Fjórtán daga nýgengi landamærasmita er margfalt hærra en í samfélaginu almennt

Sérfræðingar hjá sóttvarnalækni eru að skoða hvernig megi koma upplýsingum um fjölda smita á landamærum á framfæri við almenning með nýjum hætti. Forritari segir birta útreikninga yfirvalda um nýgengi smita þar valda ruglingi í umræðunni.

Þrátt fyrir að smitin á landamærunum séu að jafnaði bara nokkur á dag eru þau hlutfallslega miklu mun fleiri en greinst hafa innanlands að undanförnu.
Þrátt fyrir að smitin á landamærunum séu að jafnaði bara nokkur á dag eru þau hlutfallslega miklu mun fleiri en greinst hafa innanlands að undanförnu.
Auglýsing

Sam­kvæmt töl­fræði­vef yfir­valda um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn er 14 daga nýgengi smita á landa­mærum lægra en nýgengi smita inn­an­lands þessa dag­ana. Í dag er staðan þannig að 14 daga nýgengi inn­an­lands­smita stendur í 21,5 og nýgengi landamæra­smita í 5,7 á hverja 100 þús­und íbúa á Íslandi.

Raun­veru­leg tíðni smita í þeim litla hópi fólks sem kemur til Íslands þessa dag­ana er þó miklu mun hærri en inn­an­lands, en sú nið­ur­staða kemur skýrt fram ef þeim smitum sem grein­ast í landamæra­skimunum er miðuð við hverja 100 þús­und far­þega sem til lands­ins koma, en ekki hverja 100 þús­und íbúa á Íslandi.

Ef stuðst er við þá nálgun var 14 daga nýgengi smita á landa­mærum Íslands yfir 1.000 á hverja 100 þús­und far­þega í upp­hafi þessa mán­að­ar. Nýgengið er á nið­ur­leið, eftir að hafa farið yfir 1.500 á hverja 100 þús­und komu­far­þega seinni part­inn í mars og farið yfir 3.000 á hverja 100 þús­und far­þega er það var hæst í októ­ber í fyrra.

Már segir að sú tala sem gefi sannasta mynd af stöðunni, út frá þeim upplýsingum sem hann hafi, sé appelsínugula súlan, sem telur með niðurstöður úr skimun 2 á landamærum en hliðrar þeim um 5 daga. Mynd: Már Örlygsson.

Már Örlygs­son for­rit­ari hefur und­an­farna mán­uði tekið töl­fræði um landamæra­smitin saman með þessum hætti og birt opin­ber­lega – en hann færir rök fyrir því að þegar talað er um nýgengi landamæra­smita eigi að miða fjölda smita sem grein­ast niður á þann breyti­lega fjölda far­þega sem koma til lands­ins – en ekki íbúa á Íslandi, til að fá ein­hverja gagn­lega nið­ur­stöðu.

„Fólk hefur almennt ekk­ert rosa­lega djúpan skiln­ing á því hvernig þetta er reiknað út. Það er alveg eðli­legt að venju­legt fólk ruglist bara á þessu, því þetta er pínu rugl­and­i,“ segir Már í sam­tali við Kjarn­ann, en honum finnst vert að yfir­völd end­ur­skoði upp­lýs­inga­gjöf sína um nýgengi smita á landa­mær­unum til þess að umræðan ruglist ekki.

Sér­fræð­ingar hjá sótt­varna­lækni kanna mögu­leika á að birta gögn með svip­uðum hætti

Kjarn­inn kann­aði hvort yfir­völd væru að skoða að breyta upp­lýs­inga­gjöf sinni hvað þetta varð­ar. Sú er raun­in.

„Það hefur verið til skoð­unar hjá okkur að birta talna­efni tengt landa­mær­unum með svip­uðum hætti og þarna er lýst,“ segir Kjartan Hreinn Njáls­son, aðstoð­ar­maður land­lækn­is, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn.

Auglýsing

„Málið er núna á borði sér­fræð­inga hjá sótt­varna­lækni sem eru að kanna mögu­leika á að birta töl­urnar með þessum hætt­i,“ segir enn­fremur í svari Kjart­ans Hreins.

Ekki gagn­legt að setja smit á landa­mærum í sam­hengi við fjölda íbúa á Íslandi

Sjálfur seg­ist Már hafa séð dæmi þess, í umræðum um sótt­varna­að­gerðir að und­an­förnu, að fólk horfi á það lága nýgengi smita á landa­mærum sem birt­ist á upp­lýs­inga­vef stjórn­valda og haldi því fram það sé lítil ástæða til þess að vera með stífar sótt­varnir á landa­mær­unum – ný­gengi smita þar sé svo lít­ið.

Á meðan er raunin sú að hlut­falls­leg tíðni smita hjá komu­far­þegum til lands­ins er langt umfram tíðni greindra veirusmita í sam­fé­lag­inu almennt.

„Talan á landa­mær­unum er ein­göngu tækni­lega rétt en á engan hátt gagn­leg,“ ­segir Már og tekur dæmi:

Már segir töluna sem birtist yfir landamærasmit á covid.is algjörlega gagnslausa.

Ef 10 far­þegar í 5.000 manna far­þega­hópi grein­ast smit­aðir í landamæra­skimun kemur það verr út fyrir 14 daga nýgengi smita á landa­mærum eins og stjórn­völd birta upp­lýs­ing­arnar en ef 9 smit grein­ast í einni flug­vél sem kemur til lands­ins með 20 far­þega.

Af þessu ræður Már að upp­lýs­ing­arnar um nýgengi smita á landa­mær­unum sem yfir­völd halda að almenn­ingi hafi ekki gert mikið til að upp­lýsa, heldur þvert á móti. Á þetta hefur hann reynt að benda, en fund­ist eins og hann tali fyrir daufum eyr­um.

Sem áður segir eru sér­fræð­ingar hjá sótt­varna­lækni þó nú að skoða mögu­leik­ann á að birta tölur með svip­uðum hætti og Már hefur gert að und­an­förnu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent