Það er flókið að reka flugvelli í heimsfaraldri

Tap Isavia eftir skatta nam 13,2 milljörðum árið 2020. Tekjusamdrátturinn á þessu ári faraldurs nam 62 prósentum og forstjórinn segir faraldurinn hreinlega hafa tekið völdin af stjórnendum opinbera hlutafélagsins.

Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Auglýsing

Afkoma sam­stæðu Isa­via árið 2020 var nei­kvæð um 13,2 millj­arða króna – um 14,4 millj­örðum lak­ari en í árið 2019. Tekj­urnar dróg­ust saman um 62 pró­sent frá fyrra ári og námu um 14,7 millj­örð­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Isa­via, en árs­reikn­ingur opin­bera hluta­fé­lags­ins var sam­þykktur á aðal­fundi í dag.

Tekju­sam­drátt­inn má að sjálf­sögðu rekja til þess að umferð um Kefla­vík­ur­flug­völl hefur hrunið vegna heims­far­ald­urs­ins, en far­þegum sem fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl fækk­aði um 81 pró­sent frá árinu 2019.

Far­ald­ur­inn tók völdin

„Árið 2020 var afar krefj­andi fyrir rekstur flug­valla og flug­leið­sögu í öllum heim­in­um. Heims­far­ald­ur­inn af völdum Covid-19 tók í raun völdin í öllum okkar dag­legu athöfnum og fór Isa­via síður en svo var­hluta af því. Á síð­asta ári fór mikil orka í að tryggja fjár­mögnun og aðgang okkar að lausu fé ásamt því að standa vörð um sterka inn­viði félags­ins,“ er haft eftir Svein­birni Ind­riða­syni, for­stjóra Isa­via, í frétta­til­kynn­ingu.

Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Mynd: Aðsend

Hann segir að búið sé að snúa vörn í sókn. Vel hafi tek­ist að tryggja aðgang að lausu fé, en hand­bært fé Isa­via nam um 9,4 millj­örðum króna í árs­lok 2020. Svein­björn segir að þrátt fyrir að taka hafi þurft erf­iðar ákvarð­anir og fækka starfs­fólki á síð­asta ári hafi félagið engu að síður getað „staðið vörð um stærri hluta starfa.

Ríkið tók ákvörðun um það í jan­úar að spýta 15 millj­örðum króna inn í rekstur Isa­via. Svein­björn segir það hafa verið mik­il­væga ákvörð­un.

„Fjár­mála­ráð­herra, fyrir hönd eig­anda okk­ar, tók ákvörðun í byrjun þessa árs að auka hlutafé í félag­inu sem gerði okkur kleift að fara með upp­bygg­inga­á­form Kefla­vík­ur­flug­vallar af stað á ný. Sú ákvörðun var afar mik­il­væg, bæði fyrir sam­keppn­is­hæfni flug­vall­ar­ins til fram­tíðar og mögu­leika okkar að kom­ast út úr Covid-19, miðað við mis­mun­andi sviðs­myndir en ekki síst fyrir erfitt atvinnu­á­stand í nær­sveit­ar­fé­lögum Kefla­vík­ur­flug­vall­ar,“ er haft eftir Svein­birni.

Áfram má búast við því að rask verði á ferðum til og frá Íslandi vegna far­ald­urs­ins, enda bólu­setn­ing hér á landi skammt á veg kom­in. Svein­björn segir það engu að síður „lyk­il­at­riði að missa ekki sjónar á því mark­miði að opna Ísland þegar tæki­færið gefst“ og bætir við að bólu­setn­ingar á tveimur mik­il­væg­ustu mörk­uð­un­um, Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, gangi vel og stjórn­völd á Íslandi hafi boðað „afar mik­il­væg skref í átt að opnun lands­ins.“

Auglýsing

„Auð­vitað þurfum við að taka mið af stöðu far­ald­urs­ins hverju sinni en við finnum fyrir miklum áhuga hjá flug­fé­lögum sem við þjónum á þeim skrefum sem hafa verið rædd vegna umferðar til Íslands og munum að sjálf­sögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að end­ur­heimtin verði sem far­sælu­st,” segir Svein­björn.

Á aðal­fundi Isa­via í dag var kosin stjórn og vara­stjórn félags­ins. Stjórn­irnar eru óbreytt­ar. Í aðal­stjórn sitja Orri Hauks­son, stjórn­ar­for­mað­ur, Eva Pand­ora Bald­urs­dótt­ir, Matth­ías Páll Ims­land, Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dóttir og Valdi­mar Hall­dórs­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent