Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest

Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.

guðjónog ási.jpg
Auglýsing

Alþingi gerði mis­tök við útreikn­ing á akst­urs­kostn­aði Guð­jóns S. Brjáns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, fyrir árið 2020. Mis­tökin fólust í því að þegar bíla­leigu­bíll sem tek­inn hafði verið á leigu fyrir Guð­jón fyrir rúmum þremur árum var gerður upp þá reynd­ist hann hafa ekið aðeins meira á ári en gert hafði verið ráð fyrir í lang­tíma­leigu­samn­ingn­um. 

Við það mynd­að­ist við­bót­ar­kostn­aður vegna áranna 2018, 2019 og 2020 upp á um eina milljón króna. Þau mis­tök voru hins vegar gerð af skrif­stofu Alþingis að sá kostn­aður var allur gjald­færður á árinu 2020, þegar hann hefði átt að dreifast yfir árin 2018 og 2019 líka.

­Fyrir vikið lækkar akst­ur­kostn­aður Guð­jóns á árinu 2020 úr 2.669 þús­und krónum í rætt tæpar tvær millj­ónir króna. Þetta stað­festir Egg­ert Jóns­son, for­stöðu­maður fjár­mála­skrif­stofu Alþing­is, í sam­tali við Kjarn­ann, en Guð­jón bað um að farið yrði yfir áður upp­gefnar tölur um akstur hans þar sem honum fannst þær ekki passa. Við það komu ofan­greind mis­tök í ljós.

Það þýðir að Guð­jón og Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, hafa sæta­skipti á list­anum yfir þá þing­menn sem keyrðu mest á árinu 2020. Ásmund­ur, sem hefur árum saman setið á toppnum yfir þá þing­menn sem hafa myndað mestan akst­urs­kostnað sem greiddur er sam­eig­in­legum sjóð­um. Alls kost­aði akstur Ásmundar 2.218 þús­und krónur á síð­asta ári sam­kvæmt birtum tölum á vef Alþing­is. 

Tölur teknar saman reglu­lega

Kjarn­inn hefur reglu­lega tekið saman upp­lýs­ingar um akst­ur­kostnað þing­manna und­an­farin ár. For­saga þess er að fjöl­miðlar reyndu árum saman að nálg­ast þær upp­lýs­ing­ar, en án árang­urs. Á því varð breyt­ing í byrjun febr­úar 2018 þegar birtar voru upp­lýs­ingar um að fjórir þing­menn sem fengu hæstu end­ur­greiðsl­urnar úr sjóðum Alþingis fyrir keyrslu á árinu 2017 hefðu fengið sam­tals 14 millj­ónir króna. Þar af hefði Ásmundur fengið 4,6 millj­ónir króna fyrir að keyra eigin bif­reið 47.664 kíló­metra. 

Auglýsing
Í kjöl­farið varð það krafa þings, þjóðar og fjöl­miðla að allar greiðslur vegna akst­­urs yrðu gerðar opin­berar og að þær yrðu per­­són­u­­grein­an­­leg­­ar. Þá varð það einnig krafa að allar aðrar greiðslur sem þing­­menn fá vegna starfa sinna yrðu gerðar opin­ber­­ar, sund­­ur­lið­aðar og mörg ár aftur í tím­ann. Hvort sem um væri að ræða hús­næð­is­­styrk, greiðslur vegna flugs eða kostn­aður vegna bíla­­leig­u­bíla. 

For­sætis­nefnd ákvað að bregð­­ast við og allar upp­­lýs­ingar um kostnað sem fylgir störfum þing­­manna er nú birtur reglu­lega. 

Síð­ast voru þær tölur upp­færðar seint í síð­ustu viku þegar kostn­aður vegna síð­asta árs­fjórð­ungs 2020 var bætt við. Þær tölur sýndu að Guð­jón S. Brjáns­son væri nýr akst­ur­s­kóngur Alþing­is.

Keyrði minna vegna far­ald­urs

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Guð­jón að það hafi horft skakkt við hon­um. Hann hefði enda keyrt minna í fyrra en árið áður vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en samt var kostn­aður vegna bíla­leigu­bíls sem Alþingi leigir fyrir hann meiri. Þegar hann hafi athugað málið á skrif­stofu Alþingis hafi ofan­greind mis­tök komið í ljós. Hluti akst­urs­kostn­aðar fyrir árið 2018 og 2019 hafði verið bók­færður á árið 2020 með þeim afleið­ingum að akst­urs­kostn­aður hans á því ári sýnd­ist meiri en hann raun­veru­lega var.

Ekki er búið að upp­færa töl­urnar á vef Alþingis og sam­kvæmt honum er Guð­jón enn sá þing­maður sem keyrði mest. Egg­ert Jóns­son, for­stöðu­maður fjár­mála­skrif­stofu Alþing­is, stað­festi hins vegar mis­tökin við Kjarn­ann.

Aðrar fréttir Kjarn­ans sem byggðu á upp­lýs­ingum á vef Alþingis hafa verið upp­færðar til sam­ræmis við þessa breyt­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent