Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn

Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.

Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Auglýsing

Fjárfestingafélagið FEA ehf., í eigu hóps fjárfesta undir forystu Skúla Skúlasonar, er áfram stærsti eigandi flugfélagsins Play eftir að félagið safnaði um sex milljörðum króna nýverið í lokuðu hlutafjárútboði. FEA-hópurinn eignaðist allt hlutafé í Play, sem hefur enn ekki flogið eina einustu ferð, í byrjun maí í fyrra þegar félagið gat ekki endurgreitt brúarlán sem FEA veitti því veturinn á undan. 

Á meðal nýrra stórra eigenda sem koma inn í eigendahópinn eftir hlutafjáraukninguna eru lífeyrissjóðurinn Birta, sem er næst stærsti eigandinn með 12,55 prósent hlut sem hann greiddi um milljarð króna fyrir. Fjárfestingafélag Einars Arnar Ólafssonar, Fiskisund, er þriðji stærsti eigandinn með 11,86 prósent hlut sem hann greiddi litlu minna en Birta fyrir. Einar Örn er einnig nýr stjórnarformaður Play. Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er á meðal umsvifamestu einkafjárfesta á Íslandi og á stóra eignarhluti í meðal annars Arion banka, Kviku og Símanum, er skráð fyrir 8,37 prósent hlut sem kostaði um 600 milljónir króna. Einar Örn er á meðal stórra hluthafa í Stoðum.

Auglýsing
Þá á fjárfestingafélagið Brimgarðar, í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna, 4,81 prósent hlut og Dalía ehf. er skráð fyrir 4,61 prósent hlut. Þá á Lífsverk lífeyrissjóður 4,28 prósent hlut. 

Flestir aðrir fjárfestar á listanum yfir 16 stærstu hluthafa eru fagfjárfestasjóðir. Undantekningin þar er félagið Attis ehf., sem á 1,67 prósent hlut. Forsvarsmaður þess er skráður Guðmundur Örn Þórðarson. 

Á næstu vikum og mán­uðum er fyr­ir­hugað að bjóða almenn­ingi að fjár­festa í Play sam­hliða skrán­ingu á verð­bréfa­markað First North.

Yfirlit yfir 20 stærstu hluthafa Play.

Stefnt er á að félagi hefji sig til flugs í júní næstkomandi. 

Sú vending varð nýverið að Birgir Jónsson var ráðinn forstjóri Play. Hún tengdist hlutafjárútboðinu. Í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook í síðustu viku sagði Birgir: „Ég hef aldrei verið eins spenntur fyrir neinu á ævinni eins og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri.

Það er einhver sérstök orka sem umlykur fólkið sem vinnur nú hjá fyrirtækinu og fólkinu sem hefur fjárfest í því. Ótrúlegur metnaður og hungur í árangur. Rosalegur kraftur.

Þetta verður erfitt, flókið og hratt. En djöfull sem þetta verður gaman!!

Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að fá að leiða þennan hóp og einhvernveginn finnst mér að allt sem ég hef gert hingað til hafi verið uppbygging að þessu verkefni.“

Kjarninn tók ítarlegt viðtal við Skúla Skúlason og Arnar Már Magnússon, þáverandi forstjóra félagsins, í september í fyrra. Það má lesa hér til hliðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent