Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús

Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.

Leifsstöð
Auglýsing

„Við erum öll að vonast til þess að endurheimta venjulegt líf sem fyrst,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við upphaf blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Hann sagði það mikil vonbrigði að afar fámennur hópur geti valdið jafnmikilli röskun á samfélaginu og raun ber vitni. „Við teljum því nauðsynlegt að bregðast við.“

Viðbrögðin, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti, felast m.a. í því að seinka innleiðingu litakóðunarkerfis við landamærin um mánuð eða til 1. júní. Þá er stefnt að því að um 65 prósent fullorðinna landsmanna verði komin með að minnsta kosti fyrri sprautu bóluefnis. Á stuttri glærukynningu sem Katrín hélt kom fram að öllum takmörkunum innanlands verður aflétt þegar búið verður að verja stærsta hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni. Ekki kom fram hvaða fjölda er þar miðað við.

Katrín nefndi í erindi sínu að mjög erfitt væri að tryggja alfarið að veiran leki ekki yfir landamærin. Í raun hefðu aðgerðir á landamærum verið hertar frá því að þær voru fyrst settar í ágúst og þær væru skilvirkar og góðar. Katrín sagði eðlilegt, eftir það sem gerst hefur undanfarna daga, að kallað sé eftir því að varnir séu treystar á landamærum. Á meðan við værum að ná ákveðnum markmiðum í bólusetningum væri mikilvægt að herða takmarkanir á landamærum.

Auglýsing

Við uppsveiflu í faraldrinum nú verði brugðist með lagafrumvörpum sem annars vegar heimila sóttvarnalækni tímabundið að skikka alla sem eru að koma frá löndum þar sem nýgengi smita er meira en þúsund á hverja 100 þúsund íbúa í sóttvarnarhús. Engar undanþágur verði veittar frá því. Sömuleiðis verði dvöl í sóttvarnahúsi meginreglan fyrir þá sem eru að koma frá löndum þar sem nýgengið er 750-1000 á hverja 100 þúsund íbúa, en geti viðkomandi sýnt fram á viðunandi aðstæður til að dvelja á meðan á sóttkví stendur, sé hægt að veita undanþágu frá dvöl í sóttvarnahúsi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt stutta glærukynningu um stefnu stjórnvalda í aðgerðum gegn faraldrinum. Skjáskot: RÚV

Þá mun dómsmálaráðherra, samkvæmt frumvarpi, fá heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir hingað til lands frá löndum þar sem nýgengi smita er umfram 1000 á hverja 100 þúsund íbúa. Með þessu tvennu, skyldudvöl í sóttvarnahúsi annars vegar og bann við ónauðsynlegum ferðum hins vegar, vonast Katrín til að betur sé hægt að ná utan um stöðuna heldur en ef einungis væri notast við sóttvarnahús.

Sagði Katrín að samhliða bólusetningum verði hægt að breyta fyrirkomulaginu hægt og bítandi með útgáfu vikulegs áhættumats. Innleiðingu litakóðunarkerfis á landamærunum, sem átti að vera grunnurinn að ákveðinni afléttingu reglna á landamærum, verður hins vegar frestað um mánuð.

Áfram er fyrirhugað að byggja á litakóðunarkerfi ESB en einnig að gefa út íslenskt, svæðisbundið áhættumat frá og með 7. maí. Óbreyttar reglur munu hins vegar gilda á landamærunum, um öll lönd, til 1. júní en áfram munu þeir sem eru bólusettir eða hafa fengið COVID sæta einni skimun.

Katrín sagði fulla samstöðu um aðgerðirnar innan ríkisstjórnarinnar og vænti þess að lagafrumvörpunum yrði dreift á Alþingi þegar í kvöld. Með þessu væri verið að stíga varfærin skref, „annars vegar að herða á landamærunum tímabundið á meðan við komumst fyrir vind í bólusetningum og hins vegar með raunhæfa áætlun um það hvernig við getum stigið skref inn í eðlilegt samfélag“.

Hér má lesa tilkynningu stjórnvalda um hinar hertu aðgerðir á landamærum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent