Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Píratar bæta við sig fylgi

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 44,7 prósent fylgi en þrír stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir mælast með 38,6 prósent. Miðflokkurinn hefur ekki mælst minni síðan skömmu eftir Klausturmálið.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkur hans bætir mestu við sig á milli mánaða.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkur hans bætir mestu við sig á milli mánaða.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærsti flokkur lands­ins með 23,1 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun MMR. Fylgi flokks­ins hefur auk­ist um rúm tvö pró­sentu­stig frá síð­ustu könn­un. Sam­fylk­ingin bætir líka umtals­vert við sig og mælist nú með 15,4 pró­sent fylgi. Sömu sögu er að segja af Pírötum en 13,2 pró­sent aðspurðra segj­ast styðja þá en fylgi þeirra mæld­ist 11,5 pró­sent fyrir mán­uði.

Sá flokkur sem tapar mestu fylgi milli mán­aða er Mið­flokk­ur­inn, sem mælist nú með 6,9 pró­sent stuðn­ing. Það er um fjórð­ungi minna en fylgi hans mæld­ist fyrir mán­uði síð­an. Fylgi flokks­ins hefur ekki mælst lægra í könn­unum MMR síðan skömmu eftir Klaust­ur­málið svo­kall­aða, eða í febr­úar 2019. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn dalar líka á milli mán­aða og mælist með 11,5 pró­sent fylgi. Vinstri græn tapa sömu­leiðis milli mán­aða en 10,1 pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla að kjósa flokk for­sæt­is­ráð­herra. 

Fylgi Við­reisnar stendur í stað í tíu pró­sent­um, Flokkur fólks­ins mælist með 4,7 pró­sent fylgi og alls segj­ast fjögur pró­sent aðspurðra í könn­un­inni ætla að kjósa Sós­í­alista­flokk Íslands. 

Vinstri græn tapa mestu

Ef núver­andi staða sam­kvæmt könnun MMR yrði nið­ur­staða kosn­inga væri rík­is­stjórnin fall­in. Sam­an­lagt fylgi þeirra er nú 44,7 pró­sent, eða 8,1 pró­sentu­stigi minna en það var síð­ast þegar kosið var.

Eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist með meira fylgi en hann fékk haustið 2017 er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem mælist með 0,8 pró­sentu­stigum meira fylgi nú en hann fékk þá. Vert er að taka fram að nið­ur­staða Fram­sóknar í októ­ber 2017 var versta kosn­ing­ar­nið­ur­staða í sögu flokks­ins.  

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm­lega tveimur pró­sentu­stigum minna fylgi nú en hann fékk upp úr kjör­köss­unum fyrir þremur og hálfu ári. 

Stóri tap­ar­inn á rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu miðað við stöðu mála sam­kvæmt könnun MMR eru þó Vinstri græn, en flokk­ur­inn hefur tapað 40 pró­sent af fylgi sínu og mælist nú fimmti stærsti flokkur lands­ins, 0,1 pró­sentu­stigi stærri en Við­reisn sem situr í sjötta sæt­inu.

Þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar bætt umtals­vert við sig

Píratar og Sós­í­alista­flokkur Íslands eru þeir flokkar sem hafa bætt við sig mestu fylgi á kjör­tíma­bil­inu fram til þessa, eða sitt­hvorum fjórum pró­sentu­stig­un­um. Sós­í­alist­arnir eru að bjóða fram í fyrsta sinn og myndu ekki ná inn á þing með það fylgi sem þeir mæl­ast með nú, eða fjögur pró­sent.

Píratar hafa hins vegar farið úr 9,2 í 13,2 pró­sent og mæl­ast þriðji stærsti flokkur lands­ins. 

Aðrir flokkar sem hafa bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu úr stjórn­ar­and­stöð­unni eru Sam­fylk­ingin og Við­reisn, sem hafa báðir stækkað um 3,3 pró­sentu­stig.

Sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar mælist nú 38,6 pró­sent, eða 10,6 pró­sentu­stigum meira en það var haustið 2017. 

Þeir flokkar stjórn­ar­and­stöð­unnar sem hafa tapað fylgi á kjör­tíma­bil­inu eru Mið­flokk­ur­inn, sem mælist nú með fjórum pró­sentu­stigum minna fylgi en 2017, og Flokkur fólks­ins, sem mælist með 2,2 pró­sentu­stigum minna fylgi.

Könn­unin var fram­kvæmd 29. mars - 7. apríl 2021 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 940 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent