Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.

Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Auglýsing

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem gerðist síðan uppljóstrari, hefur hlotið sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg Sustainability Award fyrir árið 2021.

Jóhannes fer með þessu í flokk með fólki á borð við Gro Harlem Brundtland fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO, Kofi Annan fyrrverandi leiðtoga Sameinuðu þjóðanna og Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, sem öll hafa hlotið þessi sömu verðlaun. Sjá má lista yfir alla fyrri vinningshafa hér.

Fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaun

Fram kemur á vef verðlaunanna að Jóhannes fái 1 milljón sænskra króna, tæpar 15 milljónir íslenskra króna, í sinn hlut og að verðlaunin verði afhent við hátíðlega athöfn í Gautaborg í Svíþjóð í október.

Þema verðlaunanna er breytilegt á milli ára. Í ár er það spilling. Aðrir sem voru tilnefndir voru Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ), nígeríski aktivistinn Hamzat Lawal, samtökin IWA sem berjast gegn spillingu í Afganistan og Nicola Gratteri, saksóknari á Ítalíu sem hefur leitt málarekstur gegn yfir 350 manns sem tengjast Ndrangheta, alræmdum mafíusamtökum á Suður-Ítalíu. Kjarninn fjallaði um þau réttarhöld í janúar.

Sagður hafa sýnt fádæma hugrekki

Í umsögn dómnefndar segir að Jóhannes hafi, frá því að hann gerðist uppljóstrari þurft að þola hótanir og jafnvel banatilræði, en Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir sér. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja kærði Jóhannes til lögreglu snemma í marsmánuði fyrir að hafa látið að því liggja að fyrrverandi vinnuveitendur hans hjá Samherja hafi á einhvern hátt tengst meintri eitrun.

Auglýsing

Framganga Jóhannesar er sögð til merkis um mikilvægi gjörða einstaklinga, ekki síst innan heims iðnaðar og viðskipta. „Jóhannes Stefánsson hefur sýnt mikið hugrekki og ósérhlífni í baráttu sinni gegn misbeitingu valds og spillingu,“ segir dómnefndin.

WIN WIN-verðlaunin eru veitt í samstarfi við Gautaborg, sænska lénið Vestur-Gautland, Gautaborgarháskóla og fjölmargar fleiri stofnanir og sænsk stórfyrirtæki, til dæmis SEB-bankann.

Sérstakur samstarfsaðili verðlaunanna þetta árið, sökum þess að þemað var spilling, er Svíþjóðardeild samtakanna Transparency International.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent