Þolandi greindi frá 40 ára gömlu máli

Fyrir 10 árum var óskað eftir fundi með forsvarsfólki GSÍ vegna kynferðisofbeldis en um var að ræða einstakling sem hafði verið misnotaður um 40 árum áður af manni sem starfaði innan golfhreyfingarinnar.

Golf
Auglýsing

Þrjú mál er varða kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi hafa borist á borð stjórn­enda Golf­sam­bands Íslands (GSÍ) á síð­ustu tíu árum. Fyrsta málið varðar gam­alt brot en GSÍ hefur í tveimur málum hvatt aðila til þess að fara með sín mál til sér­staks sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs sem tók til starfa árið 2020.

Þetta kemur fram í svari GSÍ við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í svar­inu segir að fyrir 10 árum hafi verið óskað eftir fundi með for­svars­fólki GSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is. „Um var að ræða ein­stak­ling sem hafði verið mis­not­aður um 40 árum áður af manni sem starf­aði innan golf­hreyf­ing­ar­inn­ar. Með fund­inum vildi þol­and­inn upp­lýsa Golf­sam­bandið um brotið og þau áhrif sem atburð­ur­inn hafði haft á líf hans. Þol­and­inn hafði þá þegar leitað aðstoðar fag­að­ila.“

Fram kemur hjá GSÍ að á sama fundi hafi einnig verið upp­lýst um annað fórn­ar­lamb sama ger­anda. „Brota­mað­ur­inn hafði þá verið ákærður og hlaut síðar dóm fyrir kyn­ferð­is­brot gegn þriðja ein­stak­lingn­um. Stjórn Golf­sam­bands­ins ákvað í fram­haldi af mál­inu að setja verk­lags­reglur um mál af þessum toga. Þar sagði meðal ann­ars að ef til­kynn­ingar eða erindi bær­ust á borð sam­bands­ins er vörð­uðu hverslags ofbeldi innan golf­hreyf­ing­ar­innar væri við­kom­andi þol­anda bent á að hafa sam­band við fag­að­ila og/eða lög­reglu.“

Auglýsing

Úrbóta­vinna er hafin – GSÍ for­dæmir allt ofbeldi og stendur með þolendum

Sam­kvæmt svari GSÍ tók sér­stakur sam­skipta­ráð­gjafi íþrótta- og æsku­lýðs­starfs til starfa árið 2020 og nú skal öllum málum sem ber­ast Golf­sam­band­inu vísað til hans.

GSÍ hefur í tveimur málum hvatt aðila til þess að fara með sín mál til sam­skipta­ráð­gjafans, eins og áður seg­ir, en þau snúa bæði að sam­skiptum ein­stak­linga við golf­klúbba. Einnig hefur Golf­sam­band Íslands not­ast við for­varn­ar­efni frá ÍSÍ, að því er fram kemur í svar­inu.

„At­burðir síð­ustu vikna hafa leitt það í ljós að bæta má enn frekar ferla, við­brögð og fræðslu innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar bæði hvað varðar for­varnir gegn ofbeldi sem og við­brögð við til­kynn­ingum um atvik og með­höndlun þeirra. Hafin er ýmis úrbóta­vinna til að tryggja að allir innan vébanda hreyf­ing­ar­innar hafi þau tól og tæki sem þarf til að bregð­ast rétt við atvikum er upp koma í starfi hreyf­ing­ar­innar og auka öryggi allra innan henn­ar,“ segir í svari GSÍ og vísar þarna í umfjöllun um ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi innan KSÍ.

Golf­sam­band Íslands seg­ist að end­ingu for­dæma allt ofbeldi og standa með þolend­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent