sér­stak­lega vil ég segja við Aldísi og Guð­rúnu – þið eruð meiri hetjur en ég held þið gerið ykkur grein fyr­ir.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent