Logi og Hilda Jana efst á lista Samfylkingar í Norðausturkjördæmi

Listi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í kvöld. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri verður í öðru sæti listans, á eftir flokksformanninum Loga Einarssyni.

Efstu fjóru frambjóðendurnir á lista Samfylkingarinnar.
Efstu fjóru frambjóðendurnir á lista Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra leiða lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi til kosninga í haust. Í þriðja sæti listans er Eydís Ásbjörnsdóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.

Listinn var samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld, samkvæmt tilkynningu á vef flokksins. Logi og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir eru í dag þingmenn flokksins í kjördæminu en Albertína ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Hún skipar eitt af neðstu sætum listans.

Á vef Samfylkingarinnar er haft eftir Loga að han sé stoltur af því að leiða áfram listann í kjördæminu. Hann telur það listanum til tekna að efstu fjórir frambjóðendur hafi allir bakgrunn úr sveitarstjórn.

Auglýsing

„Öll höfum við setið í sveitarstjórnum og þekkjum vel mikilvægi nærþjónustunnar og nauðsyn þess að auka samvinnu og traust milli ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessum góða hópi,“ er haft eftir Loga.

Efstu sæti á listanum:

  1. Logi Einarsson, Akureyri- Alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar
  2. Hilda Jana Gísladóttir, Akureyri- Bæjarfulltrúi og formaður SSNE
  3. Eydís Ásbjörnsdóttir, Eskifirði- Framhaldskólakennari og bæjarfulltrúi
  4. Kjartan Páll Þórarinsson, Húsavík- Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  5. Margrét Benediktsdóttir, Akureyri- Háskólanemi
  6. Sigurður Vopni Vatnsdal, Vopnafirði- Deildarstjóri á leikskóla
  7. Ísak Már Jóhannesson, Akureyri- Umhverfisfræðingur
  8. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, Neskaupstað- Skólameistari

Eins og Kjarninn fjallaði um yfir páskana mælist Sam­fylk­ingin í nýj­ustu könn­unum MMR með umtals­vert meira fylgi á Norð­ur­landi en fyrir kosn­ing­arnar 2017, eða tæp 18 pró­sent. Í sam­bæri­legum könn­unum MMR fyrir tæpum fjórum árum var fylgið í lands­hlut­anum að mæl­ast í tæpum 10 pró­sentu­stig­um. Á Aust­ur­landi hafa hart­nær 13 pró­sent þeirra sem taka afstöðu sagst ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una – fyrir kosn­ing­arnar 2017 voru það rúm 8 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent