Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri

Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.

Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hófust stærstu rétt­ar­höld á Ítalíu í 30 ár þar sem réttað verður yfir 355 manns sem tengj­ast ‘Ndrang­heta glæpa­sam­tök­unum þar í landi. Í rétt­ar­höld­un­um, sem eiga sér fimm ára aðdrag­anda, verða meira en 900 vitni kölluð til og um 24 þús­und hljóð­upp­tökur lagðar fram sem sönn­un­ar­gögn. Sak­sókn­ar­inn að baki ákær­unum vonar að málið laski starf­semi sam­tak­anna veru­lega og marki nýtt upp­haf hjá þeim sem hafa þurft að lifa í skugga þeirra.

Rinascita-Scott aðgerðin

Meiri­hluti þeirra sem réttað er yfir var hand­tek­inn í lok árs 2019, í kjöl­far viða­mik­illar rann­sóknar ítölsku lög­regl­unn­ar. Rann­sókn­in, sem staðið hafði yfir síðan árið 2016, teygði anga sína víðs vegar um Ítalíu og til nær­liggj­andi landa. 

Hún bar heitið Rinascita-Scott, eftir manni að nafni Scott,  sem var starfs­maður banda­rísku fíkni­efna­lög­regl­unnar (DEA) og hjálp­aði ítölsku lög­regl­unni um ára­bil en lést nýlega. Orðið rinascita þýðir svo end­ur­fæð­ing á ítölsku sem táknar vonir þeirra sem að baki rann­sókn­inni standa um að hún marki nýtt upp­haf.

Auglýsing

Um þrjú þús­und lög­reglu­menn tóku þátt í hand­tök­unum á sínum tíma á Ítal­íu, í Sviss, Þýska­landi og Búlgar­íu. Þeirra á meðal voru sér­sveit­ar­menn ítölsku lög­regl­unn­ar, sem kall­aðir eru „veiði­menn­irn­ir,“ en þeir leit­uðu uppi hátt setta með­limi glæpa­sam­tak­anna í leyni­byrgjum í ítölsku sveit­inn­i. 

Á meðal þeirra hand­teknu var fyrrum þing­maður flokks Sil­vio Berlusconi, sem var for­sæt­is­ráð­herra lands­ins um ára­bil, ásamt lög­reglu­stjóra og fjöl­mörgum emb­ætt­is­mönnum og athafna­mönnum í við­skipta­líf­inu. Allir voru þeir ásak­aðir um að eiga sam­starf við sam­tökin með einum eða öðrum hætti.

Að baki hand­tök­unum var Nicola Gratt­eri, sak­sókn­ari bæj­ar­ins Catanz­aro á Suð­ur­-Ítal­íu, en hann er einn þekkt­asti sak­sókn­ari lands­ins sem sér­hæfir sig í skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Sam­kvæmt frétta­miðl­inum Vice hefur ítalska maf­ían kallað eftir dauða hans, en Gratt­eri hefur búið við lög­reglu­vernd á síð­ustu árum. 

Dóm­salur í síma­veri

Gratt­eri hefur látið safna 24 þús­und hljóð­upp­tökum fyrir rétt­ar­höld­in, sem eru þau stærstu í marga ára­tugi á Ítal­íu. Til við­bótar við þá 355 ein­stak­linga sem réttað verður yfir hafa yfir 900 vitni verið kölluð til í mál­in­u. 

Mynd: EPA

Sökum stærðar máls­ins og strangra sótt­varn­ar­að­gerða hafa ítölsk yfir­völd búið til dóm­sal í hús­næði sem var áður gríð­ar­stórt síma­ver í bænum Lamezia Terme. Stór hluti hinna ákærðu mun aðeins vera við­stödd rétt­ar­höldin í gegnum fjar­fund­ar­bún­að, en þeir sem geta munu mæta í gamla síma­ver­ið. Þar munu sumir hinna ákærðu standa í búrum sem smíðuð hafa verið sér­stak­lega fyrir til­efn­ið. 

Verð­mæt­ari en Deutsche Bank og McDon­alds til sam­ans

Glæpa­sam­tök­in, sem eru frá Cala­bri­a-hér­aði á Suð­ur- Ítal­íu, hafa aukið ítök sín á síð­ustu ára­tugum og tekið topp­sætið af siki­leysku mafí­unni, Cosa Nostra, sem valda­mestu glæpa­sam­tök Ítal­íu. Sam­kvæmt Europol stjórnar hún stórum hluta af kóka­ín­sölu í allri Evr­ópu, en hún er einnig talin stunda pen­inga­föls­un, mútu­greiðslur og ólög­lega förgun spilli­efna. Rann­sókn­ar­stofn­unin Demoskopita taldi virði mafí­unnar vera meira en virði Deutsche Bank og McDon­alds til sam­ans árið 2013. 

Hins veg­ar, þrátt fyrir viða­mikla starf­semi sem teygir sig langt út fyrir Ítal­íu, fara leið­togar sam­tak­anna sjaldan út fyrir heima­þorpin sín. Þar hafa þeir náð að fara huldu höfði, meðal ann­ars vegna fjölda neð­an­jarð­ar­gangna sem þeir hafa útbúið milli húsa, auk leyni­byrgja sem þeir geta dvalið í í afskekktum sveitum hér­aðs­ins. 

Mancuso fjöl­skyldan

‘Ndrang­heta maf­ían skipt­ist í tugi smærri ein­inga sem kall­aðar eru ‘ndrin­ur. Ein af stærstu ‘ndrin­unum er kennd við Mancuso-­fjöl­skyld­una. Einn með­limur fjöl­skyld­unn­ar, Emanu­ele Mancuso, hefur upp­ljóstrað um ýmis leynd­ar­mál hennar gegn því að fá lög­reglu­vernd. Hann mun bera vitni gegn leið­toga hennar og einu af valda­mestum með­limum sam­tak­anna sem voru hand­teknir í Rinascita-Scott-að­gerð­inni, frænda sínum Luigi Mancuso, í rétt­ar­höld­un­um.

„Þessi rétt­ar­höld eru fyrir allt heið­ar­lega við­skipta­fólkið og borg­ar­ana sem hafa þurft að þola árásir og áreitni frá þessum glæpa­mönn­um,“ sagði Gratt­eri í við­tali við Guar­dian. „Ég vona að þessi við­burður merki nýtt upp­haf fyrir íbúa Cala­bria sem eru þreyttir á að lifa í skugga ‘Ndrang­heta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar