Þolandi greindi frá 40 ára gömlu máli

Fyrir 10 árum var óskað eftir fundi með forsvarsfólki GSÍ vegna kynferðisofbeldis en um var að ræða einstakling sem hafði verið misnotaður um 40 árum áður af manni sem starfaði innan golfhreyfingarinnar.

Golf
Auglýsing

Þrjú mál er varða kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi hafa borist á borð stjórn­enda Golf­sam­bands Íslands (GSÍ) á síð­ustu tíu árum. Fyrsta málið varðar gam­alt brot en GSÍ hefur í tveimur málum hvatt aðila til þess að fara með sín mál til sér­staks sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta- og æsku­lýðs­starfs sem tók til starfa árið 2020.

Þetta kemur fram í svari GSÍ við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í svar­inu segir að fyrir 10 árum hafi verið óskað eftir fundi með for­svars­fólki GSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is. „Um var að ræða ein­stak­ling sem hafði verið mis­not­aður um 40 árum áður af manni sem starf­aði innan golf­hreyf­ing­ar­inn­ar. Með fund­inum vildi þol­and­inn upp­lýsa Golf­sam­bandið um brotið og þau áhrif sem atburð­ur­inn hafði haft á líf hans. Þol­and­inn hafði þá þegar leitað aðstoðar fag­að­ila.“

Fram kemur hjá GSÍ að á sama fundi hafi einnig verið upp­lýst um annað fórn­ar­lamb sama ger­anda. „Brota­mað­ur­inn hafði þá verið ákærður og hlaut síðar dóm fyrir kyn­ferð­is­brot gegn þriðja ein­stak­lingn­um. Stjórn Golf­sam­bands­ins ákvað í fram­haldi af mál­inu að setja verk­lags­reglur um mál af þessum toga. Þar sagði meðal ann­ars að ef til­kynn­ingar eða erindi bær­ust á borð sam­bands­ins er vörð­uðu hverslags ofbeldi innan golf­hreyf­ing­ar­innar væri við­kom­andi þol­anda bent á að hafa sam­band við fag­að­ila og/eða lög­reglu.“

Auglýsing

Úrbóta­vinna er hafin – GSÍ for­dæmir allt ofbeldi og stendur með þolendum

Sam­kvæmt svari GSÍ tók sér­stakur sam­skipta­ráð­gjafi íþrótta- og æsku­lýðs­starfs til starfa árið 2020 og nú skal öllum málum sem ber­ast Golf­sam­band­inu vísað til hans.

GSÍ hefur í tveimur málum hvatt aðila til þess að fara með sín mál til sam­skipta­ráð­gjafans, eins og áður seg­ir, en þau snúa bæði að sam­skiptum ein­stak­linga við golf­klúbba. Einnig hefur Golf­sam­band Íslands not­ast við for­varn­ar­efni frá ÍSÍ, að því er fram kemur í svar­inu.

„At­burðir síð­ustu vikna hafa leitt það í ljós að bæta má enn frekar ferla, við­brögð og fræðslu innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar bæði hvað varðar for­varnir gegn ofbeldi sem og við­brögð við til­kynn­ingum um atvik og með­höndlun þeirra. Hafin er ýmis úrbóta­vinna til að tryggja að allir innan vébanda hreyf­ing­ar­innar hafi þau tól og tæki sem þarf til að bregð­ast rétt við atvikum er upp koma í starfi hreyf­ing­ar­innar og auka öryggi allra innan henn­ar,“ segir í svari GSÍ og vísar þarna í umfjöllun um ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi innan KSÍ.

Golf­sam­band Íslands seg­ist að end­ingu for­dæma allt ofbeldi og standa með þolend­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent