Konur sögðu frá þjálfara sem áreitti þær um árabil

Fimleikasamband Íslands hefur ráðist í mikla vinnu til að bregðast við málum er varða kynferðislega áreitni eða ofbeldi á undanförnum árum. Fimm tilfelli hafa verið tilkynnt til sambandsins síðan árið 2016 og eru þau rakin hér.

Fimleikar Mynd: Pexels/Tima Miroshnichenko
Auglýsing

Fim­leika­sam­band Íslands (FSÍ) hefur fengið til­kynn­ingar um fimm til­felli er varða kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi inn á borð til sín á síð­ustu fjórum til fimm árum. Á vef sam­bands­ins er sér­stakur til­kynn­ing­ar­hnappur þar sem hægt er að til­kynna mál til sér­staks fagráðs.

Þetta kemur fram í svari FSÍ við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Stjórn FSÍ hefur á síð­ustu miss­erum lagt mikla áherslu að búa til þannig umhverfi að ef iðk­endur hafa upp­lifað erf­iða lífs­reynslu geti þeir leitað til sam­bands­ins og við stutt þá og brugð­ist við,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Þjálf­ara sagt upp störfum eftir til­kynn­ingar

Fram kemur hjá FSÍ að í lok árs 2016 hafi sam­bandið fengið ábend­ingu frá fagteymi þeirra um ósæmi­lega hegðun þjálf­ara í lands­liðs­verk­efni á vegum sam­bands­ins. Í kjöl­farið hafi málið verið til­kynnt til Íþrótta-og Ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) en þjálf­ar­inn var þá að störfum við þjálfun í félagi innan þeirra raða.

Sam­kvæmt FSÍ var stjórn við­kom­andi félags upp­lýst um málið og þjálf­ar­inn boð­aður á fund hjá FSÍ þar sem honum hafi verið til­kynnt að málið hefði borist á borð stjórnar og að hann kæmi ekki til greina sem þjálf­ari í verk­efnum á vegum sam­bands­ins aft­ur. Málið hafi sömu­leiðis verið til­kynnt til barna­vernd­ar.

Í lok árs 2017 hafði félagið sjálft fengið fleiri til­kynn­ingar um þjálf­ar­ann og var honum í fram­hald­inu sagt upp störf­um, að því er fram kemur í svar­inu. FSÍ hafi þá aftur komið inn í málið til að styðja við félag­ið, safnað upp­lýs­ingum og til­kynnt hann aftur til barna­vernd­ar, sem hafi leitt til rann­sóknar hjá lög­reglu. Þjálf­ar­inn sem um ræðir er af erlendu bergi brot­inn og flutt­ist af landi brott í fram­hald­inu, að því er fram kemur hjá FSÍ.

End­ur­skoð­uðu siða­reglur sam­bands­ins í kjöl­farið

Eftir reynslu sam­bands­ins af þessu máli ákvað stjórn FSÍ að stofna óháða aga- og siða­nefnd sem starfar sem leið­bein­andi nefnd fyrir iðk­endur og félög­in. Í henni sitja lög­mað­ur, læknir og sál­fræð­ing­ur. Hægt er að til­kynna mál til nefnd­ar­innar og fá ráð nafn­laust, kjósi við­kom­andi það.

Sam­hliða stofnun aga- og siða­nefndar FSÍ, voru siða­reglur sam­bands­ins end­ur­skoð­aðar og í kjöl­farið sendar til félag­anna, þeim til leið­sagn­ar.

Fleiri mál áttu eftir að koma inn á borð sam­bands­ins. Fram kemur hjá FSÍ að í byrjun árs 2018 hafi lands­liðs­kona leitað til þeirra með mjög erf­iða lífs­reynslu í keppn­is­ferð á vegum FSÍ, þar sem henni hafi verið nauðgað af kepp­anda frá öðru landi.

Sam­kvæmt FSÍ voru við­brögð stjórnar við þeim fréttum þau „að allt kapp var lagt á að standa við bakið á kon­unni, henni veittur sá stuðn­ingur sem hana vant­aði og við hvöttum hana ein­dregið til að segja sína sögu og vorum til staðar fyrir hana og hjálp­uðum henni við und­ir­bún­ing og fram­setn­ing­u“.

Eitt mál nú til með­ferðar hja aga- og siða­nefnd FSÍ

Í fyrra leit­uðu síðan konur til FSÍ vegna erf­iðrar reynslu á árunum 2008 til 2013 þar sem félags­þjálf­ari þeirra áreitti þær kyn­ferð­is­lega um ára­bil. „Þegar að svo langt var liðið frá þessum erf­iðu atburðum var þjálf­ar­inn, sem var af erlendu bergi brot­inn, fluttur af landi brott og var því ákveð­ið, í sam­ráði og sam­vinnu við félag­ið, að til­kynna málið til sam­skipta­ráð­gjafa íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem hafði nýlega hafið störf. Þar fengu kon­urnar ráð­gjöf og sál­fræði­þjón­ustu. Félagið sem um ræðir hafði á sínum tíma brugð­ist við til­kynn­ingu þeirra með því að segja þjálf­ar­anum upp störf­um,“ segir í svari FSÍ.

Nýjasta til­kynn­ingin barst á borð stjórnar fyrir stuttu. Sam­kvæmt FSÍ á félags­þjálf­ari að hafa nýtt sér yfir­burða­stöðu sína gagn­vart iðkanda. Málið hafi verið til­kynnt til aga- og siða­nefndar sam­bands­ins og sé þar til með­ferð­ar.

Krefj­ast nú sér­stakt þjálf­ara­leyfis

FSÍ seg­ist hafa farið í mikla vinnu til að bregð­ast við málum sem þessum – bæði sem komið hafi upp hér á landi sem og í fim­leika­hreyf­ing­unni erlend­is.

„Tekið var inn í samn­inga við lands­liðs­þjálf­ara FSÍ að óskað er eftir leyfi til upp­flett­ingar í saka­skrá og slíkt er gert áður en samn­ingur er klár­að­ur.

Árið 2017 var tekin ákvörðun um að fræða þjálf­ara í fim­leikum enn frekar og ákveðið að setja upp kerfi þar sem kraf­ist er sér­staks þjálf­ara­leyfis til að þjálfa ólíka iðk­enda­hópa. Eitt af skil­yrð­unum til að fá þjálf­ara­leyfi er að þjálf­arar mæta á fræðslu­dag FSÍ sem hald­inn er á hverju hausti, þar sem tekin eru fyrir mál­efni líð­andi stundar í sam­fé­lag­inu hverju sinn­i,“ segir í svari FSÍ. Í fyrra, á fræðslu­degi árs­ins 2020, voru sam­skipti við iðk­end­ur, siða­reglur FSÍ og trans­börn í íþróttum í brennid­epli.

Vilja setja auk­inn kraft í for­varnir og grein­ingu á stöðu mála

Þing Fim­leika­sam­bands Íslands árið 2020 fagn­aði því að opin umræða hefði átt sér stað um það ofbeldi sem hefur lið­ist í fim­leika­hreyf­ingum víðs vegar um heim­inn, því aðeins með hisp­urs­lausri umræðu væri hægt að sporna við því að slíkt ofbeldi lið­ist í fram­tíð­inni.

„Iðk­endur eiga rétt á öruggu umhverfi án alls ofbeld­is. Við ætlum öll að taka höndum saman um að ofbeldi í hvaða formi sem er innan fim­leika­hreyf­ing­ar­innar verði ekki lið­ið. Við erum öll sam­mála um að standa sam­eig­in­lega vörð um fag­lega með­höndlun á þeim málum sem upp kunna að koma og við hvetjum jafn­framt alla iðk­endur og aðra innan hreyf­ing­ar­innar til að til­kynna til aga­nefndar Fim­leika­sam­bands­ins ef þeir upp­lifa ofbeldi af ein­hverju tagi við fim­leika­iðk­un. Til að fyr­ir­byggja að iðk­endur og aðrir innan hreyf­ing­ar­innar verði fyrir ofbeldi og áreitni ætlum við að stuðla að menn­ingu virð­ingar og jafn­ingja­sam­skipta og setja auk­inn kraft í for­varnir og grein­ingu á stöðu þess­ara mála hér á land­i,“ segir í ályktun þings­ins síðan í fyrra.

Þá felur sam­þykkt aðgerð­ar­á­ætlun sam­bands­ins meðal ann­ars í sér að farið verði í rann­sókn á and­legri líðan iðk­enda innan sam­bands­ins til að hægt sé að meta næstu skref á þess­ari veg­ferð og standa við­ræður yfir við háskóla­sam­fé­lagið um sam­starf.

Á nýaf­stöðnu Fim­leika­þingi þann 4. sept­em­ber síð­ast­lið­inn fékk stjórn FSÍ sam­skipta­ráð­gjafa Íþrótta­hreyf­ing­ar­innar til að halda erindi með það að mark­miði að kynna vel fyrir félög­unum hvernig þjón­usta hennar virkar í þeim til­gangi að auð­velda félögum að til­kynna mál af þessu tagi til hennar núna og síðar meir, ef ein­hver væru.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent