PCA-Stream

Tugmilljörðum varið í að gera Champs-Élysées að betri stað

Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar staðfesti í viðtali sem birtist á sunnudag að hún ætlaði að standa við loforð og gera breiðstrætið Champs-Élysées grænna og mannvænlegra. Áformin eru verðmetin á tæpa 40 milljarða íslenskra króna.

Borg­ar­yf­ir­völd í París hafa boðað að á þessum ára­tug verði ráð­ist í mikla umbreyt­ingu á hinni sögu­frægu breið­götu, Champs-É­lysées, sem flestir kenna eflaust við Sig­ur­bog­ann, hið mikla mann­virki og túrista­segul sem stendur á ógn­ar­stóru hring­torgi við enda breið­stræt­is­ins. Á hinum end­anum er Concor­de-­torg, annað þekkt kenni­leiti borg­ar­inn­ar.

Nefnd skipuð kaup­mönnum og fast­eigna­eig­endum við breið­göt­una og nágrenni hennar hefur á und­an­förnum árum barist fyrir því að eitt­hvað verði gert til þess að fegra göt­una, sem hefur ekki fengið and­lits­lyft­ingu að ráði síð­ustu þrjá ára­tugi.

Auglýsing

Að frum­kvæði þessa hóps sem starfar og býr í grennd við göt­una var arkiktekta­stofan PCA-Str­eam fengin til þess, árið 2018, að hefja vinnu við að teikna upp nútíma­legri, grænni og mann­legri götu­mynd, sem gæti gefið Champs-É­lysées og nágrenni nýtt líf. 

Gang­stétt­irnar eru farnar að láta á sjá og gatan er alltaf full af meng­andi bílum með til­heyr­andi slæmum loft­gæðum og hljóð­mengun sem hraðri umferð þeirra fylgja. Um 3.000 bílar, sem fæstir stoppa í grennd­inni heldur bruna eitt­hvert ann­að, aka um breiðar göt­urnar á hverri klukku­stund að með­al­tali yfir dag­inn.

Gatan og nágrenni hennar mun fá yfirbragð borgargarð fremur en breiðstrætis þegar áætlanir borgaryfirvalda ná fram að ganga.
PCA-Stream

Arki­tekt­inn Phil­ippe Chi­ambar­etta, eig­andi PCA-Str­eam, ræddi við breska blað­ið Guar­dian um áformin árið 2019. Þá sagði hann að staða breið­göt­unnar end­ur­spegl­aði í raun öll helstu vanda­mál borga um allan heim: „Meng­un, staða bíls­ins, túrismi og neyslu­aukn­ing­ar­stefna.“

Par­ís­ar­búar hættir að koma

Í rann­sóknum á vegum arki­tekta­stof­unnar hefur komið fram að Par­ís­ar­búar séu meira og minna hættir að heim­sækja göt­una. Sam­kvæmt vett­vangskönnun sem gerð var frá morgni dags og fram að mið­nætti voru 68 pró­sent þeirra sem voru á göt­unni ferða­menn, að mestu leyti útlend­ing­ar, eflaust mættir að taka sjálfs­myndir fyrir framan Sig­ur­bog­ann.

Um 3.000 bílar aka um breiðstrætið á hverri klukkustund yfir daginn. Flestir eru að flýta sér eitthvert annað. Risavaxið margreina hringtorg liggur í kringum Sigurbogann.
Arnar Þór Ingólfsson

Fáir Par­ís­ar­búar koma núorðið í þetta sögu­fræga stræti til þess að njóta borg­ar­innar sinn­ar, versla eða setj­ast inn á kaffi­hús. Þeir fara ann­að. Þessu langar fólki til þess að breyta. 

Borg­ar­stjóri tekur breið­strætið upp á sína arma

Anne Hidalgo borg­ar­stjóri Par­ísar boð­aði fyrir kosn­ingar á síð­asta ári, þar sem hún sótt­ist eftir end­ur­kjöri, að hún myndi koma til­lög­unum frá PCA-Str­eam í far­veg og breyta ásýnd Champs-É­lysées. Hidalgo hefur nú stað­fest að það sé ætlan sín að ráð­ast í verk­ið, en það gerði hún í við­tali í rit­in­u Jo­urnal du Dimanche á sunnu­dag. 

Hún sagði að það yrði þó ekki farið af stað með umbreyt­ing­una fyrr en eftir árið 2024, en þá mun Par­ís­ar­borg hýsa Ólymp­íu­leik­ana. Illt væri að hafa allt sund­ur­grafið og óklárað þegar sá stór­við­burður fer fram í borg­inni.

Vilji stendur til þess að gera Champs-Élysées aftur að stað sem Parísarbúar vilja heimsækja.
PCA-Stream
Í dag er breiðgatan ekki mjög heillandi fyrir gangandi vegfarendur.
Gerd Eichmann/Wikimedia Commons

Sam­kvæmt frétt Guar­dian verður þó byrjað á því að klára umbreyt­ingu Concor­de-­torgs fyrir Ólymp­íu­leik­ana. Síðan er gert ráð fyrir að taka breið­strætið í gegn og ljúka umbreyt­ingu Champs-É­lysées fyrir árið 2030. 

Fram­kvæmd­irnar sem PCA-Str­eam sér fyrir sér eru verð­metnar á um það bil 250 millj­ónir evra, jafn­virði hátt í 40 millj­arða íslenskra króna. 

Umbreyt­ing Par­ísar undir stjórn Hidalgo

Anne Hidalgo hefur verið borg­ar­stjóri í París allt frá árinu 2014, eftir að hafa verið vara­borg­ar­stjóri fyrir Sós­í­alista allt frá árinu 2001. Á tíma sínum í emb­ætti hefur hún beitt sér fyrir því að bílum verði úthýst af ýmsum götum í París og auka veg hjól­reiða.

Hidalgo hefur minnkað plássið sem bílar fá á göt­unum og lækkað hámarks­hraða víða. Eitt af kosn­inga­lof­orðum hennar var að breyta 60 þús­und bíla­stæðum með­fram götum í hjóla­stíga.

Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar hefur gert djarfar breytingar og beinlínís úthýst bílum af ýmsum götum til þess að búa til pláss fyrir hjólandi og gangandi.
EPA

Þessar hrær­ingar í borg­inni, aðförin að einka­bílnum og allt raskið sem það hefur haft í för með sér fyrir bíl­stjóra og marga aðra hef­ur ekki heillað alla. 

En árang­ur­inn er löngu byrj­aður að sýna sig og víð­femt net öruggra hjóla­stíga hefur orðið til þess að fleiri stíga á fák­inn.

Kjós­endur treystu Hidalgo fyrir því að leiða borg­ina áfram næstu sex árin, á þess­ari braut. Eftir sigur í kosn­ing­unum í fyrra þakk­aði hún Par­ís­ar­búum fyrir að velja „París sem and­ar“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent