Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt

Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.

Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Auglýsing

Embætti ríkislögmanns svarar því ekki til hver kostnaður þess var við að reka mál íslenska ríkisins vegna skip­unar dóm­ara í Lands­rétt, sem var dæmd ólög­mæt af Hæsta­rétti og Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. 

Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um kostnaðinn segir að ekki sé haldið sérstaklega utan um tímaskráningu vegna einstakra mála hjá embættinu. Því liggi ekki fyrir hversu margar vinnustundir hafi farið í verkefnið. Eina aðkeypta þjónusta embættisins vegna málsins hafi verið vegna kostnaðar við þýðingar á íslenskum dómum, nefndarálitum og öðrum gögnum. Fyrir undirrétti Mannréttindadómstólsins hafi kostnaðurinn verið um 1,1 milljón krónur og fyrir yfirdeild um 4,2 milljónir króna. 

Annar þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, hafði áður spurt dómsmálaráðherra út í kostnaðinn í málinu. Í svari sem hún fékk í febrúar á þessu ári kom fram að beinn kostnaður íslenska ríkisins væri um 141 milljón króna. Þá voru ekki taldar með skaða­bætur sem Eiríkur Jóns­son, einn þeirra fjög­urra sem Sig­ríður Á. Andersen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, ákvað að leggja ekki til að yrði skip­aður í rétt­inn þrátt fyrir að dóm­nefnd hafi talið hann á meðal hæf­ustu umsækj­enda á rétt á. 

Auglýsing
Auk þess vantaði kostnað af starfi dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara og starfs­manns henn­ar, kostnað vegna aug­lýs­inga og annar slíkur kostn­aður sem til féll á und­ir­bún­ings­stigi. Þá vantaði inn í töl­urnar kostnað vegna vinnu rík­is­lög­manns vegna máls­ins og þess vegna var spurt um hann á ný. 

Ólöglega skipaðir dómarar

Landsréttarmálið snýst um að í aðdrag­anda þess að Lands­­réttur var settur á lagg­irn­­ar, en hann hóf störf í byrjun árs 2018, þurfti að skipa 15 dóm­­ara við nýja milli­­­dóms­­stig­ið. Sér­­­­­stök hæf­is­­­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um og Jón Hösk­ulds­son var einnig á meðal 15 hæf­­ustu að mati henn­­ar. Sig­ríður Á. Andersen, þáver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Eiríkur og Jón voru báðir þar á með­al. Alþingi sam­­­­þykkti svo lista Sig­ríð­­­­ar.

Ást­ráður Har­alds­­­­­­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­­­­­­son, sem urðu báðir af dóm­­­­­­ara­­­­­­sæti í Lands­rétti vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­­ar, stefndu rík­­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­­ar. Hæst­i­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í des­em­ber 2017 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­nefnd­­­­­ar­inn­­­­­ar. 

Auk þess komst Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra.

Eiríkur Jónsson.

Þeir Eiríkur og Jón höfð­uðu ekki sam­­bæri­­legt mál og Ást­ráður og Jóhann­es. Jón sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón sem hann vann sigur í fyrir Hæsta­rétti fyrr í þessum mán­uð­i. 

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­­ars vegar og hér­­­­­­aðs­­­­­­dóm­­­­­­ara hins veg­­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. 

Eiríkur ákvað að fylgja í fót­­­­spor Jóns stefndi rík­­­­inu. Hann er fæddur árið 1977 og átti því um 27 ár eftir á vinn­u­­­­­­­mark­aði þegar skipað var í Lands­rétt miðað við hefð­bund­inn eft­ir­­­­­­­launa­ald­­­­­­­ur.

Eiríkur sótti aftur um stöðu dóm­­ara við Lands­rétt og var skip­aður í það emb­ætti síð­­sum­­­ars 2019. Jón sótti söm­u­­leiðis um lausa stöðu við Lands­rétt í fyrra og var skip­aður í sept­­em­ber 2020. 

Sinnti ekki rann­­sókn­­ar­­skyldu

Í dóms­orði Hæsta­réttar í málum Eiríks og Jóns sagði meðal ann­­ars að Sig­ríði hafi ver­ið að gera til­­lögu til Alþingis um skipun ann­­ars eða ann­­arra umsækj­enda en þeirra sem dóm­­nefnd hafði metið hæf­asta, að því til­­­skildu að þeir full­nægðu almennum hæf­is­skil­yrðum lag­anna. „Til­laga ráð­herra um að víkja frá áliti dóm­­nefndar og leggja til aðra umsækj­endur en þá sem dóm­­nefnd hafði metið hæf­asta varð hins vegar að byggja á mál­efna­­legum sjón­­­ar­miðum og vera reist á full­nægj­andi rann­­sókn, sam­an­­burði og rök­­stuðn­­ingi fyrir breyttri til­­lögu um það hver eða hverjir umsækj­enda væru að mati ráð­herra hæf­­astir til að gegna dóm­­ara­emb­ætti önd­vert áliti dóm­­nefnd­­ar. Að feng­inni slíkri til­­lögu frá ráð­herra væri það síðan hlut­verk Alþingis að hafa eft­ir­lit með því að til­­laga ráð­herra full­nægði þessum kröfum[...]Af hálfu gagn­á­frýj­anda hefur ekki verið gerð við­un­andi grein fyrir því hvaða sam­an­­burður fór fram af hálfu ráð­herra á aðal­­á­frýj­anda og öðrum umsækj­endum og hvernig inn­­­byrðis mati á þeim var hátt­að, en dóm­­nefnd hafði sam­­kvæmt stiga­töflu raðað aðal­­á­frýj­anda í ell­efta sæti yfir 15 hæf­­ustu umsækj­end­­urna. Þá hefur Hæst­i­­réttur eins og í hér­­aðs­­dómi greinir þegar hafnað sjón­­­ar­miðum um að þeir ann­­markar hafi verið á dóm­­nefnd­­ar­á­lit­inu að til­­efni hafi verið fyrir ráð­herra að víkja frá því.“ 

Af þessu leiði að vafi sé um það hvort full­nægj­andi rann­­sókn máls­ins, og að öðru leyti lög­­­mæt með­­­ferð þess af hálfu ráð­herra, hefði leitt til ann­­arrar nið­­ur­­stöðu um hæfni Eiríks og Jóns en dóm­­nefnd hafði kom­ist að. Það verði að túlka þeim í hag.

Mest til Blackstone

Hæsti kostn­að­ur­inn vegna máls­ins féll til vegna settra dóm­ara í fjar­veru þeirra fjög­urra dóm­ara sem þurftu að fara í leyfi frá Lands­rétti eftir að skipan þeirra var dæmd ólög­mæt. Þrír þeirra hafa nú verið endurskipaðir og sá fjórði, Jón Finn­boga­son, sótti um lausa stöðu við rétt­inn í lok síð­asta árs. Fyrr á þessu var hins vegar Símon Sig­valda­son, dóm­stjóri í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, skipaður í þá stöðu. Ekki hefur verið samið við Jón um starfslok og hann því enn launaður dómari við Landsrétt án þess að geta dæmt í málum. Kostnaður vegna skipunar hans eykst því í hverjum mánuði. Þegar upp­haf­lega var skipað í Lands­rétt hafði Jón lent í 30. sæti af 33 umsækj­endum á hæfn­is­lista dóm­nefnd­ar, en Sig­ríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað samt sem áður að skipa hann. Kostn­aður Lands­réttar vegna leyfis dóm­ar­anna var rúm­lega 73 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. 

Dæmdur máls­kostn­aður vegna mála er tap­ast höfðu fyrir íslenskum dóm­stólum var 10,6 millj­ónir króna og máls­kostn­aður fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu 20 þús­und evr­ur, eða 3,1 milljón króna.  

Dæmdar miska- og/eða skaða­bætur er íslenska rík­inu bar sam­kvæmt dómum að greiða umsækj­endum um dóm­ara­starf voru sam­tals 19,7 millj­ónir króna en inn í þá tölu vantar skaða­bætur Eiríks Jóns­son­ar, sem fékk við­ur­kennda skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins gagn­vart sér með dómi Hæsta­réttar fyrr í febr­ú­ar. 

Sér­fræði­ráð­gjöf til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í aðdrag­anda og í kjöl­far nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu kost­aði sam­tals um 36,1 milljón króna og íslensk þýð­ing dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í mál­inu kostn­aði um 1,1 milljón króna. Þýð­ing á íslenskum dóm­um, nefnd­ar­á­litum og öðrum gögnum kost­aði sam­tals um 5,3 millj­ónir króna. 

Í svarinu til Rósu Bjarkar sem birtist í gær kemur fram að sérfræðiráðgjöfin til dómsmálaráðuneytisins fór að uppistöðu til lögmannsstofunnar Blackstone, sem fékk greiddar tæplega 32 milljónir króna, og lögmannsstofunnar Advokatfirmaet Schjodt AS, sem fékk greiddar 4,5 milljónir króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent