Mynd: Bára Huld Beck

Ásmundur Friðriksson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020

Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem keyrði mest á síðasta ári, líkt og árin á undan. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára, enda ljóst að kórónuveirufaraldurinn gerði ferðalög um kjördæmi flókin og í sumum tilfellum ómöguleg.

Í upp­haf­legri útgáfu þess­arrar frétta­skýr­ingar kom fram að Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar úr Norð­vest­ur­kjör­dæmi, væri sá þing­maður sem var með mestan akst­urs­kostnað á árinu 2020. Eftir að hún birt­ist hefur Alþingi stað­fest að rangar tölur hafi birst um akst­urs­kostnað Guð­jóns á síð­asta ári. Hægt er að lesa um það hér. Frétta­skýr­ingin hefur verið upp­færð með þessum upp­lýs­ing­um. 

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, er sá þing­maður sem er með mestan sam­an­lagðan akst­urs­kostnað á árinu 2020. Hann var með heild­ar­kostnað upp á 2.218 þús­und krón­ur. Hann fór ekki fram á neina end­ur­greiðslu fyrir notkun á eigin bif­reið á árinu 2020 heldur not­aði bíla­leigu­bíla. 

Í öðru sæti var Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, með kostnað upp á tæpar tvær millj­ónir króna. Guð­jón not­aði sína eigin bif­reið ekk­ert heldur er kostn­að­ur­inn allur til­kom­inn vegna notk­unar á bíla­leigu­bílum og elds­neytis­kostn­að­ar. 

Akst­ur­kostn­aður Ásmundar dregst umtals­vert saman milli ára, en hann var 3,8 millj­ónir króna árið 2019, rúm­lega 320 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uði. Það var fyrsta árið sem allur akstur Ásmundar fór fram á bíla­leigu­bílum en árin á undan hafði hann að mestu keyrt um landið á eigin bif­reið og fengið kostnað vegna þess end­ur­greiddan frá Alþingi. Frá því að Ásmundur sett­ist á þing árið 2013 hefur sam­an­lagður akst­urs­kostn­aður hans verið 31,4 millj­ónir króna. 

Mestur var hann árið 2014, þegar Ásmundur fékk alls um 5,4 millj­ónir króna end­ur­greiddar vegna keyrslu á eigin bif­reið, eða 450 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Auglýsing

Í þriðja sæti á list­anum yfir þá þing­menn sem voru með mesta akst­urs­kostnað í fyrra er Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, sem keyrði fyrir 1.827 þús­und krónur á árinu, eða 152 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uði. Allur sá akstur fór fram á bíla­leigu­bíl­u­m. 

Kostn­að­ur­inn dróst saman um fimmt­ung

Sam­tals keyrðu þing­menn lands­ins fyrir 23,2 millj­ónir króna í fyrra. Það er umtals­vert minna en árið 2019 þegar akstur þeirra sem greiddur var úr sam­eig­in­legum sjóðum kost­aði 30,2 millj­ónir króna. Kostn­að­ur­inn var mjög svip­aður árið 2018, eða 30,7 millj­ónir króna, og árið 2017, þegar hann var 29,2 millj­ónir króna. Hann dróst því saman um rúm­lega 20 pró­sent á árinu 2020 miðað við árið áður. 

Lík­legt verður að telj­ast að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem hefur leitt af sér umfangs­miklar sam­komu­tak­mark­anir og kröfur um ýmis konar sótt­varna­ráð­staf­anir þegar fólk hitt­ist, skipti þar miklu. Þing­menn hafa ekki getað hitt vænt­an­lega kjós­endur á sama hátt og áður. Það hefur hluti nefnd­ar­starfa farið fram í gegnum fjar­fund­ar­búnað sem gerir það að verkum að við­vera lands­byggð­ar­þing­manna í höf­uð­borg­inni hefur ekki verið jafn knýj­andi og áður. 

Alls keyrðu ell­efu þing­menn fyrir eina milljón króna eða meira á síð­asta ári. Þeir eru:

 1. Ásmundur Frið­riks­son Sjálf­stæð­is­flokki 2.217.867 krónur
 2. Guð­jón S. Brjáns­son Sam­fylk­ing­unni tæp­lega tvær millj­ónir krónur
 3. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir Vinstri græn 1.827.141 krónur
 4. Vil­hjálmur Árna­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.694.043 krónur
 5. Birgir Þór­ar­ins­son Mið­flokki 1.653.749 krónur
 6. Sig­urður Páll Jóns­son Mið­flokki 1.643.859 krónur
 7. Har­aldur Bene­dikts­son Sjálf­stæð­is­flokki 1.580.226 krónur
 8. Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir Vinstri grænum 1.390.240 krónur
 9. Halla Signý Krist­jáns­dóttir Fram­sókn­ar­flokki 1.283.788 krónur
 10. Albertína Frið­björt Elí­as­dóttir Sam­fylk­ing­unni 1.124.066 krónur
 11. Líneik Anna Sæv­ars­dóttir Fram­sókn­ar­flokki 1.069.035 krónur

Fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar leiddi til þess að aksturskostnaður þingmanna varð loks opinber snemma árs 2018.
Mynd: Bára Huld Beck

Fjöl­miðlar reyndu árum saman reynt að fá upp­­­lýs­ingar um hvaða þing­­­menn fái end­­­ur­greiðslu vegna akst­­­urs, en án árang­­­urs. Kjarn­inn fjall­aði til að mynda um málið í frétta­­­skýr­ingu árið 2015 þar sem fram kom að alls 28 þing­­­menn hefðu fengið end­­­ur­greiðslu á árinu 2014, þar af 18 yfir eina milljón króna. Ekki var hins vegar hægt að fá upp­­­lýs­ingar um hvaða þing­­­menn var að ræða. Þær upp­­­lýs­ingar þóttu þá of per­­­són­u­­­leg­­­ar.

Í byrjun febr­­úar 2018 svar­aði for­­seti Alþingis fyr­ir­­­spurn Björns Leví Gunn­­­ar­s­­­sonar, þing­­­manns Pírat­­­ar, um akst­­­ur­s­­­kostn­að. Í svari for­­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­­menn sem fengu hæstu skatt­lausu end­­­ur­greiðsl­­­urnar þáðu á síð­­­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­­menn sem þáðu hæstu end­­ur­greiðsl­­urnar fengu sam­tals 14 millj­­ónir króna, eða tæp­­lega helm­ing allra end­­ur­greiðslna vegna akst­­urs.

Auglýsing

Upp­­lýs­ing­­arnar vöktu upp mikla reiði og ásak­­anir um mög­u­­lega sjálftöku þing­­manna. Sér­stak­lega þegar fyrir lá að Ásmundur Frið­riks­son hafði sagst keyra 47.644 kíló­metra á árinu 2017 einu saman vegna vinnu sinnar sem þing­mað­ur, og fékk kostnað vegna þeirrar keyrslu end­ur­greidd­an, alls 4,6 millj­ónir króna.

Krafa um að allt kæmi upp á borðið

Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­­són­u­­grein­an­­leg­­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­­ar, sund­­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­­leig­u­bíla. Allt ætti að koma upp á borð­ið.

Auglýsing

For­sætis­nefnd ákvað að bregð­­ast við og allar upp­­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­­manna er nú birtur mán­að­­ar­­lega. Auk þess var ákvæði í reglum um ­þing­fara­kostn­að, sem fjallar um bíla­­leig­u­bíla, gert skýr­­ara til að tryggja að slíkir séu frekar teknir en að þing­­menn séu að nota eigin bif­­reið­­ar. Breyt­ing­­arnar náðu einkum til þing­­manna sem falla undir svo­­­kall­aðan heim­an­akst­­­ur, þ.e. akstur til og frá heim­ili dag­­­lega um þing­­­tím­ann. Það eru þing­­­menn sem búa í nágrenni Reykja­víkur (á Suð­­­ur­­­nesjum, Vest­­­ur­landi, Árnes­­­sýslu o.s.frv.). Akstur á eigin bif­­­reið­um, sem kemur til end­­­ur­greiðslu, varð eftir breyt­ing­­arnar bund­inn hámarki við 15.000 km. Eftir þann kíló­­metra­­fjölda á skrif­­stofa Alþingis láta umræddum þing­­manni í té bíla­­leig­u­bíl.

Mesta breyt­ingin sem orðið hefur síð­ast­liðin ár er því sú að þing­menn keyra nú mun meira á bíla­leigu­bílum en áður. Sú til­hneig­ing hefur stökk­breyst eftir að akst­urs­greiðsl­urnar voru opin­ber­aðar í fyrsta sinn í byrjun árs 2018. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar