Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega

Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.

Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Auglýsing

Á vef yfirvalda um kórónuveirufaraldurinn, covid.is, má nú sjá nýja framsetningu á tölfræði um landamærasmit, þar sem greind smit í þeim litla farþegahópi sem til landsins kemur er settur í samhengi við fjölda farþega sem koma, en ekki fjölda íbúa á Íslandi.

Eins og Kjarninn fjallaði um nýlega hafði fyrir allnokkru verið bent á að það gæfi skakka mynd af stöðu mála að birta einungis tölur yfir 14 daga nýgengi smita á landamærum í samhengi við hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi.

Að birta tölurnar með þeim hætti var jafnvel sagt stuðla að ruglingi í umræðunni, þar sem 14 daga nýgengi landamærasmita á hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi var iðulega lægra en 14 daga nýgengi innanlandssmita, eins og tölurnar voru framsettar af hálfu yfirvalda.

Hlutfallslega hafa þó verið miklu fleiri smit í hópi farþega sem hingað koma en innanlands almennt. Fjórtán daga nýgengi smita á landamærunum fór yfir 3.000 smit á hverja 100 þúsund farþega sem til landsins koma þegar það var hæst síðasta haust.

Auglýsing

Það er meira en tífalt hærra en 14 daga nýgengi smita innanlands hefur nokkru sinni orðið innanlands, þegar svokallaðar fyrstu og þriðju bylgjur faraldursins stóðu sem hæst.

Tölfræði yfir landamærasmit er nú birt á tvenna ólíka vegu á tölfræðivef yfirvalda.

„Fólk hefur almennt ekk­ert rosa­lega djúpan skiln­ing á því hvernig þetta er reiknað út. Það er alveg eðli­legt að venju­legt fólk ruglist bara á þessu, því þetta er pínu rugl­and­i,“ sagði Már Örlygsson forritari í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í mánuðinum, en hann hefur undanfarna mánuði tekið töl­fræði um landamæra­smitin saman með þessum hætti og birt opin­ber­lega.

14 daga nýgengi á landamærum yfir 400 á hverja 100 þúsund farþega

Nú hafa embætti landlæknis og almannavarnir uppfært tölfræðivef sinn og byrjað að birta upplýsingarnar með sambærilegum hætti, en það hafði verið til skoðunar hjá sérfræðingum sóttvarnalæknis um nokkurt skeið.

Í dag er staðan þannig að 14 daga nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi var 25,6 en 14 daga nýgengi landamærasmita á hverja 100 þúsund farþega er 455 - og þá á eftir að koma í ljós hvort einhverjir greinist smitaðir í seinni landamæraskimun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent