Er þörf á kvennahreyfingu til þess að berjast fyrir Nýrri stjórnarskrá?

Nichole Leigh Mosty vill virkja þann sterka kraft sem verður til þegar konur koma saman. Þær hafi beðið nógu lengi.

Auglýsing

Um helgina, á tíu ára afmæli hrunsins, sem virðingarvott við lýðræðislegt ferli Nýju stjórnarskrárinnar, var fyrsta stjórnin kosin í Samtökum kvenna um Nýja stjórnarskrá. Við erum hópur kvenna úr ólíkum áttum sem komum saman til þess að berjast fyrir rettlátara samfélagi. Við hvetjum allar konur til þess að ganga til liðs við okkur og allt fólk til þess að styðja okkar baráttu. Þá vonandi sjáum við einn daginn betra samfélag með vandaðari leikreglum.

Markmið okkar er að berjast fyrir innleiðingu hinnar Nýju stjórnarskrár, sem almenningur samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hún hafði aðkomu kvenna og annarra þjóðfélagshópa, öfugt við þá sem gildir í dag. Við viljum sérstaklega vekja athygli á sjónarhorni kvenna og ólíkra hópa, sem annars gætu týnst i heildarumræðunni.

Þann 20. október 2012 þegar ég mætti á kjörstað til að kjósa um Nýju stjórnarskrána var ég ekki meðvituð um alla söguna á bak við núgildandi stjórnarskrá. Ég vissi að hún var samin af efri stéttar karlmönnum. Ég var einnig meðvituð um að ákveðnir þættir í núgildandi stjórnarskrá stuðluðu að hruninu. Ég fylgdist vel með umræðunni og hvernig ný stjórnarskrá varð til. Mér fannst merkilegt að fólk úr öllum kimum samfélagsins (nema úr stjórnmálastéttinni) var boðað til að taka þátt í þjóðfundinum. Mér fannst ótrúlegt að sjá að í Stjórnlagaráði sátu 10 konur og 15 karlmenn, og meðal þeirra voru innflytjandi, útvarpsmaður, fötluð kona, bóndi, prestur, safnstjóri, nemandi og kvikmyndagerðarmaður. Það var augljóst að þetta var stjórnarskrá sem yrði okkar allra. Einnig að það lýðræðislega ferli sem farið var í myndi leiða okkur til bjartrar framtíðar, þar sem vald samfélagsins yrði fært frá valdstéttum til almennings.

Auglýsing

Á kjörstaðnum var ég spurð af manni „Af hverju ertu ÞÚ að kjósa? Þér kemur þetta ekki við, þetta er stjórnarskrá íslendinga.“ Ég svaraði „Ég er að kjósa vegna þess að Nýja stjórnaskráin snýst um gildi okkar allra, framtíð og réttindi, hjá nýjum Íslendingum jafnt sem innfæddum.“

Það er kjarni málsins og ástæða þess að Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá urðu til. Margrét Thatcher sagði einu sinni „If you want something said, ask a man; if you want something done, ask a woman.“ Við viljum virkja þann sterka kraft sem verður til þegar konur koma saman. Við höfum beðið nógu lengi. Við viljum draga úr valdníðslu og spillingu. Við viljum ekki bíða þar til yfirvöldum hentar að hlusta á ákall okkar um breytingar. Við viljum nýja stjórnarskrá sem færir valdið til okkar. Það er okkur ætlun að leiða umræðuna, að hvetja, styðja og þrýsta á stjórnmálamenn þar til hin Nýja stjórnarskrá verður innleidd. Við viljum endurvekja umræður um mikilvægi þess að við fáum stjórnarskrá sem eflir réttlæti, jöfnuðu, frelsi og reisn meðal landsmanna. Ég vil nefna sérstaklega sem dæmi 10. grein Nýju stjórnarskrárinnar sem tiltekur ofbeldi og kynferðisofbeldi, 16. gr. sem tryggir sterka fjölmiðla, 33. gr. sem verndar náttúru Íslands og umhverfi fyrir komandi kynslóðir, 34. grein þar sem auðlindar okkar eru skilgreindar sem sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar og síðast en ekki síst - 65. 66. og 67. greinar sem myndu gera okkur fært að afturkalla lög Alþingis, leggja fram eigin frumvörp og krefjast þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Við skullum ekki gleyma að 68 prósent kjósenda samþykkti drög að nýrri stjórnarskrá og hefðu lögfræðingar sérhagsmuna ekki gengið svo langt að fá hana ógilda vegna smávægilegra tæknilegra atriða, væri hún einfaldlega Stjórnarskrá Íslands..

Boðað er til útifundar á Austurvelli 11. október kl. 17:00 í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá að útifundir Harðar Torfasonar hófust haustið 2008. Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá hvetja alla til þess bera bleik höfuðföt á útifundinum. Við berum bleik höfuðföt til þess að vekja athygli á kvennasamstöðu um Nýja stjórnarskrá. Við berum bleik höfuðföt því að fyrir allan almenning er innleiðing Nýju stjórnarskrárinnar gott skref til betri framtíðar, en fyrir konur og aðra undirokaða hópa er hún bráðnauðsynlegt skref.

Við berum bleik höfuðföt til að minna á baráttu #Metoo og #höfumhátt, ljósmæðra og annarra kvennastétta, þolenda í réttarkerfinu og fjölmiðlaumhverfinu, baráttu fyrir bættum aðstæðum kvenna af erlendum uppruna - og til að minna á að Ný stjórnarskrá færir almenningi aukið vald til þess að breyta misrétti og óréttlæti í átt að betra samfélagi, fyrir okkur öll.

Höfundur er fyrrverandi þingmaður og formaður Samtaka kvenna um Nýja stjórnarskrá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar