„Megum ekki glutra þessu úr höndunum á þessum tímapunkti“

„Órói“ í samfélaginu um sóttvarnaráðstafanir getur komið niður á samstöðunni. „Ef brestir fara að koma í samstöðuna þá getum við auðveldlega séð hér aftur uppsveiflu í faraldrinum,“ segir sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að á meðan hann njóti góðs sam­starfs og stuðn­ings hjá bæði heil­brigð­is­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra sé „engan bil­bug“ á sér að finna. Hann hafi því ekki íhugað að gef­ast upp og láta stjórn­mála­menn­ina um að taka við verk­efn­inu – bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. „Ég vinn ekki þannig.“ Hann segir nið­ur­stöðu dóm­stóla um far­sótt­ar­húsin von­brigði og að gæta þurfi þess að brestir komi ekki í sam­stöð­una í sam­fé­lag­inu.

Enn er að grein­ast tals­verður fjöldi með kór­ónu­veiruna inn­an­lands dag­lega. Flestir eru „gleði­lega“ í sótt­kví við grein­ing­u,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Í fyrra­dag greindust fimm á Suð­ur­landi utan sótt­kvíar með nýtt und­ir­af­brigði af breska afbrigð­inu sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Ljóst þyk­ir, að sögn Þór­ólfs, að sýk­ingin hafi upp­haf­lega komið með mann­eskju sem sýndi vott­orð um fyrri sýk­ingu á landa­mær­unum og var með mótefni. Hún þurfti því ekki að fara í skimun við kom­una til lands­ins. „Þannig virð­ist um end­ur­sýk­ingu að ræða og að sá hinn sami hafi borið smitið inn í hóp­inn sem setti af stað þessa hóp­sýk­ing­u,“ sagði Þórólf­ur. Slíkt sagði hann „sem betur fer“ mjög sjald­gæft og „von­andi er hér um und­an­tekn­ingu að ræða“. Hann segir því enn sem komið er ekki ástæða til að breyta nálgun og við­brögð við far­aldr­inum en að vel þurfi að fylgj­ast með málinu. „Ef við sjáum fleiri end­ur­sýk­ingar gæti það breytt nálg­un. Sjald­gæfir atburðir geta gerst og við þurfum að vera við­búin að takast á við það.“

Í gær greindust fjögur inn­an­lands­smit og var allt fólkið í sótt­kví við grein­ingu.

Auglýsing

Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars hafa tæp­lega 80 manns greinst inn­an­lands, þar af 22 utan sótt­kví­ar. Öll smitin eru af völdum breska afbrigð­is­ins. Á landa­mærum í gær greindust þrír með virkt smit – og frá 25. mars hefur 21 greinst með virkt smit, allir af breska afbrigð­inu.

Leki á landa­mærum

Á síð­ast­liðnum tveimur mán­uðum hafa 105 greinst á landa­mær­unum og 97 inn­an­lands og rakn­ing og rað­grein­ing sýnir að öll tengj­ast þau landa­mær­unum og fólki sem ekki hefur farið „eftir sinni fimm daga sótt­kví“ og því um „smit­leka“ að ræða. Þrjár hóp­sýk­ingar hafa orðið á þessum tíma. Ein sam­an­stóð af einni veiru­teg­und sem ekki hefur verið hægt að rekja til fulln­ustu og ekki til grein­ingar á landa­mær­un­um. 48 smit tengj­ast sýk­ing­unni og á annað þús­und manns fóru í sótt­kví vegna henn­ar.

Í annarri hóp­sýk­ingu greindust tólf manns. Hún er rakin til mann­eskju sem kom til lands­ins og hélt ekki sótt­kví. Þriðja hóp­sýk­ing­in, sem telur ell­efu manns, er einnig rakin til landamær­anna og mann­eskju sem ekki hélt reglur um sótt­kví.

„Þannig er greini­legt að nægi­legt er að nokkrir kom­ist í gegnum girð­ingar sem við höfum reist á landa­mær­unum til að setja af stað hóp­sýk­ingar og geta auð­veld­lega sett af stað nýja bylgju.“

Nið­ur­staða dóm­stóla von­brigði

Þórólfur sagði nið­ur­stöður dóm­stóla vegna reglna sem skikk­uðu fólk frá háá­hættu­svæðum í sótt­varna­hús von­brigði fyrir sótt­varnir og þau sjón­ar­mið að hér sé verið að vernda heilsu almenn­ings“. Hann hefur því sent nýtt minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra með til­lögum að aðgerðum á landa­mær­un­um, innan núver­andi lag­ara­mma, til að tryggja sem best að áfram hald­ist að halda far­aldr­inum í skefj­um. „Þær eru að mínu mati ekki eins áhrifa­ríkar og fyrri til­lögur voru en von­andi munu þær skila til­ætl­uðum árangri.“

Spurður nánar út í til­lög­urnar sagði hann ýmis­legt hægt að gera, t.d. að skerpa á reglum um sótt­kví í heima­húsi og skýra betur hvað hús­næði þurfi að upp­fylla og hvaða skyldur fólk í sótt­kví þurfi að upp­fylla. Einnig sé hægt að auka eft­ir­lit með fólki í heima­sótt­kví og skerpa enn eft­ir­litið á landa­mær­un­um.

Auglýsing

Sótt­varna­læknir sagði að und­an­farið hafi verið „tölu­verður órói“ um þær sótt­varna­ráð­staf­anir sem hafa verið í gangi, einkum á landa­mær­un­um. „Þetta finnst mér miður og ég tel að þessi órói geti komi niður á okkar sam­stöðu sem ein­kennt hefur okkar við­brögð til þessa. Ef brestir fara að koma í sam­stöð­una þá getum við auð­veld­lega séð hér aftur upp­sveiflu í far­aldr­in­um. Eins og við erum að sjá í okkar nán­ast öllum nágranna­lönd­um. Við verðum von­andi á síð­ustu metr­unum í þessu lang­hlaupi og megum ekki glutra þessu út úr hönd­unum á þessum tíma­punkt­i.“

Þórólfur var spurður hvort aðgerðir inn­an­lands væru enn nauð­syn­legar í ljósi þess að bólu­setn­ing við­kvæm­ustu hópa sé komin vel á veg. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigð­ið,“ svar­aði hann og vís­aði til þess að erlendis væri útbreiðsla þess svo mik­il, nán­ast í hverju ein­asta Evr­ópu­landi, og að yngra fólk væri að leggj­ast inn á sjúkra­hús en áður. Þetta hafi ekki enn sést hér enda náðst að halda útbreiðsl­unni í skefj­um. „Það er engin ástæða til að halda það að útbreiðsla hér eins og við erum að sjá á hinum Norð­ur­lönd­unum myndi ekki valda mörgum inn­lögnum á sjúkra­hús. Raunar eru eru sum sjúkra­húsin þar alveg á þol­mörk­um. Við verðum að koma í veg fyrir það eins fljótt og við get­um. Það er of seint þegar þetta er allt farið af stað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent