24 börn yngri en sex ára með COVID-19

Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.

Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
Auglýsing

Sam­tals eru 24 börn fimm ára og yngri með COVID-19 á land­inu. Tíu börn í þessum ald­urs­hópi greindust með veiruna í gær. Eitt þeirra er ekki orðið eins árs. Þá greind­ist einn ein­stak­lingur yfir sjö­tugu með sjúk­dóm­inn í gær og sjö manns yfir sex­tugu eru nú í ein­angr­un.

Þetta má lesa út úr tölum sem birtar eru á vefnum covid.­is.

Í gær greind­ist 21 inn­an­lands­smit. Sam­an­lagt hafa því 65 greinst með veiruna frá því á föstu­dag. Smitin eru meðal ann­ars rakin til tveggja ein­stak­linga sem fóru ekki að reglum í sinni sótt­kví eftir komu til lands­ins og hóp­sýk­ing á leik­skóla í Reykja­vík er meðal ann­ars þannig til kom­in.

Auglýsing

Alls eru 113 ein­stak­lingar á land­inu með virkt smit og í ein­angr­un. 41 er yngri en átján ára.

Hið breska afbrigði veirunnar hefur verið alls­ráð­andi hér á landi und­an­farnar vik­ur. Í öllum þeim til­vikum sem smit hafa greinst inn­an­lands hefur verið hægt að rekja þau til landamær­anna.

Alma Möller land­læknir hefur bent á að breska afbrigðið hagi sér að ákveðnu leyti nokkuð öðru vísi en fyrri afbrigði. Það leggst í fyrsta lagi frekar á yngra fólk en þau sem við höfum hingað til glímt við og í öðru lagi er það meira smit­andi. En fleira við veirur af þessu til­tekna afbrigði vekur áhyggj­ur.

Alma Möller Mynd: Lögreglan

„Við höfum séð í auknum mæli að fólk er nei­kvætt í fyrri skimun en jákvætt í þeirri seinni. Hlut­fallið þar hefur breyst,“ sagði Alma á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í gær um grein­ingar á landa­mær­um. „Við höfum líka dæmi um það að fólk var búið að fara í sýna­töku og fá nei­kvætt þó að það væri með ein­kenni. Við erum enn að læra á þetta nýja breska afbrigði og höfum jafn­vel á til­finn­ing­unni að fólk sé að grein­ast seinna.“

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir vakti athygli á því á upp­lýs­inga­fund­inum í gær að þrátt fyrir að fólk væri oftar að grein­ast í seinni landamæra­skimun en áður væru aðeins örfá dæmi þess að ein­stak­lingar væru að grein­ast eftir báðar skiman­irn­ar. „Það er telj­andi á fingrum ann­arrar hand­ar.“ Sagð­ist hann því ekki telja rétt að lengja sótt­kví, sem nú er fimm dag­ar, á milli skim­ana. „En maður getur vel séð fyrir sér hvernig það geti verið að svona margir sem fram­vísi nei­kvæðu PCR-­prófi en grein­ast engu að síður með veiruna á landa­mærum, annað hvort í fyrri eða seinni skim­un.“ Um 70 pró­sent þeirra sem eru að grein­ast við landa­mærin hafa sýnt nei­kvætt PCR-­próf, þ.e. höfðu ekki greinst í sýna­töku á upp­runa­stað.

Fjórð­ungur full­orð­inna bólu­settur

Um 70.500 manns á Íslandi hafa fengið að minnsta kosti annan skammt­inn af bólu­efni sínu. Það þýðir að um fjórð­ungur allra eldri en sextán ára, hefur fengið bólu­efni. Sam­kvæmt bólu­setn­ing­ar­daga­tali stjórn­valda, sem upp­fært var í síð­ustu viku, eiga allir full­orðnir að verða búnir að fá að minnsta kosti fyrri spraut­una fyrir júlí­lok.

Enn eru engin áform um að bólu­setja börn. Til­raunir eru hafnar á bólu­efnum á börn­um, m.a. í Ísr­a­el.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent