Það er flókið að reka flugvelli í heimsfaraldri

Tap Isavia eftir skatta nam 13,2 milljörðum árið 2020. Tekjusamdrátturinn á þessu ári faraldurs nam 62 prósentum og forstjórinn segir faraldurinn hreinlega hafa tekið völdin af stjórnendum opinbera hlutafélagsins.

Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Keflavíkurflugvöllur. Farþegum þar fækkaði um 81 prósent í fyrra miðað við árið 2019.
Auglýsing

Afkoma samstæðu Isavia árið 2020 var neikvæð um 13,2 milljarða króna – um 14,4 milljörðum lakari en í árið 2019. Tekjurnar drógust saman um 62 prósent frá fyrra ári og námu um 14,7 milljörðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en ársreikningur opinbera hlutafélagsins var samþykktur á aðalfundi í dag.

Tekjusamdráttinn má að sjálfsögðu rekja til þess að umferð um Keflavíkurflugvöll hefur hrunið vegna heimsfaraldursins, en farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 81 prósent frá árinu 2019.

Faraldurinn tók völdin

„Árið 2020 var afar krefjandi fyrir rekstur flugvalla og flugleiðsögu í öllum heiminum. Heimsfaraldurinn af völdum Covid-19 tók í raun völdin í öllum okkar daglegu athöfnum og fór Isavia síður en svo varhluta af því. Á síðasta ári fór mikil orka í að tryggja fjármögnun og aðgang okkar að lausu fé ásamt því að standa vörð um sterka innviði félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í fréttatilkynningu.

Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Mynd: Aðsend

Hann segir að búið sé að snúa vörn í sókn. Vel hafi tekist að tryggja aðgang að lausu fé, en handbært fé Isavia nam um 9,4 milljörðum króna í árslok 2020. Sveinbjörn segir að þrátt fyrir að taka hafi þurft erfiðar ákvarðanir og fækka starfsfólki á síðasta ári hafi félagið engu að síður getað „staðið vörð um stærri hluta starfa.

Ríkið tók ákvörðun um það í janúar að spýta 15 milljörðum króna inn í rekstur Isavia. Sveinbjörn segir það hafa verið mikilvæga ákvörðun.

„Fjármálaráðherra, fyrir hönd eiganda okkar, tók ákvörðun í byrjun þessa árs að auka hlutafé í félaginu sem gerði okkur kleift að fara með uppbyggingaáform Keflavíkurflugvallar af stað á ný. Sú ákvörðun var afar mikilvæg, bæði fyrir samkeppnishæfni flugvallarins til framtíðar og möguleika okkar að komast út úr Covid-19, miðað við mismunandi sviðsmyndir en ekki síst fyrir erfitt atvinnuástand í nærsveitarfélögum Keflavíkurflugvallar,“ er haft eftir Sveinbirni.

Áfram má búast við því að rask verði á ferðum til og frá Íslandi vegna faraldursins, enda bólusetning hér á landi skammt á veg komin. Sveinbjörn segir það engu að síður „lykilatriði að missa ekki sjónar á því markmiði að opna Ísland þegar tækifærið gefst“ og bætir við að bólusetningar á tveimur mikilvægustu mörkuðunum, Bretlandi og Bandaríkjunum, gangi vel og stjórnvöld á Íslandi hafi boðað „afar mikilvæg skref í átt að opnun landsins.“

Auglýsing

„Auðvitað þurfum við að taka mið af stöðu faraldursins hverju sinni en við finnum fyrir miklum áhuga hjá flugfélögum sem við þjónum á þeim skrefum sem hafa verið rædd vegna umferðar til Íslands og munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að endurheimtin verði sem farsælust,” segir Sveinbjörn.

Á aðalfundi Isavia í dag var kosin stjórn og varastjórn félagsins. Stjórnirnar eru óbreyttar. Í aðalstjórn sitja Orri Hauksson, stjórnarformaður, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent