„Megum ekki glutra þessu úr höndunum á þessum tímapunkti“

„Órói“ í samfélaginu um sóttvarnaráðstafanir getur komið niður á samstöðunni. „Ef brestir fara að koma í samstöðuna þá getum við auðveldlega séð hér aftur uppsveiflu í faraldrinum,“ segir sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að á meðan hann njóti góðs samstarfs og stuðnings hjá bæði heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra sé „engan bilbug“ á sér að finna. Hann hafi því ekki íhugað að gefast upp og láta stjórnmálamennina um að taka við verkefninu – baráttunni við faraldurinn. „Ég vinn ekki þannig.“ Hann segir niðurstöðu dómstóla um farsóttarhúsin vonbrigði og að gæta þurfi þess að brestir komi ekki í samstöðuna í samfélaginu.

Enn er að greinast talsverður fjöldi með kórónuveiruna innanlands daglega. Flestir eru „gleðilega“ í sóttkví við greiningu,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins. Í fyrradag greindust fimm á Suðurlandi utan sóttkvíar með nýtt undirafbrigði af breska afbrigðinu sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Ljóst þykir, að sögn Þórólfs, að sýkingin hafi upphaflega komið með manneskju sem sýndi vottorð um fyrri sýkingu á landamærunum og var með mótefni. Hún þurfti því ekki að fara í skimun við komuna til landsins. „Þannig virðist um endursýkingu að ræða og að sá hinn sami hafi borið smitið inn í hópinn sem setti af stað þessa hópsýkingu,“ sagði Þórólfur. Slíkt sagði hann „sem betur fer“ mjög sjaldgæft og „vonandi er hér um undantekningu að ræða“. Hann segir því enn sem komið er ekki ástæða til að breyta nálgun og viðbrögð við faraldrinum en að vel þurfi að fylgjast með málinu. „Ef við sjáum fleiri endursýkingar gæti það breytt nálgun. Sjaldgæfir atburðir geta gerst og við þurfum að vera viðbúin að takast á við það.“

Í gær greindust fjögur innanlandssmit og var allt fólkið í sóttkví við greiningu.

Auglýsing

Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars hafa tæplega 80 manns greinst innanlands, þar af 22 utan sóttkvíar. Öll smitin eru af völdum breska afbrigðisins. Á landamærum í gær greindust þrír með virkt smit – og frá 25. mars hefur 21 greinst með virkt smit, allir af breska afbrigðinu.

Leki á landamærum

Á síðastliðnum tveimur mánuðum hafa 105 greinst á landamærunum og 97 innanlands og rakning og raðgreining sýnir að öll tengjast þau landamærunum og fólki sem ekki hefur farið „eftir sinni fimm daga sóttkví“ og því um „smitleka“ að ræða. Þrjár hópsýkingar hafa orðið á þessum tíma. Ein samanstóð af einni veirutegund sem ekki hefur verið hægt að rekja til fullnustu og ekki til greiningar á landamærunum. 48 smit tengjast sýkingunni og á annað þúsund manns fóru í sóttkví vegna hennar.

Í annarri hópsýkingu greindust tólf manns. Hún er rakin til manneskju sem kom til landsins og hélt ekki sóttkví. Þriðja hópsýkingin, sem telur ellefu manns, er einnig rakin til landamæranna og manneskju sem ekki hélt reglur um sóttkví.

„Þannig er greinilegt að nægilegt er að nokkrir komist í gegnum girðingar sem við höfum reist á landamærunum til að setja af stað hópsýkingar og geta auðveldlega sett af stað nýja bylgju.“

Niðurstaða dómstóla vonbrigði

Þórólfur sagði niðurstöður dómstóla vegna reglna sem skikkuðu fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús vonbrigði fyrir sóttvarnir og þau sjónarmið að hér sé verið að vernda heilsu almennings“. Hann hefur því sent nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra með tillögum að aðgerðum á landamærunum, innan núverandi lagaramma, til að tryggja sem best að áfram haldist að halda faraldrinum í skefjum. „Þær eru að mínu mati ekki eins áhrifaríkar og fyrri tillögur voru en vonandi munu þær skila tilætluðum árangri.“

Spurður nánar út í tillögurnar sagði hann ýmislegt hægt að gera, t.d. að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra betur hvað húsnæði þurfi að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þurfi að uppfylla. Einnig sé hægt að auka eftirlit með fólki í heimasóttkví og skerpa enn eftirlitið á landamærunum.

Auglýsing

Sóttvarnalæknir sagði að undanfarið hafi verið „töluverður órói“ um þær sóttvarnaráðstafanir sem hafa verið í gangi, einkum á landamærunum. „Þetta finnst mér miður og ég tel að þessi órói geti komi niður á okkar samstöðu sem einkennt hefur okkar viðbrögð til þessa. Ef brestir fara að koma í samstöðuna þá getum við auðveldlega séð hér aftur uppsveiflu í faraldrinum. Eins og við erum að sjá í okkar nánast öllum nágrannalöndum. Við verðum vonandi á síðustu metrunum í þessu langhlaupi og megum ekki glutra þessu út úr höndunum á þessum tímapunkti.“

Þórólfur var spurður hvort aðgerðir innanlands væru enn nauðsynlegar í ljósi þess að bólusetning viðkvæmustu hópa sé komin vel á veg. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigðið,“ svaraði hann og vísaði til þess að erlendis væri útbreiðsla þess svo mikil, nánast í hverju einasta Evrópulandi, og að yngra fólk væri að leggjast inn á sjúkrahús en áður. Þetta hafi ekki enn sést hér enda náðst að halda útbreiðslunni í skefjum. „Það er engin ástæða til að halda það að útbreiðsla hér eins og við erum að sjá á hinum Norðurlöndunum myndi ekki valda mörgum innlögnum á sjúkrahús. Raunar eru eru sum sjúkrahúsin þar alveg á þolmörkum. Við verðum að koma í veg fyrir það eins fljótt og við getum. Það er of seint þegar þetta er allt farið af stað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent