„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“

Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.

Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja
Auglýsing

Þjóð­kirkjan hefur svarta sögu er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi en hæst fór mál Ólafs Skúla­son­ar, fyrr­ver­andi bisk­ups, á sínum tíma. Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu, Pétur Georg Markan, segir í sam­tali við Kjarn­ann að það sé skylda kirkj­unnar að læra af þess­ari sögu. Ekk­ert annað sé í boði en hann telur enn fremur að tíð Agn­esar M. Sig­urð­ar­dóttur í emb­ætti bisk­ups verði minnst fyrir það að hún hafi tekið fast á slíkum mál­um.

Eitt mál hefur form­lega komið á borð Bisk­ups­stofu síðan Agnes tók við emb­ætti árið 2012, að því er fram kemur í svari Bisk­ups­stofu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Í svar­inu segir að biskup hafi leið­beint þol­anda í form­legt ferli með pósti dag­settum 18. júní 2019. Sama bréf hafi farið í ábyrgð­ar­pósti til við­kom­andi. Einnig leið­beindi bisk­ups­rit­ari nýlega ein­stak­lingi til teymis þjóð­kirkj­unnar í gegnum síma.

Pétur hefur ekki upp­lýs­ingar um það hvort málið sem til­kynnt var í júní 2019 hafi ratað til lög­reglu eða fagráðs. Alla­vega fór málið ekki lengra innan Bisk­ups­stofu.

„Starfs­fólk kirkj­unnar (þar með bisk­up) fær engar upp­lýs­ingar um máls­með­ferð ein­staka þol­anda eða hvort mál séu í umsjón og aðgæslu sér­staks fag­hóps – sem stofnað var til og ber ábyrgð á vel­ferð þol­anda. Hugur bisk­ups er hjá hverjum þol­anda,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Þá kemur fram hjá Bisk­ups­stofu að sér­stakt verk­lag fyrir þol­anda kyn­ferð­is­legs áreitn­i/áreitis eða ofbeldis hafi verið í stöðugri þróun innan kirkj­unnar í gegnum árin. Sér­tæk aðferð kirkj­unnar sé sjálf­stæður vett­vang­ur, sér­stakur fag­hóp­ur, sem skipu­lagður sé til að þjóna þol­and­an­um. Hóp­ur­inn beri fag­lega ábyrgð á stuðn­ingi og máls­með­ferð þol­and­ans.

Eng­inn full­trúi kirkj­unnar í teym­inu

Pétur G. Markan Mynd: Biskupsstofa

Árið 2019 tók vett­vang­ur­inn „teymi þjóð­kirkj­unn­ar“ við umsjón og aðgæslu „fagráðs“ sem var ábyrgt fyrir mál­efn­inu frá árinu 1998. Í svar­inu segir enn fremur að teymi þjóð­kirkj­unnar sé aðeins skipað fag­fólki og engum full­trúa kirkj­unnar – enda sé teymið sjálf­stæður vett­vangur utan kirkj­unn­ar. Teymi þjóð­kirkj­unnar stuðli einnig að fyr­ir­byggj­andi umbreyt­ingum á menn­ingu, skil­virkum aðgerðum gegn kyn­ferð­is­legu ofbeldi, ágengni, áreiti og ein­elti.

­Starfs­fólk þjóð­kirkj­unn­ar, þar með bisk­up, hefur ekki annað aðgengi að teym­inu en að vísa málum þang­að, í ferl­ið. Verk­lag teym­is­ins boðar þagn­ar­skyldu eins og er að finna hjá starfs­fólki kirkj­unnar – hvar sem það er að finna, sam­kvæmt Bisk­ups­stofu.

Pétur segir að þau hafi metið það sem svo að það væri best fyrir við­kom­andi sem kvart­aði form­lega árið 2019 að leita til teym­is­ins með sitt mál. „Þetta er í raun og veru gert til að mynda eld­vegg á milli okkar og síðan stétt­ar­innar til þess að tryggja að málið sé algjör­lega óháð og fái með­höndlun á for­sendum þol­and­ans án þess að við komum þar nokkurn tím­ann nálægt,“ segir hann við Kjarn­ann.

Dul­ar­fulla bréfið

Í svari Bisk­ups­stofu eru mál nefnd sér­stak­lega sem fengið hafa umfjöllun í fjöl­miðlum og rekur Kjarn­inn þau hér fyrir neð­an. Í fyrsta lagi má nefna mál séra Ólafs Jóhanns­sonar en hann var leystur frá em­bætti sem sókn­ar­­prestur hjá þjóð­­kirkj­unni í sept­em­ber 2019. Þetta var nið­ur­­­staða bisk­ups­­em­bætt­is­ins eftir fundi með fimm konum sem stigu fram og lýstu kyn­­ferð­is­­­legu á­reiti, sið­­ferð­is­­brotum og ó­á­­sætt­an­­legri hegðun Ólafs, þegar þær störf­uðu með honum í Grens­ás­­kirkju.

Í öðru lagi kom upp gam­alt mál sem varð­aði brot séra Þóris Steph­en­sen. Fjöl­miðlar greindu frá því árið 2018 að Þór­ir, sem var prestur um hálfrar aldar skeið og fyrr­ver­andi dóm­­kirkju­prest­­ur, hefði mætt á fund sem hald­inn var hjá bisk­upi Íslands þremur árum áður þar sem hann bað konu afsök­unar á að hafa brotið á henni um miðja síð­ustu öld. Þórir var um tví­tugt og í námi þegar þetta gerð­ist en stúlkan innan við ferm­ingu.

Agnes bað Þóri um að taka ekki að sér fleiri at­hafn­ir eða þjón­ustu árið 2018. Mynd: Birgir Þór

Fram til árs­ins 2018 sinnti Þórir hinum ýmsu emb­ætt­is­verk­um inn­­an kirkj­unn­ar eft­ir að hann lét for­m­­lega af emb­ætti. Það ár bað Agnes Þóri um að taka ekki að sér fleiri at­hafn­ir eða þjón­­ustu. Þau voru sam­­mála um það, að sögn Agn­es­ar á sínum tíma.

Árið 2019 sendi Þórir kirkju­ráði umslag sem mátti ekki opna fyrr en ári eftir and­lát hans. Kirkjan gaf það út í fyrstu að hún myndi virða þessa ósk Þóris en ekk­ert var vitað um inni­hald umslags­ins. Kirkju­ráð sam­þykkti aftur á móti að skila bréf­inu en Agnes sagði í Kast­­ljósi þá þessum tíma að hún myndi vilja að bréf­inu yrði skilað og að hún vissi ekki hvert inn­i­hald bréfs­ins væri.

Sagði að sam­viskan væri hrein

Í þriðja lagi fékk mál séra Helga Hró­bjarts­sonar umfjöllun í fjöl­miðlum við and­lát hans árið 2018. Í frétt DV frá þeim tíma var málið rifjað upp en árið 2010 ját­aði Helgi fyrir fagráði kirkj­unnar að hafa brotið á börn­um. Í umfjöllun DV sagði að málið hefði verið mönnum sem þekktu til Helga mikið áfall enda var hann ekki þekktur fyrir annað en óeig­in­gjarnt starf og ósér­hlífni heima og erlend­is.

Á Íslandi starf­aði hann sem prestur í Þor­láks­höfn, Hrísey og á Akur­eyri. Það var á Norð­ur­landi sem Helgi braut á börn­um, sam­kvæmt DV. Erlendis var Helgi trú­boði um ára­bil í Eþíópíu en líka í Senegal. DV ræddi einnig við mann sem átti vin sem var mis­not­aður af Helga, þegar hann var 15 ára í ferð á vegum kirkj­unn­ar.

Í fjórða lagi rataði mál séra Gunn­ars Björns­sonar í fjöl­miðla en árið 2019 ræddi Stundin við sex kon­ur sem sögðu Gunn­ar hafa áreitt sig þeg­ar þær voru á barns- og ung­l­ings­aldri. At­vik­in áttu sér stað yf­ir meira en þriggja ára­tuga skeið á Ísa­­firði, Flat­eyri og Sel­­fossi þeg­ar Gunn­ar var sókn­­ar­­prest­ur og tón­list­­ar­­kenn­­ari. Gunn­ar sagði við Stund­ina að sam­viska hans væri hrein.

Að end­ingu verður að nefna stærsta málið, sem þó var löngu fyrir tíð Agn­es­ar, en árið 1996 stigu þrjár konur fram með ásak­anir á hendur séra Ólafi Skúla­syni, þáver­andi bisk­upi Íslands, um að hann hefði áreitt þær kyn­ferð­is­lega. Kirkjan hafði vitað af þessu þar sem ein kvenn­anna hafði til­kynnt Ólaf áður þegar hann var prestur í Bústaða­kirkju.

Ólafur kærði kon­urnar í kjöl­farið og studdi kirkjan hann á meðan þetta gekk yfir. Þetta sama ár til­kynnti hann afsögn sína. Eftir and­lát hans árið 2008 steig dóttir hans, Guð­rún Ebba, fram og sagði frá því að Ólafur hefði mis­notað hana sem barn. Gagn­rýn­is­raddir heyrð­ust í sam­fé­lag­inu í kjöl­farið og töldu margir að kirkjan hefði brugð­ist í málum þess­ara kvenna.

Segj­ast ekki hika við að senda fólk í leyfi

Pétur ítrekar í sam­tali við Kjarn­ann að ef gamlir tímar hafi eitt­hvað kennt þeim þá væri það hversu mik­il­vægt það sé að vanda sig, læra af sög­unni og tryggja öruggt umhverfi innan kirkj­unn­ar.

Hann segir að með því að vísa málum til teym­is­ins þá séu þau að reyna að fara með þau eins fag­lega og skil­virkt og mögu­legt sé en eng­inn prestur situr í teym­inu. Hann segir að í raun og veru vilji þau ekki fá þessi mál inn á borð Bisk­ups­stofu. „Við viljum að þau fari beint í teymið því að það er fag­leg­asti vett­vang­ur­inn. En þeg­ar, eins og í þessum til­fellum sem ég nefni í svar­inu, koma til okkar þá höfum við vísað málum í fagráðið og síðan teymið.“

Varð­andi sím­talið sem nýlega barst Bisk­ups­stofu þá segir hann að þau hafi ekki tekið afstöðu til máls­ins heldur vísað á teymið. Þau hafi leyft við­kom­andi að njóta vafans. Ef þau fái meld­ingu frá teym­inu að eitt­hvað óvið­eig­andi hafi átt sér stað þá þurfi að setja þann aðila í leyfi undir eins. „Við hikum ekki við það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar