Tap Isavia frá því að faraldurinn hófst nemur 18,3 milljörðum króna

Samanlagt rekstrartap samstæðu Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna. Rekstrarafkoman á fyrri helmingi þessa árs var neikvæð um 5,1 milljarð.

Samanlagt rekstrartap Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna.
Samanlagt rekstrartap Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna.
Auglýsing

Rekstr­ar­tap sam­stæðu opin­bera hluta­fé­lags­ins Isa­via á fyrri hluta þessa árs nam 5,1 millj­arði króna, sem er svipuð afkoma og á fyrri hluta sein­asta árs. Í fyrra tap­aði Isa­via 13,2 millj­örðum og sam­an­lagt rekstr­ar­tap Isa­via árið 2020 og á fyrri hluta þessa árs nemur því 18,3 millj­örðum króna.

Isa­via segir frá rekstr­ar­af­komu sinni á fyrri hluta árs í til­kynn­ingu í dag. Í henni segir að áhrifa kór­ónu­veirunnar hafi enn gætt veru­lega á rekstur félags­ins á fyrri hluta árs­ins, en sam­dráttur tekna var um 27 pró­sent miðað við fyrri helm­ing síð­asta árs og 65 pró­sent miðað við fyrri helm­ing árs­ins 2019. Ef ein­göngu er horft til móð­ur­fé­lags­ins, sem sinnir rekstri Kefla­vík­ur­flug­vallar er tekju­sam­drátt­ur­inn enn meiri, eða um 83 pró­sent miðað við fyrri helm­ings árs 2019.

„Miðað við fyrri helm­ing árs­ins 2020 fóru 76% færri far­þegar um Kefla­vík­ur­flug­völl en á sama tíma­bili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helm­ingar áranna 2019 og 2021 nemur sam­drátt­ur­inn um 93%,“ segir í til­kynn­ingu Isa­via.

Í til­kynn­ing­unni segir að heild­ar­af­koma tíma­bils­ins hafi verið nei­kvæð um 3,5 millj­arða króna sam­an­borið við nei­kvæða afkomu um 7,6 millj­arða króna fyrir sama tíma­bil í fyrra. Þann við­snún­ing segir að rekja megi til „já­kvæðra geng­is­á­hrifa vegna lang­tíma­lána í erlendum gjald­miðl­u­m.“

For­stjór­inn segir sótt­varna­tak­mark­anir skýra færri far­þega en búist var við

Svein­björn Ind­riða­son for­stjóri Isa­via segir í til­kynn­ingu að áhrifa veirunnar gæti enn veru­lega á rekstur flug­valla og flug­leið­sögu­þjón­ustu og segir hann sömu­leiðis að harðar sótt­varna­tak­mark­anir á landa­mærum hafi dregið úr fjölda far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl.

„End­ur­heimtin á Kefla­vík­ur­flug­velli hefur farið hægar af stað en við áttum von á. Ljóst er að fjöldi far­þega á síð­ustu mán­uðum þessa árs verður minni en við von­uð­umst eftir og má rekja það beint til harðra tak­mark­ana sótt­varn­ar­yf­ir­valda á landa­mærum Íslands. Flug­fé­lög hafa dregið úr fram­boði sínu og þeim flug­fé­lög­um, sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetr­ar­mán­uð­ina, hefur fækkað og gæti þeim auð­veld­lega fækkað enn frek­ar. Þessi staða er mikið áhyggju­efni, og í raun alvar­leg, þar sem við ættum að vera að vinna með end­ur­heimt­inni en ekki gegn henn­i,“ er haft eftir Svein­birni í til­kynn­ingu Isa­via.

Auglýsing

Áfram haldið með upp­bygg­ingu í Kefla­vík

Í til­kynn­ing­unni er segir að þrátt fyrir óvissu í vetur hafi Isa­via að nýju hafið fram­kvæmdir á Kefla­vík­ur­flug­velli í sam­ræmi við upp­bygg­ing­ar­á­ætlun félags­ins:

„Ákvörðun um að auka hlutafé í Isa­via fyrr á árinu gerði okkur mögu­legt að hefj­ast handa við upp­bygg­ing­una á Kefla­vík­ur­flug­velli og stuðla þannig áfram að end­ur­reisn ferða­þjón­ust­unn­ar. Frek­ari upp­bygg­ing, og þá ekki síst þegar kemur að tengi­stöð­inni á Kefla­vík­ur­flug­velli, styður við fjölgun öfl­ugra flug­teng­inga en þær eru ein af lyk­il­for­sendum lífs­gæða á Ísland­i,” er haft eftir for­stjór­anum um þetta efni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent