Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri

Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.

Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hófust stærstu rétt­ar­höld á Ítalíu í 30 ár þar sem réttað verður yfir 355 manns sem tengj­ast ‘Ndrang­heta glæpa­sam­tök­unum þar í landi. Í rétt­ar­höld­un­um, sem eiga sér fimm ára aðdrag­anda, verða meira en 900 vitni kölluð til og um 24 þús­und hljóð­upp­tökur lagðar fram sem sönn­un­ar­gögn. Sak­sókn­ar­inn að baki ákær­unum vonar að málið laski starf­semi sam­tak­anna veru­lega og marki nýtt upp­haf hjá þeim sem hafa þurft að lifa í skugga þeirra.

Rinascita-Scott aðgerðin

Meiri­hluti þeirra sem réttað er yfir var hand­tek­inn í lok árs 2019, í kjöl­far viða­mik­illar rann­sóknar ítölsku lög­regl­unn­ar. Rann­sókn­in, sem staðið hafði yfir síðan árið 2016, teygði anga sína víðs vegar um Ítalíu og til nær­liggj­andi landa. 

Hún bar heitið Rinascita-Scott, eftir manni að nafni Scott,  sem var starfs­maður banda­rísku fíkni­efna­lög­regl­unnar (DEA) og hjálp­aði ítölsku lög­regl­unni um ára­bil en lést nýlega. Orðið rinascita þýðir svo end­ur­fæð­ing á ítölsku sem táknar vonir þeirra sem að baki rann­sókn­inni standa um að hún marki nýtt upp­haf.

Auglýsing

Um þrjú þús­und lög­reglu­menn tóku þátt í hand­tök­unum á sínum tíma á Ítal­íu, í Sviss, Þýska­landi og Búlgar­íu. Þeirra á meðal voru sér­sveit­ar­menn ítölsku lög­regl­unn­ar, sem kall­aðir eru „veiði­menn­irn­ir,“ en þeir leit­uðu uppi hátt setta með­limi glæpa­sam­tak­anna í leyni­byrgjum í ítölsku sveit­inn­i. 

Á meðal þeirra hand­teknu var fyrrum þing­maður flokks Sil­vio Berlusconi, sem var for­sæt­is­ráð­herra lands­ins um ára­bil, ásamt lög­reglu­stjóra og fjöl­mörgum emb­ætt­is­mönnum og athafna­mönnum í við­skipta­líf­inu. Allir voru þeir ásak­aðir um að eiga sam­starf við sam­tökin með einum eða öðrum hætti.

Að baki hand­tök­unum var Nicola Gratt­eri, sak­sókn­ari bæj­ar­ins Catanz­aro á Suð­ur­-Ítal­íu, en hann er einn þekkt­asti sak­sókn­ari lands­ins sem sér­hæfir sig í skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Sam­kvæmt frétta­miðl­inum Vice hefur ítalska maf­ían kallað eftir dauða hans, en Gratt­eri hefur búið við lög­reglu­vernd á síð­ustu árum. 

Dóm­salur í síma­veri

Gratt­eri hefur látið safna 24 þús­und hljóð­upp­tökum fyrir rétt­ar­höld­in, sem eru þau stærstu í marga ára­tugi á Ítal­íu. Til við­bótar við þá 355 ein­stak­linga sem réttað verður yfir hafa yfir 900 vitni verið kölluð til í mál­in­u. 

Mynd: EPA

Sökum stærðar máls­ins og strangra sótt­varn­ar­að­gerða hafa ítölsk yfir­völd búið til dóm­sal í hús­næði sem var áður gríð­ar­stórt síma­ver í bænum Lamezia Terme. Stór hluti hinna ákærðu mun aðeins vera við­stödd rétt­ar­höldin í gegnum fjar­fund­ar­bún­að, en þeir sem geta munu mæta í gamla síma­ver­ið. Þar munu sumir hinna ákærðu standa í búrum sem smíðuð hafa verið sér­stak­lega fyrir til­efn­ið. 

Verð­mæt­ari en Deutsche Bank og McDon­alds til sam­ans

Glæpa­sam­tök­in, sem eru frá Cala­bri­a-hér­aði á Suð­ur- Ítal­íu, hafa aukið ítök sín á síð­ustu ára­tugum og tekið topp­sætið af siki­leysku mafí­unni, Cosa Nostra, sem valda­mestu glæpa­sam­tök Ítal­íu. Sam­kvæmt Europol stjórnar hún stórum hluta af kóka­ín­sölu í allri Evr­ópu, en hún er einnig talin stunda pen­inga­föls­un, mútu­greiðslur og ólög­lega förgun spilli­efna. Rann­sókn­ar­stofn­unin Demoskopita taldi virði mafí­unnar vera meira en virði Deutsche Bank og McDon­alds til sam­ans árið 2013. 

Hins veg­ar, þrátt fyrir viða­mikla starf­semi sem teygir sig langt út fyrir Ítal­íu, fara leið­togar sam­tak­anna sjaldan út fyrir heima­þorpin sín. Þar hafa þeir náð að fara huldu höfði, meðal ann­ars vegna fjölda neð­an­jarð­ar­gangna sem þeir hafa útbúið milli húsa, auk leyni­byrgja sem þeir geta dvalið í í afskekktum sveitum hér­aðs­ins. 

Mancuso fjöl­skyldan

‘Ndrang­heta maf­ían skipt­ist í tugi smærri ein­inga sem kall­aðar eru ‘ndrin­ur. Ein af stærstu ‘ndrin­unum er kennd við Mancuso-­fjöl­skyld­una. Einn með­limur fjöl­skyld­unn­ar, Emanu­ele Mancuso, hefur upp­ljóstrað um ýmis leynd­ar­mál hennar gegn því að fá lög­reglu­vernd. Hann mun bera vitni gegn leið­toga hennar og einu af valda­mestum með­limum sam­tak­anna sem voru hand­teknir í Rinascita-Scott-að­gerð­inni, frænda sínum Luigi Mancuso, í rétt­ar­höld­un­um.

„Þessi rétt­ar­höld eru fyrir allt heið­ar­lega við­skipta­fólkið og borg­ar­ana sem hafa þurft að þola árásir og áreitni frá þessum glæpa­mönn­um,“ sagði Gratt­eri í við­tali við Guar­dian. „Ég vona að þessi við­burður merki nýtt upp­haf fyrir íbúa Cala­bria sem eru þreyttir á að lifa í skugga ‘Ndrang­heta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar