Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest

Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.

guðjónog ási.jpg
Auglýsing

Alþingi gerði mistök við útreikning á aksturskostnaði Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, fyrir árið 2020. Mistökin fólust í því að þegar bílaleigubíll sem tekinn hafði verið á leigu fyrir Guðjón fyrir rúmum þremur árum var gerður upp þá reyndist hann hafa ekið aðeins meira á ári en gert hafði verið ráð fyrir í langtímaleigusamningnum. 

Við það myndaðist viðbótarkostnaður vegna áranna 2018, 2019 og 2020 upp á um eina milljón króna. Þau mistök voru hins vegar gerð af skrifstofu Alþingis að sá kostnaður var allur gjaldfærður á árinu 2020, þegar hann hefði átt að dreifast yfir árin 2018 og 2019 líka.

Fyrir vikið lækkar aksturkostnaður Guðjóns á árinu 2020 úr 2.669 þúsund krónum í rætt tæpar tvær milljónir króna. Þetta staðfestir Eggert Jónsson, forstöðumaður fjármálaskrifstofu Alþingis, í samtali við Kjarnann, en Guðjón bað um að farið yrði yfir áður uppgefnar tölur um akstur hans þar sem honum fannst þær ekki passa. Við það komu ofangreind mistök í ljós.

Það þýðir að Guðjón og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, hafa sætaskipti á listanum yfir þá þingmenn sem keyrðu mest á árinu 2020. Ásmundur, sem hefur árum saman setið á toppnum yfir þá þingmenn sem hafa myndað mestan aksturskostnað sem greiddur er sameiginlegum sjóðum. Alls kostaði akstur Ásmundar 2.218 þúsund krónur á síðasta ári samkvæmt birtum tölum á vef Alþingis. 

Tölur teknar saman reglulega

Kjarninn hefur reglulega tekið saman upplýsingar um aksturkostnað þingmanna undanfarin ár. Forsaga þess er að fjölmiðlar reyndu árum saman að nálgast þær upplýsingar, en án árangurs. Á því varð breyting í byrjun febrúar 2018 þegar birtar voru upplýsingar um að fjórir þingmenn sem fengu hæstu endurgreiðslurnar úr sjóðum Alþingis fyrir keyrslu á árinu 2017 hefðu fengið samtals 14 milljónir króna. Þar af hefði Ásmundur fengið 4,6 milljónir króna fyrir að keyra eigin bifreið 47.664 kílómetra. 

Auglýsing
Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­sónu­grein­an­leg­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­ar, sund­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­leigu­bíla. 

Forsætisnefnd ákvað að bregð­ast við og allar upp­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­manna er nú birtur reglulega. 

Síðast voru þær tölur uppfærðar seint í síðustu viku þegar kostnaður vegna síðasta ársfjórðungs 2020 var bætt við. Þær tölur sýndu að Guðjón S. Brjánsson væri nýr aksturskóngur Alþingis.

Keyrði minna vegna faraldurs

Í samtali við Kjarnann segir Guðjón að það hafi horft skakkt við honum. Hann hefði enda keyrt minna í fyrra en árið áður vegna kórónuveirufaraldursins en samt var kostnaður vegna bílaleigubíls sem Alþingi leigir fyrir hann meiri. Þegar hann hafi athugað málið á skrifstofu Alþingis hafi ofangreind mistök komið í ljós. Hluti aksturskostnaðar fyrir árið 2018 og 2019 hafði verið bókfærður á árið 2020 með þeim afleiðingum að aksturskostnaður hans á því ári sýndist meiri en hann raunverulega var.

Ekki er búið að uppfæra tölurnar á vef Alþingis og samkvæmt honum er Guðjón enn sá þingmaður sem keyrði mest. Eggert Jónsson, forstöðumaður fjármálaskrifstofu Alþingis, staðfesti hins vegar mistökin við Kjarnann.

Aðrar fréttir Kjarnans sem byggðu á upplýsingum á vef Alþingis hafa verið uppfærðar til samræmis við þessa breytingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent