Það er flókið að reka flugvelli í heimsfaraldri

Tap Isavia eftir skatta nam 13,2 milljörðum árið 2020. Tekjusamdrátturinn á þessu ári faraldurs nam 62 prósentum og forstjórinn segir faraldurinn hreinlega hafa tekið völdin af stjórnendum opinbera hlutafélagsins.

Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Auglýsing

Afkoma sam­stæðu Isa­via árið 2020 var nei­kvæð um 13,2 millj­arða króna – um 14,4 millj­örðum lak­ari en í árið 2019. Tekj­urnar dróg­ust saman um 62 pró­sent frá fyrra ári og námu um 14,7 millj­örð­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Isa­via, en árs­reikn­ingur opin­bera hluta­fé­lags­ins var sam­þykktur á aðal­fundi í dag.

Tekju­sam­drátt­inn má að sjálf­sögðu rekja til þess að umferð um Kefla­vík­ur­flug­völl hefur hrunið vegna heims­far­ald­urs­ins, en far­þegum sem fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl fækk­aði um 81 pró­sent frá árinu 2019.

Far­ald­ur­inn tók völdin

„Árið 2020 var afar krefj­andi fyrir rekstur flug­valla og flug­leið­sögu í öllum heim­in­um. Heims­far­ald­ur­inn af völdum Covid-19 tók í raun völdin í öllum okkar dag­legu athöfnum og fór Isa­via síður en svo var­hluta af því. Á síð­asta ári fór mikil orka í að tryggja fjár­mögnun og aðgang okkar að lausu fé ásamt því að standa vörð um sterka inn­viði félags­ins,“ er haft eftir Svein­birni Ind­riða­syni, for­stjóra Isa­via, í frétta­til­kynn­ingu.

Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Mynd: Aðsend

Hann segir að búið sé að snúa vörn í sókn. Vel hafi tek­ist að tryggja aðgang að lausu fé, en hand­bært fé Isa­via nam um 9,4 millj­örðum króna í árs­lok 2020. Svein­björn segir að þrátt fyrir að taka hafi þurft erf­iðar ákvarð­anir og fækka starfs­fólki á síð­asta ári hafi félagið engu að síður getað „staðið vörð um stærri hluta starfa.

Ríkið tók ákvörðun um það í jan­úar að spýta 15 millj­örðum króna inn í rekstur Isa­via. Svein­björn segir það hafa verið mik­il­væga ákvörð­un.

„Fjár­mála­ráð­herra, fyrir hönd eig­anda okk­ar, tók ákvörðun í byrjun þessa árs að auka hlutafé í félag­inu sem gerði okkur kleift að fara með upp­bygg­inga­á­form Kefla­vík­ur­flug­vallar af stað á ný. Sú ákvörðun var afar mik­il­væg, bæði fyrir sam­keppn­is­hæfni flug­vall­ar­ins til fram­tíðar og mögu­leika okkar að kom­ast út úr Covid-19, miðað við mis­mun­andi sviðs­myndir en ekki síst fyrir erfitt atvinnu­á­stand í nær­sveit­ar­fé­lögum Kefla­vík­ur­flug­vall­ar,“ er haft eftir Svein­birni.

Áfram má búast við því að rask verði á ferðum til og frá Íslandi vegna far­ald­urs­ins, enda bólu­setn­ing hér á landi skammt á veg kom­in. Svein­björn segir það engu að síður „lyk­il­at­riði að missa ekki sjónar á því mark­miði að opna Ísland þegar tæki­færið gefst“ og bætir við að bólu­setn­ingar á tveimur mik­il­væg­ustu mörk­uð­un­um, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, gangi vel og stjórn­völd á Íslandi hafi boðað „afar mik­il­væg skref í átt að opnun lands­ins.“

Auglýsing

„Auð­vitað þurfum við að taka mið af stöðu far­ald­urs­ins hverju sinni en við finnum fyrir miklum áhuga hjá flug­fé­lögum sem við þjónum á þeim skrefum sem hafa verið rædd vegna umferðar til Íslands og munum að sjálf­sögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að end­ur­heimtin verði sem far­sælu­st,” segir Svein­björn.

Á aðal­fundi Isa­via í dag var kosin stjórn og vara­stjórn félags­ins. Stjórn­irnar eru óbreytt­ar. Í aðal­stjórn sitja Orri Hauks­son, stjórn­ar­for­mað­ur, Eva Pand­ora Bald­urs­dótt­ir, Matth­ías Páll Ims­land, Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dóttir og Valdi­mar Hall­dórs­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent