Átta málum lauk með starfslokum geranda hjá Isavia

Alls komu ellefu mál er varða kynferðislegt áreiti eða kynbundið ofbeldi á borð stjórnenda Isavia-samstæðunnar á árunum 2017 til 2020.

Leifsstöð Mynd: Isavia
Auglýsing

Ell­efu mál sem snúa að kyn­ferð­is­legu áreiti eða kyn­bundnu ofbeldi komu á borð stjórn­enda Isa­vi­a-­sam­stæð­unnar á árunum 2017 til 2020. Þremur málum lauk með sátt og átta málum með starfs­lokum ger­anda.

Þetta kemur fram í svari Isa­via við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Isa­via ohf. ann­ast upp­bygg­ingu og rekstur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Dótt­ur­fé­lög þess Isa­via ANS og Isa­via Inn­a­lands reka ann­ars vegar flug­leið­sögu­þjón­ustu á einu stærsta flug­stjórn­ar­svæði heims og hins vegar net inn­an­lands­flug­valla á Íslandi. Þessu til við­bótar rekur dótt­ur­fé­lagið Frí­höfnin ehf. fimm versl­anir í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hjá Isa­via og dótt­ur­fé­lögum vinnur hópur sem telur um 1.000 manns.

Auglýsing

„Of­beldi, ein­elti eða önnur sál­fé­lags­leg áreitni, þar með talið kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, er ekki undir neinum kring­um­stæðum umborin hjá Isa­vi­a,“ segir í svar­inu.

Þegar upp koma mál af þessu tagi er við­bragðs­á­ætlun Isa­via virkj­uð. Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu er við­bragðs­á­ætlun sem þessi tekin reglu­bundið til end­ur­skoð­unar eins og allar áætl­anir hjá Isa­via. „Ein slík end­ur­skoðun er í gangi þessar vik­urnar og er ekki lok­ið,“ segir í svari Isa­via.

Með­virkni starfs­manna for­dæmd

Fram kemur í við­bragðs­á­ætl­un­inni að í starfs­manna­stefnu Isa­via sé lögð rík áhersla á að bæði lík­am­legt og and­legt heilsu­far starfs­manna, gagn­kvæma virð­ingu, umburð­ar­lyndi og stuðn­ing þeirra á með­al. Við­bragðs­á­ætlun við ein­elti og annarri sál­fé­lags­legri áreitni sé frek­ari útfærsla á því mark­miði og gildir fyrir allar starfs­stöðvar Isa­via. Það sé stefna Isa­via að starfs­menn vinni í anda sam­starfs og sýni þannig sam­starfs­fólki sínu alltaf kurt­eisi og virð­ingu í sam­skipt­um. Ein­elti og önnur sál­fé­lags­leg áreitni, svo sem kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, verður undir engum kring­um­stæðum umbor­in. Með­virkni starfs­manna í slíkum til­vikum sé jafn­framt for­dæmd.

„Við­bragðs­á­ætlun þessi á við um allar starfs­stöðvar Isa­via og jafnt um starfs­menn, stjórn­endur og verk­taka sem starfa á vegum fyr­ir­tæk­is­ins. Mun Isa­via bregð­ast við ábend­ingum um ein­elti, áreitni eða ótil­hlýði­lega hátt­semi í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun þessa og í sam­starfi við atvinnu­rek­anda utan­að­kom­andi ein­stak­lings sem á í sam­skiptum við starfs­menn Isa­via. Við mat á því hvort við­bragðs­á­ætlun sé virkjuð skiptir ekki máli hvort ger­andi sé starfs­maður eða til dæmis við­skipta­vin­ur,“ segir meðal ann­ars í áætl­un­inni.

Þegar mál telst nægj­an­lega upp­lýst skuli mannauðs­stjóri taka ákvörð­un, í sam­ráði við aðra stjórn­endur eða vinnu­vernd­ar­full­trúa vinnu­stað­ar­ins, til hvaða aðgerða verði gripið í sam­ræmi við alvar­leika máls hverju sinni.

„Þegar atvik eða hegðun telst vera ein­elti, kyn­ferð­is­leg áreitni, kyn­bundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótil­hlýði­lega hegðun verður brugð­ist við eftir eðli máls með því að veita ger­anda til­tal, áminn­ingu, til­færslu í starfi eða honum sagt upp störf­um. Þol­anda og ger­anda verður veitt við­hlít­andi aðstoð. Haldi þol­andi og ger­andi áfram störfum er lögð áhersla á að breyt­ingar verði gerðar á vinnu­staðnum eins og kostur er, svo sem breyt­ingar á vinnu­skipu­lagi, verk­ferlum, stað­setn­ingu innan starfs­stöðva og svo fram­veg­is,“ segir enn fremur í við­bragðs­á­ætl­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauð viðvörun! Rauði liturinn táknar að hiti á viðkomandi veðurstöð hafi verið hærri í nóvember en að meðaltali síðustu tíu árin á undan.
Sex skrítnar staðreyndir um tíðarfarið í nóvember
Rafskútur í röðum – á fleygiferð. Fjöldi fólks á golfvöllum. Borðað úti á veitingastöðum. Nóvember fór sérlega blíðum höndum um Ísland þetta árið. Svo óvenju blíðum að hann fer í sögubækurnar.
Kjarninn 3. desember 2022
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent