Armin eða Annalena?

Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.

Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Auglýsing

Stjórn­málafor­ysta Þýska­lands mun fá nýja ásýnd í haust, er Ang­ela Merkel lætur af emb­ætti eftir 16 ára setu sem kansl­ari. Í vik­unni hafa flokk­arnir tveir sem taldir eru eiga raun­hæfa mögu­leika á því að vera leið­andi afl í þýskum stjórn­málum eftir kosn­ingar kom­ist að nið­ur­stöðu um það hver verði kansl­ara­efni þeirra.

Hjá Kristi­legum demókrötum (CDU) og syst­ur­flokknum CSU í Bæj­ara­landi höfðu tveir menn sóst eftir því að leiða hreyf­ing­una til kosn­inga og verða arf­takar Merkel á kansl­ara­stóli. Ann­ars vegar er það Armin Laschet, sem kjör­inn var leið­togi CDU í jan­ú­ar­mán­uði og hins vegar leið­togi syst­ur­flokks­ins í suðri, Markus Söder.

Á löngum fjar­fundi á mánu­dags­kvöld komst flokk­stjórnin að þeirri nið­ur­stöðu að Laschet, sem er dyggur stuðn­­ings­­maður Merkel og af mörgum tal­inn boða áfram­hald á hennar stefnu, væri rétti mað­ur­inn til að leiða flokk­inn til kosn­inga. Atkvæði féllu 31-9, hinum sex­tuga Laschet í vil.

Auglýsing

„Ten­ing­unum hefur verið kastað. Armin Laschet verður kansl­ara­efni CDU/CSU,“ sagði Söder á blaða­manna­fundi í München í dag og lýsti því yfir að hann sjálfur og CSU myndu róa öllum árum að því að syst­ur­flokk­arn­ir, með Leschet sem kansl­ara­efni, myndu vinna kosn­inga­sig­ur.

Gjör­breytt staða frá því febr­úar

Þegar Laschet var kjör­inn nýr leið­togi CDU í jan­ú­ar­mán­uði leit allt út fyrir að eina mögu­lega bar­áttan um kansl­ara­emb­ættið myndi fara fram innan hreyf­ing­ar­inn­ar, einmitt á milli hans og Söder. Ekki var talið raun­hæft að aðrir flokkar ættu mögu­leika á því að leiða stjórn, en þá var CDU/CSU að mæl­ast með á bil­inu 35-37 pró­sent fylgi í skoð­ana­könn­un­um.

Armin Laschet leiðtogi CDU. Mynd: EPA

Sú staða hefur snar­breyst síðan þá, ekki síst vegna óánægju með sótt­varn­ar­að­gerð­ir. Þær hafa verið afar stífar í Þýska­landi, sem hefur átt í mestu vand­ræðum með að vinna sig út úr þriðju bylgju far­ald­urs­ins. Fylgi CDU/CSU hefur mælst á bil­inu 26-31 pró­sent und­an­far­inn mánuð og er komið á svip­aðar slóðir og það var áður en far­ald­ur­inn skall á og byrj­aði að setja allt úr skorðum snemma árs 2020. Þá fylkti fólk sér á bak við rík­is­stjórn­ar­flokk­ana, en nú er komin þreyta.

Könnun um stöðu mála eftir að ljóst var hver kansl­ara­efnin tvö yrðu birt­ist í dag, en hún sýnir Kristi­lega demókrata með ein­ungis 21 pró­sent fylgi – og Græn­ingja með 28 pró­sent fylgi. Sem eru miklar svipt­ing­ar, frá síð­ustu könn­un­um. Raunar er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Græn­ingjar mæl­ast stærri en CDU/CSU blokk­in.

Anna­lena kansl­ara­efni Græn­ingja

Fylgis­tap Kristi­legra demókrata opnar á mögu­leika sem þóttu afar fjar­lægir fyrir örfáum mán­uð­um. Græn­ingjar, sem hafa verið í stjórn­ar­and­stöðu allt frá árinu 2005, hafa verið með 20-23 pró­senta fylgi og gera sér greini­lega vonir um að vera eftir kosn­ingar í þeirri stöðu að geta orðið leið­andi afl í rík­is­stjórn lands­ins og myndað sam­steypu­stjórn án aðkomu CDU/CSU.

Flokk­ur­inn, sem hefur ein­ungis einu sinni fengið yfir 10 pró­sent atkvæða í þing­kosn­ingum (árið 2009) og fékk 8,9 pró­sent árið 2017, hefur í fyrsta sinn til­nefnt kansl­ara­efni.

Það gerði flokk­ur­inn í gær, en all­nokkrar vanga­veltur höfðu verið um það hvert kansl­ara­efnið yrði. Leið­togar flokks­ins eru nefni­lega tveir, Anna­lena Baer­bock og Robert Habeck. Nið­ur­staðan varð að Baer­bock, sem er fer­tug að aldri og lög­fræð­ingur að mennt, myndi verða kansl­ara­efni flokks­ins.

Þessi nið­ur­staða var kynnt á blaða­manna­fundi í gær og þar sagði Baer­bock, sam­kvæmt frétt DW, að leið­togum flokks­ins hefði ekki órað fyrir því að verða að velja kansl­ara­efni árið 2021, er þau tóku ákvörðun um stefnu­breyt­ingu í þá átt að flokk­ur­inn höfð­aði til fleiri kjós­enda fyrir þremur árum síð­an.

„Rót­tæk og stjórn­spek­ings­leg“

Baer­bock og Habeck hafa fært Græn­ingja inn á miðj­una frá jaðr­in­um. Eða miðj­una í þýskum stjórn­málum ögn lengra til vinstri. Reynt er að höfða til fjöld­ans í auknum mæli. Sjálf hefur hún margoft notað orðin „rót­tæk og stjórn­spek­ings­leg“ til þess að lýsa þeirri ímynd sem flokk­ur­inn hefur reynt að skapa sér.

Baer­bock hefur haslað sér völl í stjórn­málum hratt. Hún var fyrst kjörin á þing árið 2013 og var síðan kjörin annar tveggja leið­toga flokks­ins árið 2018. Síðan þá hefur flokk­ur­inn notið góðs gengis í skoð­ana­könn­un­um, en áherslur flokks­ins á umhverf­is­mál og rót­tæk­ari aðgerðir í lofts­lags­málum en boð­aðar hafa verið af hálfu þýsku stjórn­ar­innar hafa hlotið mik­inn hljóm­grunn.

Annalena Baerbock, annar leiðtoga þýskra Græningja og kanslaraefni flokksins. Mynd: EPA.

Mikið hefur verið spáð og spek­úlerað í mögu­legt stjórn­ar­mynstur í Þýska­landi eftir kom­andi kosn­ing­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu skoð­ana­könn­unum hefðu Kristi­legir demókrata og Græn­ingjar kost á því að mynda tveggja flokka stjórn, á meðan að afar hæpið er að núver­andi stjórn Kristi­legra demókrata og Sós­í­alde­mókrata haldi velli í ljósi fylgis­taps beggja flokka.

Græn­ingjar gætu hins vegar þurft að gefa tölu­verðan afslátt af stefnu­málum sínum í slíkri stjórn og sú mynd er að teikn­ast upp að mögu­lega, kannski, geti flokk­ur­inn leitt þriggja flokka stjórn, án aðkomu CDU/CSU. Með Baer­bock sem kansl­ara. Það er þó enn langt til kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent