Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús

Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.

Leifsstöð
Auglýsing

„Við erum öll að von­ast til þess að end­ur­heimta venju­legt líf sem fyrst,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra við upp­haf blaða­manna­fundar rík­is­stjórn­ar­innar í Hörpu í dag. Hann sagði það mikil von­brigði að afar fámennur hópur geti valdið jafn­mik­illi röskun á sam­fé­lag­inu og raun ber vitni. „Við teljum því nauð­syn­legt að bregð­ast við.“

Við­brögð­in, sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti, fel­ast m.a. í því að seinka inn­leið­ingu lita­kóð­un­ar­kerfis við landa­mærin um mánuð eða til 1. júní. Þá er stefnt að því að um 65 pró­sent full­orð­inna lands­manna verði komin með að minnsta kosti fyrri sprautu bólu­efn­is. Á stuttri glæru­kynn­ingu sem Katrín hélt kom fram að öllum tak­mörk­unum inn­an­lands verður aflétt þegar búið verður að verja stærsta hluta full­orð­inna með að minnsta kosti fyrri skammti af bólu­efni. Ekki kom fram hvaða fjölda er þar miðað við.

Katrín nefndi í erindi sínu að mjög erfitt væri að tryggja alfarið að veiran leki ekki yfir landa­mær­in. Í raun hefðu aðgerðir á landa­mærum verið hertar frá því að þær voru fyrst settar í ágúst og þær væru skil­virkar og góð­ar. Katrín sagði eðli­legt, eftir það sem gerst hefur und­an­farna daga, að kallað sé eftir því að varnir séu treystar á landa­mær­um. Á meðan við værum að ná ákveðnum mark­miðum í bólu­setn­ingum væri mik­il­vægt að herða tak­mark­anir á landa­mær­um.

Auglýsing

Við upp­sveiflu í far­aldr­inum nú verði brugð­ist með laga­frum­vörpum sem ann­ars vegar heim­ila sótt­varna­lækni tíma­bundið að skikka alla sem eru að koma frá löndum þar sem nýgengi smita er meira en þús­und á hverja 100 þús­und íbúa í sótt­varn­ar­hús. Engar und­an­þágur verði veittar frá því. Sömu­leiðis verði dvöl í sótt­varna­húsi meg­in­reglan fyrir þá sem eru að koma frá löndum þar sem nýgengið er 750-1000 á hverja 100 þús­und íbúa, en geti við­kom­andi sýnt fram á við­un­andi aðstæður til að dvelja á meðan á sótt­kví stend­ur, sé hægt að veita und­an­þágu frá dvöl í sótt­varna­húsi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt stutta glærukynningu um stefnu stjórnvalda í aðgerðum gegn faraldrinum. Skjáskot: RÚV

Þá mun dóms­mála­ráð­herra, sam­kvæmt frum­varpi, fá heim­ild til að banna ónauð­syn­legar ferðir hingað til lands frá löndum þar sem nýgengi smita er umfram 1000 á hverja 100 þús­und íbúa. Með þessu tvennu, skyldu­dvöl í sótt­varna­húsi ann­ars vegar og bann við ónauð­syn­legum ferðum hins veg­ar, von­ast Katrín til að betur sé hægt að ná utan um stöð­una heldur en ef ein­ungis væri not­ast við sótt­varna­hús.

Sagði Katrín að sam­hliða bólu­setn­ingum verði hægt að breyta fyr­ir­komu­lag­inu hægt og bít­andi með útgáfu viku­legs áhættu­mats. Inn­leið­ingu lita­kóð­un­ar­kerfis á landa­mær­un­um, sem átti að vera grunn­ur­inn að ákveð­inni aflétt­ingu reglna á landa­mærum, verður hins vegar frestað um mán­uð.

Áfram er fyr­ir­hugað að byggja á lita­kóð­un­ar­kerfi ESB en einnig að gefa út íslenskt, svæð­is­bundið áhættu­mat frá og með 7. maí. Óbreyttar reglur munu hins vegar gilda á landa­mær­un­um, um öll lönd, til 1. júní en áfram munu þeir sem eru bólu­settir eða hafa fengið COVID sæta einni skim­un.

Katrín sagði fulla sam­stöðu um aðgerð­irnar innan rík­is­stjórn­ar­innar og vænti þess að laga­frum­vörp­unum yrði dreift á Alþingi þegar í kvöld. Með þessu væri verið að stíga var­færin skref, „ann­ars vegar að herða á landa­mær­unum tíma­bundið á meðan við komumst fyrir vind í bólu­setn­ingum og hins vegar með raun­hæfa áætlun um það hvernig við getum stigið skref inn í eðli­legt sam­fé­lag“.

Hér má lesa til­kynn­ingu stjórn­valda um hinar hertu aðgerðir á landa­mær­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent