Hvorki Páll né Svandís segjast vita hver verði heilbrigðisráðherra í nýrri stjórn

Fráfarandi forstjóri Landspítala segir að ekki eigi að túlka orð hans um að Svandís Svavarsdóttir sé að fara að „láta af embætti“ heilbrigðisráðherra sem svo að hann viti til þess að hún verði ekki heilbrigðisráðherra í næstu ríkisstjórn.

Páll Matthíasson fráfarandi forstjóri Landspítala og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Páll Matthíasson fráfarandi forstjóri Landspítala og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Páll Matth­í­as­son, frá­far­andi for­stjóri Land­spít­ala, seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki vita það frekar en aðrir hvort Svan­dís Svav­ars­dóttir verði áfram heil­brigð­is­ráð­herra. Svan­dís segir sjálf að það hafi ekki verið ákveð­ið.

Í við­tali á mbl.is fyrr í dag var haft orð­rétt eftir Páli, í tengslum við starfs­lok hans á spít­al­an­um, að nú væru að verða breyt­ingar þar sem „far­sæll ráð­herra sem hefur verið vel­vilj­aður spít­al­anum er að láta af emb­ætt­i“.

Þrátt fyrir þetta orða­lag seg­ist Páll þó ekk­ert vita um hvort Svan­dís muni segja skilið við heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið.

Þurfi að láta af emb­ætti til að geta tekið við nýju

Hann segir sinn skiln­ing á orða­lag­inu um að „láta af emb­ætti“ þó vera þann að til þess að geta tekið við emb­ætti í nýrri rík­is­stjórn með nýjum stjórn­ar­sátt­mála þurfi ráð­herra fyrst að láta af því emb­ætti sem hann var með í þeirri fyrri. En hann sé þó ekki stjórn­sýslu­lög­fræð­ing­ur.

Það hafi ein­fald­lega verið þetta sem hann átti við, en ekki það að hann vissi til þess að Svan­dís yrði ekki áfram heil­brigð­is­ráð­herra í þeirri nýju rík­is­stjórn núver­andi stjórn­ar­flokka, Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem útlit er fyrir að verði mynduð á næstu vik­um.

Fyrir kosn­ingar létu for­menn beggja sam­starfs­flokka VG að því liggja að þeir vildu koma að heil­brigð­is­mál­un­um.

Svan­dís sjálf segir við Kjarn­ann, sem áður seg­ir, að ekk­ert sé búið að ákveða um ráð­herra­skipan í nýrri rík­is­stjórn. Heil­brigð­is­ráð­herra segir að hvorki hún sjálf né Páll viti hver verður heil­brigð­is­ráð­herra – hvort það verði hún eða ein­hver ann­ar.

Í sam­tal­inu við mbl.is hlyti því að hafa verið rangt eftir for­stjóra Land­spít­ala haft, en Páll sjálfur reyndar stað­festir að hafa notað þetta orða­lag.

Auglýsing

Túlkun blaða­manns Kjarn­ans á orðum Páls í sam­tal­inu sem birt­ist á mbl.is virð­ist því byggð á mis­skiln­ingi ein­um, sam­kvæmt bæði Páli og Svandísi.

Tíma­bært að afhenda öðrum keflið

Um starfs­lok sín segir Páll ann­ars að þau séu tíma­bær, en hann hefur verið átta ár í for­stjóra­starf­inu á Land­spít­al­an­um.

„Þetta er heil­mikið starf og við­eig­andi að það sé skipt reglu­lega. Þetta eru góð tíma­mót til að afhenda öðrum keflið,“ segir Páll.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent