Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn

Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.

Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Auglýsing

Fjár­fest­inga­fé­lagið FEA ehf., í eigu hóps fjár­festa undir for­ystu Skúla Skúla­son­ar, er áfram stærsti eig­andi flug­fé­lags­ins Play eftir að félagið safn­aði um sex millj­örðum króna nýverið í lok­uðu hluta­fjár­út­boði. FEA-hóp­ur­inn eign­að­ist allt hlutafé í Play, sem hefur enn ekki flogið eina ein­ustu ferð, í byrjun maí í fyrra þegar félagið gat ekki end­ur­greitt brú­ar­lán sem FEA veitti því vet­ur­inn á und­an. 

Á meðal nýrra stórra eig­enda sem koma inn í eig­enda­hóp­inn eftir hluta­fjár­aukn­ing­una eru líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta, sem er næst stærsti eig­and­inn með 12,55 pró­sent hlut sem hann greiddi um millj­arð króna fyr­ir. Fjár­fest­inga­fé­lag Ein­ars Arnar Ólafs­son­ar, Fiski­sund, er þriðji stærsti eig­and­inn með 11,86 pró­sent hlut sem hann greiddi litlu minna en Birta fyr­ir. Einar Örn er einnig nýr stjórn­ar­for­maður Play. Fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem er á meðal umsvifa­mestu einka­fjár­festa á Íslandi og á stóra eign­ar­hluti í meðal ann­ars Arion banka, Kviku og Sím­an­um, er skráð fyrir 8,37 pró­sent hlut sem kost­aði um 600 millj­ónir króna. Einar Örn er á meðal stórra hlut­hafa í Stoð­um.

Auglýsing
Þá á fjár­fest­inga­fé­lagið Brim­garð­ar, í eigu systk­in­anna Egg­erts Árna, Guð­nýjar Eddu, Gunn­ars Þórs og Hall­dórs Páls Gísla­barna, 4,81 pró­sent hlut og Dalía ehf. er skráð fyrir 4,61 pró­sent hlut. Þá á Lífs­verk líf­eyr­is­sjóður 4,28 pró­sent hlut. 

Flestir aðrir fjár­festar á list­anum yfir 16 stærstu hlut­hafa eru fag­fjár­festa­sjóð­ir. Und­an­tekn­ingin þar er félagið Attis ehf., sem á 1,67 pró­sent hlut. For­svars­maður þess er skráður Guð­mundur Örn Þórð­ar­son. 

Á næstu vikum og mán­uðum er fyr­ir­hugað að bjóða almenn­ingi að fjár­­­festa í Play sam­hliða skrán­ingu á verð­bréfa­­markað First North.

Yfirlit yfir 20 stærstu hluthafa Play.

Stefnt er á að félagi hefji sig til flugs í júní næst­kom­and­i. 

Sú vend­ing varð nýverið að Birgir Jóns­son var ráð­inn for­stjóri Play. Hún tengd­ist hluta­fjár­út­boð­inu. Í stöðu­upp­færslu sem hann birti á Face­book í síð­ustu viku sagði Birgir: „Ég hef aldrei verið eins spenntur fyrir neinu á ævinni eins og tæki­fær­inu sem Play hefur til að ná árangri.

Það er ein­hver sér­stök orka sem umlykur fólkið sem vinnur nú hjá fyr­ir­tæk­inu og fólk­inu sem hefur fjár­fest í því. Ótrú­legur metn­aður og hungur í árang­ur. Rosa­legur kraft­ur.

Þetta verður erfitt, flókið og hratt. En djöf­ull sem þetta verður gam­an!!

Það er gríð­ar­legur heiður fyrir mig að fá að leiða þennan hóp og ein­hvern­veg­inn finnst mér að allt sem ég hef gert hingað til hafi verið upp­bygg­ing að þessu verk­efn­i.“

Kjarn­inn tók ítar­legt við­tal við Skúla Skúla­son og Arnar Már Magn­ús­son, þáver­andi for­stjóra félags­ins, í sept­em­ber í fyrra. Það má lesa hér til hlið­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent