Átta málum lauk með starfslokum geranda hjá Isavia

Alls komu ellefu mál er varða kynferðislegt áreiti eða kynbundið ofbeldi á borð stjórnenda Isavia-samstæðunnar á árunum 2017 til 2020.

Leifsstöð Mynd: Isavia
Auglýsing

Ell­efu mál sem snúa að kyn­ferð­is­legu áreiti eða kyn­bundnu ofbeldi komu á borð stjórn­enda Isa­vi­a-­sam­stæð­unnar á árunum 2017 til 2020. Þremur málum lauk með sátt og átta málum með starfs­lokum ger­anda.

Þetta kemur fram í svari Isa­via við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Isa­via ohf. ann­ast upp­bygg­ingu og rekstur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Dótt­ur­fé­lög þess Isa­via ANS og Isa­via Inn­a­lands reka ann­ars vegar flug­leið­sögu­þjón­ustu á einu stærsta flug­stjórn­ar­svæði heims og hins vegar net inn­an­lands­flug­valla á Íslandi. Þessu til við­bótar rekur dótt­ur­fé­lagið Frí­höfnin ehf. fimm versl­anir í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hjá Isa­via og dótt­ur­fé­lögum vinnur hópur sem telur um 1.000 manns.

Auglýsing

„Of­beldi, ein­elti eða önnur sál­fé­lags­leg áreitni, þar með talið kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, er ekki undir neinum kring­um­stæðum umborin hjá Isa­vi­a,“ segir í svar­inu.

Þegar upp koma mál af þessu tagi er við­bragðs­á­ætlun Isa­via virkj­uð. Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu er við­bragðs­á­ætlun sem þessi tekin reglu­bundið til end­ur­skoð­unar eins og allar áætl­anir hjá Isa­via. „Ein slík end­ur­skoðun er í gangi þessar vik­urnar og er ekki lok­ið,“ segir í svari Isa­via.

Með­virkni starfs­manna for­dæmd

Fram kemur í við­bragðs­á­ætl­un­inni að í starfs­manna­stefnu Isa­via sé lögð rík áhersla á að bæði lík­am­legt og and­legt heilsu­far starfs­manna, gagn­kvæma virð­ingu, umburð­ar­lyndi og stuðn­ing þeirra á með­al. Við­bragðs­á­ætlun við ein­elti og annarri sál­fé­lags­legri áreitni sé frek­ari útfærsla á því mark­miði og gildir fyrir allar starfs­stöðvar Isa­via. Það sé stefna Isa­via að starfs­menn vinni í anda sam­starfs og sýni þannig sam­starfs­fólki sínu alltaf kurt­eisi og virð­ingu í sam­skipt­um. Ein­elti og önnur sál­fé­lags­leg áreitni, svo sem kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, verður undir engum kring­um­stæðum umbor­in. Með­virkni starfs­manna í slíkum til­vikum sé jafn­framt for­dæmd.

„Við­bragðs­á­ætlun þessi á við um allar starfs­stöðvar Isa­via og jafnt um starfs­menn, stjórn­endur og verk­taka sem starfa á vegum fyr­ir­tæk­is­ins. Mun Isa­via bregð­ast við ábend­ingum um ein­elti, áreitni eða ótil­hlýði­lega hátt­semi í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun þessa og í sam­starfi við atvinnu­rek­anda utan­að­kom­andi ein­stak­lings sem á í sam­skiptum við starfs­menn Isa­via. Við mat á því hvort við­bragðs­á­ætlun sé virkjuð skiptir ekki máli hvort ger­andi sé starfs­maður eða til dæmis við­skipta­vin­ur,“ segir meðal ann­ars í áætl­un­inni.

Þegar mál telst nægj­an­lega upp­lýst skuli mannauðs­stjóri taka ákvörð­un, í sam­ráði við aðra stjórn­endur eða vinnu­vernd­ar­full­trúa vinnu­stað­ar­ins, til hvaða aðgerða verði gripið í sam­ræmi við alvar­leika máls hverju sinni.

„Þegar atvik eða hegðun telst vera ein­elti, kyn­ferð­is­leg áreitni, kyn­bundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótil­hlýði­lega hegðun verður brugð­ist við eftir eðli máls með því að veita ger­anda til­tal, áminn­ingu, til­færslu í starfi eða honum sagt upp störf­um. Þol­anda og ger­anda verður veitt við­hlít­andi aðstoð. Haldi þol­andi og ger­andi áfram störfum er lögð áhersla á að breyt­ingar verði gerðar á vinnu­staðnum eins og kostur er, svo sem breyt­ingar á vinnu­skipu­lagi, verk­ferlum, stað­setn­ingu innan starfs­stöðva og svo fram­veg­is,“ segir enn fremur í við­bragðs­á­ætl­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent