Logi og Hilda Jana efst á lista Samfylkingar í Norðausturkjördæmi

Listi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í kvöld. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri verður í öðru sæti listans, á eftir flokksformanninum Loga Einarssyni.

Efstu fjóru frambjóðendurnir á lista Samfylkingarinnar.
Efstu fjóru frambjóðendurnir á lista Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Hilda Jana Gísla­dóttir bæj­ar­full­trúi á Akur­eyri og for­maður Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­landi eystra leiða lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi til kosn­inga í haust. Í þriðja sæti list­ans er Eydís Ásbjörns­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og bæj­ar­full­trúi í Fjarða­byggð.

List­inn var sam­hljóða sam­þykktur á fundi kjör­dæm­is­ráðs Sam­fylk­ing­ar­innar í kvöld, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef flokks­ins. Logi og Albertína Frið­björg Elí­as­dóttir eru í dag þing­menn flokks­ins í kjör­dæm­inu en Albertína ákvað að gefa ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu. Hún skipar eitt af neðstu sætum list­ans.

Á vef Sam­fylk­ing­ar­innar er haft eftir Loga að han sé stoltur af því að leiða áfram list­ann í kjör­dæm­inu. Hann telur það list­anum til tekna að efstu fjórir fram­bjóð­endur hafi allir bak­grunn úr sveit­ar­stjórn.

Auglýsing

„Öll höfum við setið í sveit­ar­stjórnum og þekkjum vel mik­il­vægi nær­þjón­ust­unnar og nauð­syn þess að auka sam­vinnu og traust milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. Ég hlakka til kosn­inga­bar­átt­unnar með þessum góða hópi,“ er haft eftir Loga.

Efstu sæti á list­an­um:

  1. Logi Ein­ars­son, Akur­eyri- Alþing­is­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar
  2. Hilda Jana Gísla­dótt­ir, Akur­eyri- Bæj­ar­full­trúi og for­maður SSNE
  3. Eydís Ásbjörns­dótt­ir, Eski­firði- Fram­hald­s­kóla­kenn­ari og bæj­ar­full­trúi
  4. Kjartan Páll Þór­ar­ins­son, Húsa­vík- Íþrótta- og tóm­stunda­full­trúi
  5. Mar­grét Bene­dikts­dótt­ir, Akur­eyri- Háskóla­nemi
  6. Sig­urður Vopni Vatns­dal, Vopna­firði- Deild­ar­stjóri á leik­skóla
  7. Ísak Már Jóhann­es­son, Akur­eyri- Umhverf­is­fræð­ingur
  8. Lilja Guðný Jóhann­es­dótt­ir, Nes­kaup­stað- Skóla­meist­ari

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um yfir pásk­ana mælist Sam­­fylk­ingin í nýj­­ustu könn­unum MMR með umtals­vert meira fylgi á Norð­­ur­landi en fyrir kosn­­ing­­arnar 2017, eða tæp 18 pró­­sent. Í sam­­bæri­­legum könn­unum MMR fyrir tæpum fjórum árum var fylgið í lands­hlut­­anum að mæl­­ast í tæpum 10 pró­­sent­u­­stig­­um. Á Aust­­ur­landi hafa hart­nær 13 pró­­sent þeirra sem taka afstöðu sagst ætla að kjósa Sam­­fylk­ing­una – fyrir kosn­­ing­­arnar 2017 voru það rúm 8 pró­­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent