Átta málum lauk með starfslokum geranda hjá Isavia

Alls komu ellefu mál er varða kynferðislegt áreiti eða kynbundið ofbeldi á borð stjórnenda Isavia-samstæðunnar á árunum 2017 til 2020.

Leifsstöð Mynd: Isavia
Auglýsing

Ell­efu mál sem snúa að kyn­ferð­is­legu áreiti eða kyn­bundnu ofbeldi komu á borð stjórn­enda Isa­vi­a-­sam­stæð­unnar á árunum 2017 til 2020. Þremur málum lauk með sátt og átta málum með starfs­lokum ger­anda.

Þetta kemur fram í svari Isa­via við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Isa­via ohf. ann­ast upp­bygg­ingu og rekstur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Dótt­ur­fé­lög þess Isa­via ANS og Isa­via Inn­a­lands reka ann­ars vegar flug­leið­sögu­þjón­ustu á einu stærsta flug­stjórn­ar­svæði heims og hins vegar net inn­an­lands­flug­valla á Íslandi. Þessu til við­bótar rekur dótt­ur­fé­lagið Frí­höfnin ehf. fimm versl­anir í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hjá Isa­via og dótt­ur­fé­lögum vinnur hópur sem telur um 1.000 manns.

Auglýsing

„Of­beldi, ein­elti eða önnur sál­fé­lags­leg áreitni, þar með talið kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, er ekki undir neinum kring­um­stæðum umborin hjá Isa­vi­a,“ segir í svar­inu.

Þegar upp koma mál af þessu tagi er við­bragðs­á­ætlun Isa­via virkj­uð. Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu er við­bragðs­á­ætlun sem þessi tekin reglu­bundið til end­ur­skoð­unar eins og allar áætl­anir hjá Isa­via. „Ein slík end­ur­skoðun er í gangi þessar vik­urnar og er ekki lok­ið,“ segir í svari Isa­via.

Með­virkni starfs­manna for­dæmd

Fram kemur í við­bragðs­á­ætl­un­inni að í starfs­manna­stefnu Isa­via sé lögð rík áhersla á að bæði lík­am­legt og and­legt heilsu­far starfs­manna, gagn­kvæma virð­ingu, umburð­ar­lyndi og stuðn­ing þeirra á með­al. Við­bragðs­á­ætlun við ein­elti og annarri sál­fé­lags­legri áreitni sé frek­ari útfærsla á því mark­miði og gildir fyrir allar starfs­stöðvar Isa­via. Það sé stefna Isa­via að starfs­menn vinni í anda sam­starfs og sýni þannig sam­starfs­fólki sínu alltaf kurt­eisi og virð­ingu í sam­skipt­um. Ein­elti og önnur sál­fé­lags­leg áreitni, svo sem kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, verður undir engum kring­um­stæðum umbor­in. Með­virkni starfs­manna í slíkum til­vikum sé jafn­framt for­dæmd.

„Við­bragðs­á­ætlun þessi á við um allar starfs­stöðvar Isa­via og jafnt um starfs­menn, stjórn­endur og verk­taka sem starfa á vegum fyr­ir­tæk­is­ins. Mun Isa­via bregð­ast við ábend­ingum um ein­elti, áreitni eða ótil­hlýði­lega hátt­semi í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun þessa og í sam­starfi við atvinnu­rek­anda utan­að­kom­andi ein­stak­lings sem á í sam­skiptum við starfs­menn Isa­via. Við mat á því hvort við­bragðs­á­ætlun sé virkjuð skiptir ekki máli hvort ger­andi sé starfs­maður eða til dæmis við­skipta­vin­ur,“ segir meðal ann­ars í áætl­un­inni.

Þegar mál telst nægj­an­lega upp­lýst skuli mannauðs­stjóri taka ákvörð­un, í sam­ráði við aðra stjórn­endur eða vinnu­vernd­ar­full­trúa vinnu­stað­ar­ins, til hvaða aðgerða verði gripið í sam­ræmi við alvar­leika máls hverju sinni.

„Þegar atvik eða hegðun telst vera ein­elti, kyn­ferð­is­leg áreitni, kyn­bundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótil­hlýði­lega hegðun verður brugð­ist við eftir eðli máls með því að veita ger­anda til­tal, áminn­ingu, til­færslu í starfi eða honum sagt upp störf­um. Þol­anda og ger­anda verður veitt við­hlít­andi aðstoð. Haldi þol­andi og ger­andi áfram störfum er lögð áhersla á að breyt­ingar verði gerðar á vinnu­staðnum eins og kostur er, svo sem breyt­ingar á vinnu­skipu­lagi, verk­ferlum, stað­setn­ingu innan starfs­stöðva og svo fram­veg­is,“ segir enn fremur í við­bragðs­á­ætl­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent