Maki stjórnarmanns selur í PLAY

Óbein ítök eins stjórnarmanna PLAY í félaginu minnkuðu eftir að eiginmaður hennar seldi hlutabréf í því í síðustu viku. Þó eru þau enn töluverð, en makinn á tæpt prósent í flugfélaginu.

Play Mynd: Play
Auglýsing

Eig­in­maður Guð­nýjar Hans­dótt­ur, stjórn­ar­manns í flug­fé­lag­inu PLAY, seldi hluta­bréf í félag­inu í síð­ustu viku í gegnum eign­ar­halds­fé­lag sem hann á tæpan þriðj­ungs­hlut í. Með söl­unni minnkar eign­ar­hlutur eig­in­manns­ins í félag­inu um 6,5 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef Kaup­hallar fyrr í dag.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni á eig­in­mað­ur­inn 29,1 pró­senta hlut í eign­ar­halds­fé­lag­inu Dalía ehf., sem seldi tæp­lega 945 þús­und hluti í PLAY á 24 krónum á hvern hlut. Heild­ar­and­virði söl­unnar nam því um 22,7 millj­ónum króna, en með því minnk­aði beinn eign­ar­hlutur makans um 6,5 millj­ónir króna.

Dalía ehf. er tíundi stærsti hlut­hafi PLAY, með 3,01 pró­senta eign­ar­hlut og rúm­lega 21 milljón hluti í félag­inu. Eign­ar­hlutur maka Guð­nýjar nemur því tæpu pró­senti af flug­fé­lag­inu núna eftir söl­una. Áður en PLAY var skráð á hluta­bréfa­markað var Dalía sjötti stærsti hlut­hafi þess, með um 22 millj­ónir hluta í félag­inu.

Auglýsing

Salan átti sér stað þegar hluta­bréfa­verð PLAY hafði hækkað nokkuð í síð­ustu viku var þá komið á sömu slóðir og á fyrstu dögum félags­ins í reglu­legum við­skiptum um miðjan júlí. Hluta­bréfa­verð í félag­inu lækk­aði svo hins vegar nokkuð sam­hliða nýrrar smit­bylgju Delta-af­brigðis kór­ónu­veirunnar og hélst það á bil­inu 20-23 krónum á hlut frá síð­ari hluta júlí fram að 24. sept­em­ber.

Eftir kosn­ing­arnar hefur verðið á hluta­bréfum í PLAY svo hækkað umtals­vert, en það var komið í 23 krónur á hlut eftir lokun mark­aða á þriðju­dag­inn 28. sept­em­ber. Verðið hefur svo haldið áfram að hækka eftir hluta­bréfa­sölu Dalíu ehf., en það er nú komið upp í 27,2 krónur á hlut.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent