Mynd: Almannavarnir Þórólfur Guðnason
Mynd: Almannavarnir

Viku síðar er ekki enn búið að herða aðgerðir á landamærum eins og Þórólfur taldi réttast

Sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra fyrir viku síðan að aðgerðir á landamærum yrðu hertar „eins fljótt og auðið er.“ Viku síðar er enn verið að skoða lagalegan grundvöll fyrir sumum þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir taldi brýnt að ráðast í.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir beindi því til Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra í minn­is­blaði 6. jan­úar síð­ast­lið­inn að gripið yrði til hertra aðgerða á landa­mærum „eins fljótt og auðið er“ til að lág­marka hætt­una á því að nýtt og meira smit­andi afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, „breska afbrigð­ið“, næði fót­festu hér á landi.

Í dag er 13. jan­ú­ar. Ekki er búið að koma til­lögum Þór­ólfs í fram­kvæmd nema að tak­mörk­uðu leyti, en í gær kynnti heil­brigð­is­ráðu­neytið að frá og með deg­inum í dag yrði börnum sem fædd eru árið 2005 og síðar gert að fara í sótt­kví með for­ráða­manni. Þar með er lokað fyrir það að börn sem koma erlendis frá geti farið bein­ustu leið í skól­ann.

„Þarna er smuga sem okkur er illa við“

„Staðan eins og hún er í dag horfir illa við okk­ur,“ segir Sig­ur­geir Ómar Sig­munds­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum og yfir­maður flug­vall­ar­deildar emb­ætt­is­ins. „Þarna er smuga sem okkur er illa við, að fólk kom­ist inn í landið án þess að fara í nokk­urs konar próf. Þannig að það er ósk­andi að girt verði fyrir það sem fyrst.“

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur sagt að verið sé að skoða laga­legan grund­völl fyrir öðrum fyr­ir­byggj­andi aðgerðum sem Þórólfur lagði til að gripið yrði til á landa­mærum Íslands.

Auglýsing

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is, sem Kjarn­inn fékk afhent frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í dag, gefur sótt­varna­læknir ráð­herra í raun tvo val­kosti sem varða full­orðna ein­stak­linga sem til lands­ins koma. Mark­miðið er að reyna að gull­tryggja að þessir ein­stak­lingar smiti ekki út frá sér í sam­fé­lag­inu, en í minn­is­blað­inu segir Þórólfur dæmi um að ein­stak­lingar sem kjósi að fara í 14 daga sótt­kví í stað skimunar fari ekki eftir reglum um sótt­kví.

Ann­ars vegar lagði Þórólfur til að allir yrðu skyld­aðir í tvær skimanir með 5 daga sótt­kví á milli. 14 daga sótt­kví yrði ekki lengur mögu­leg. Hins vegar lagði Þórólfur til að þeim sem fara í 14 daga sótt­kví yrði gert að vera í sótt­kví í far­sótt­ar­húsi (eða öðru opin­beru hús­næði) með eða án kostn­að­ar, og fylgst yrði náið með því að reglum væri fylgt.

„Við höfum stutt sótt­varna­lækni heils­hugar í því að loka á mögu­leik­ann á fjórtán daga sótt­kví eða að fólk myndi sitja hana af sér í sótt­varna­hús­i,“ segir Sig­ur­geir. „Far­ald­ur­inn er mjög alvar­legur erlendis og fjöldi smita á landa­mær­unum end­ur­speglar það.“

Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum og yfirmaður flugvalladeildar embættisins segir óskandi að það verði girt fyrir þá glufu sem er nú til staðar varðandi sóttkví við komuna til landsins sem fyrst.
Bára Huld Beck

Frá því að sýna­taka á landa­mærum var gerð gjald­frjáls í des­em­ber hafa fleiri valið að fara í skimun en engu að síður er alltaf hluti far­þega sem vill ekki í sýna­töku, að sögn Sig­ur­geirs. Á síð­ustu vikum hafa tæp­lega þrjá­tíu valið sótt­kví frekar en skim­un. „En það þarf ekki nema einn, við vitum það,“ minnir Sig­ur­geir á og rifjar upp hvernig bláa afbrigði veirunn­ar, það sem fyrst og fremst hefur greinst hér á landi síð­ustu mán­uði, komst inn í land­ið. Það afbrigði komst inn í landið með einu pari og olli far­aldri.

Fólk gefur ýmsar ástæður fyrir því að fara ekki í skimun á landa­mær­um. Sumir vísa í að það sé þeirra réttur og aðrir vilja ekki að lífs­sýnum úr þeim sé safnað með þessum hætti. Áður en gjald­töku var hætt voru fleiri sem völdu sótt­kvína svo pen­ingar virð­ast einnig hafa spilað hlut­verk. Sig­ur­geir segir að vissu­lega séu sumir sem koma til lands­ins sann­ar­lega að fara beint í sótt­kví og fari eftir öllum reglum í því sam­bandi.

„En það er vitað að það eru ekki allir að fylgja því að fara í fjórtán daga sótt­kví,“ segir Sig­ur­geir og vísar m.a. til orða Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis í Silfr­inu um helg­ina í því sam­bandi.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt von á ákvörðun um aðgerðir í þessari viku.
Bára Huld Beck

„Okkar fólk talar svo við þá sem eru að koma inn í landið og það skín stundum í gegn að fólk ætlar sér ekki að halda sótt­kví. Þá látum við lög­reglu­um­dæmi þar sem við­kom­andi býr vita. Og reynt er svo eftir fremsta megni að fylgj­ast með. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt að fylgj­ast með öllum alltaf. Það er eng­inn mann­afli í það,“ segir Sig­ur­geir.

Laga­legur grund­völlur aðgerða til skoð­unar

Svan­dís heil­brigð­is­ráð­herra tal­aði með þeim hætti í síð­ustu viku að lík­leg­ast væri að fólk yrði skyldað til þess að dvelja 14 daga í far­sótt­ar­hús­um. 

Í gær sagði hún hins vegar við mbl.is að verið væri að skoða laga­grund­völl­inn fyrir þeirri aðgerð og fleiri útfærslu­mögu­leika, eins og til dæmis það að gera kröfu um nei­kvætt próf sem tekið yrði í land­inu sem við­kom­andi kæmi frá. 

Hún sagði von á ákvörðun um hvernig málum yrði háttað í þess­ari viku.

Það sem Þórólfur lagði til:

  • 1. Allir (nema þeir sem eru með vott­orð um fyrri sýk­ingu) verði skyld­aðir til að und­ir­gang­ast tvær skimanir á landa­mærum með 5 daga sótt­kví á milli. 14 daga sótt­kví án skimunar verði ekki val­kvæð nema af lækn­is­fræði­legum ástæð­u­m. 
  • 2. Þeir sem fara í 14 daga sótt­kví verði gert að vera í sótt­kví í far­sótta­húsi (eða öðru opin­beru hús­næði) með eða án kostn­aðar þar sem fylgst verður náið með því að reglum verði fylg­t. 
  • 3. Fylgst verði vel með þeim sem velja skimanir með 5 daga sótt­kví með reglu­legum sím­tölum og þeim gefnar nauð­syn­legar upp­lýs­ing­ar. Sér­stak­lega á þetta við um þá sem grein­ast með „breska stofn­inn“.
  • 4. Börn sem fædd eru 2005 og síðar verði gert að vera í sótt­kví með for­ráða­manni þó sýna­taka sé ekki fram­kvæmd. 

Fólk hefur verið hvatt til að velja sýna­töku fremur en sótt­kví

Í minn­is­blaði Þór­ólfs er farið yfir það að far­ald­ur­inn hafi verið í mik­illi upp­sveiflu í nálægum löndum en verið í lág­marki hér inn­an­lands. Upp­sveifl­una erlendis mætti víða að miklu leyti rekja til nýs stofns veirunn­ar, sem greind­ist fyrst í Bret­landi.

Staðan á faraldrinum er góð hér á landi miðað við flest nágrannalönd, en sumstaðar hefur breska afbrigðið valdið því að faraldurinn er í hæstu hæðum.
Our World in Data

„Komið hefur í ljós að þessi stofn virð­ist smit­ast auð­veldar milli manna en aðrir stofnar og vís­bend­ingar eru um að hann valdi einnig meiri smitum hjá börn­um,“ skrifar Þórólf­ur, en Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þetta nýja afbrigði og einnig nýtt afbrigði sem greind­ist fyrst í Suð­ur­-Afr­íku nýlega.

Þórólfur sagði í minn­is­blaði sínu að fólk hefði að und­an­förnu verið hvatt til þess að fara í skimun frekar en sótt­kví. „Þetta hefur leitt til að um 1% velur nú sótt­kví og eru þetta um 26 manns frá 10. des­em­ber sl. Í nokkrum til­fellum hafa þessir ein­stak­lingar hins vegar verið staðnir að því að halda ekki þær reglur sem um sótt­kví gilda sem eykur hættu á frekara smit­i,“ rit­aði sótt­varna­lækn­ir.

„Í ljósi þeirra góðu stöðu sem er á COVID far­aldr­inum núna inn­an­lands, vax­andi útbreiðslu far­ald­urs­ins í nálægum löndum og þeirrar hættu sem virð­ist yfir­vof­andi að „breski stofn­inn“ nái að breið­ast út hér inn­an­lands, þá tel ég mik­il­vægt að við tryggjum bestu fyr­ir­byggj­andi aðgerðir á landa­mærum,“ skrif­aði sótt­varna­læknir í minn­is­blaði sínu til ráð­herra 6. jan­ú­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar