24 börn yngri en sex ára með COVID-19

Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.

Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
Auglýsing

Samtals eru 24 börn fimm ára og yngri með COVID-19 á landinu. Tíu börn í þessum aldurshópi greindust með veiruna í gær. Eitt þeirra er ekki orðið eins árs. Þá greindist einn einstaklingur yfir sjötugu með sjúkdóminn í gær og sjö manns yfir sextugu eru nú í einangrun.

Þetta má lesa út úr tölum sem birtar eru á vefnum covid.is.

Í gær greindist 21 innanlandssmit. Samanlagt hafa því 65 greinst með veiruna frá því á föstudag. Smitin eru meðal annars rakin til tveggja einstaklinga sem fóru ekki að reglum í sinni sóttkví eftir komu til landsins og hópsýking á leikskóla í Reykjavík er meðal annars þannig til komin.

Auglýsing

Alls eru 113 einstaklingar á landinu með virkt smit og í einangrun. 41 er yngri en átján ára.

Hið breska afbrigði veirunnar hefur verið allsráðandi hér á landi undanfarnar vikur. Í öllum þeim tilvikum sem smit hafa greinst innanlands hefur verið hægt að rekja þau til landamæranna.

Alma Möller landlæknir hefur bent á að breska afbrigðið hagi sér að ákveðnu leyti nokkuð öðru vísi en fyrri afbrigði. Það leggst í fyrsta lagi frekar á yngra fólk en þau sem við höfum hingað til glímt við og í öðru lagi er það meira smitandi. En fleira við veirur af þessu tiltekna afbrigði vekur áhyggjur.

Alma Möller Mynd: Lögreglan

„Við höfum séð í auknum mæli að fólk er neikvætt í fyrri skimun en jákvætt í þeirri seinni. Hlutfallið þar hefur breyst,“ sagði Alma á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær um greiningar á landamærum. „Við höfum líka dæmi um það að fólk var búið að fara í sýnatöku og fá neikvætt þó að það væri með einkenni. Við erum enn að læra á þetta nýja breska afbrigði og höfum jafnvel á tilfinningunni að fólk sé að greinast seinna.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vakti athygli á því á upplýsingafundinum í gær að þrátt fyrir að fólk væri oftar að greinast í seinni landamæraskimun en áður væru aðeins örfá dæmi þess að einstaklingar væru að greinast eftir báðar skimanirnar. „Það er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Sagðist hann því ekki telja rétt að lengja sóttkví, sem nú er fimm dagar, á milli skimana. „En maður getur vel séð fyrir sér hvernig það geti verið að svona margir sem framvísi neikvæðu PCR-prófi en greinast engu að síður með veiruna á landamærum, annað hvort í fyrri eða seinni skimun.“ Um 70 prósent þeirra sem eru að greinast við landamærin hafa sýnt neikvætt PCR-próf, þ.e. höfðu ekki greinst í sýnatöku á upprunastað.

Fjórðungur fullorðinna bólusettur

Um 70.500 manns á Íslandi hafa fengið að minnsta kosti annan skammtinn af bóluefni sínu. Það þýðir að um fjórðungur allra eldri en sextán ára, hefur fengið bóluefni. Samkvæmt bólusetningardagatali stjórnvalda, sem uppfært var í síðustu viku, eiga allir fullorðnir að verða búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna fyrir júlílok.

Enn eru engin áform um að bólusetja börn. Tilraunir eru hafnar á bóluefnum á börnum, m.a. í Ísrael.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent