Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús

Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.

Leifsstöð
Auglýsing

„Við erum öll að vonast til þess að endurheimta venjulegt líf sem fyrst,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við upphaf blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Hann sagði það mikil vonbrigði að afar fámennur hópur geti valdið jafnmikilli röskun á samfélaginu og raun ber vitni. „Við teljum því nauðsynlegt að bregðast við.“

Viðbrögðin, sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti, felast m.a. í því að seinka innleiðingu litakóðunarkerfis við landamærin um mánuð eða til 1. júní. Þá er stefnt að því að um 65 prósent fullorðinna landsmanna verði komin með að minnsta kosti fyrri sprautu bóluefnis. Á stuttri glærukynningu sem Katrín hélt kom fram að öllum takmörkunum innanlands verður aflétt þegar búið verður að verja stærsta hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni. Ekki kom fram hvaða fjölda er þar miðað við.

Katrín nefndi í erindi sínu að mjög erfitt væri að tryggja alfarið að veiran leki ekki yfir landamærin. Í raun hefðu aðgerðir á landamærum verið hertar frá því að þær voru fyrst settar í ágúst og þær væru skilvirkar og góðar. Katrín sagði eðlilegt, eftir það sem gerst hefur undanfarna daga, að kallað sé eftir því að varnir séu treystar á landamærum. Á meðan við værum að ná ákveðnum markmiðum í bólusetningum væri mikilvægt að herða takmarkanir á landamærum.

Auglýsing

Við uppsveiflu í faraldrinum nú verði brugðist með lagafrumvörpum sem annars vegar heimila sóttvarnalækni tímabundið að skikka alla sem eru að koma frá löndum þar sem nýgengi smita er meira en þúsund á hverja 100 þúsund íbúa í sóttvarnarhús. Engar undanþágur verði veittar frá því. Sömuleiðis verði dvöl í sóttvarnahúsi meginreglan fyrir þá sem eru að koma frá löndum þar sem nýgengið er 750-1000 á hverja 100 þúsund íbúa, en geti viðkomandi sýnt fram á viðunandi aðstæður til að dvelja á meðan á sóttkví stendur, sé hægt að veita undanþágu frá dvöl í sóttvarnahúsi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt stutta glærukynningu um stefnu stjórnvalda í aðgerðum gegn faraldrinum. Skjáskot: RÚV

Þá mun dómsmálaráðherra, samkvæmt frumvarpi, fá heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir hingað til lands frá löndum þar sem nýgengi smita er umfram 1000 á hverja 100 þúsund íbúa. Með þessu tvennu, skyldudvöl í sóttvarnahúsi annars vegar og bann við ónauðsynlegum ferðum hins vegar, vonast Katrín til að betur sé hægt að ná utan um stöðuna heldur en ef einungis væri notast við sóttvarnahús.

Sagði Katrín að samhliða bólusetningum verði hægt að breyta fyrirkomulaginu hægt og bítandi með útgáfu vikulegs áhættumats. Innleiðingu litakóðunarkerfis á landamærunum, sem átti að vera grunnurinn að ákveðinni afléttingu reglna á landamærum, verður hins vegar frestað um mánuð.

Áfram er fyrirhugað að byggja á litakóðunarkerfi ESB en einnig að gefa út íslenskt, svæðisbundið áhættumat frá og með 7. maí. Óbreyttar reglur munu hins vegar gilda á landamærunum, um öll lönd, til 1. júní en áfram munu þeir sem eru bólusettir eða hafa fengið COVID sæta einni skimun.

Katrín sagði fulla samstöðu um aðgerðirnar innan ríkisstjórnarinnar og vænti þess að lagafrumvörpunum yrði dreift á Alþingi þegar í kvöld. Með þessu væri verið að stíga varfærin skref, „annars vegar að herða á landamærunum tímabundið á meðan við komumst fyrir vind í bólusetningum og hins vegar með raunhæfa áætlun um það hvernig við getum stigið skref inn í eðlilegt samfélag“.

Hér má lesa tilkynningu stjórnvalda um hinar hertu aðgerðir á landamærum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent